Víkurfréttir - 10.11.2005, Síða 4
4 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS
Diddú býður til veislu
tónleikar í kirkjulundi, safnaðarheimili keflavíkurkirkju
FÖSTUDAGINN 11. NÓVEMBER KL. 20.00
Perlur og skrautaríur eftir Händel,
Bellini, Mozart, Offenbach,
Bernstein og Verdi
Hljómsveitarstjóri ::: Kurt Kopecky
Einsöngvari ::: Sigrún Hjálmtýsdóttir
Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur tónleika í Kirkjulundi,
safnaðarheimili Keflavíkurkirkju. Þar mun okkar ástsæla söngkona
Sigrún Hjálmtýsdóttir – Diddú – flytja margar af sínum uppáhalds
perlum. Miðaverð er 2.000 kr. en 1.000 kr. fyrir 16
ára og yngri. Miðasala við innganginn.
Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá febr-
úar sl. að starfsmannahaldi
Varnarliðsins á Keflavíkurflug-
velli hafi verið óheimilt að af-
nema greiðslu ferðapeninga til
slökkviliðsmanna á Keflavíkur-
flugvelli sem búa á Höfuðborg-
arsvæðinu.
Íslenska ríkið, sem var stefnt
fyrir hönd Varnarliðsins, var
dæmt til að greiða Landssam-
bandi Slökkviliðs- og Sjúkra-
flutningamanna 300.000 krónur
í málskostnað og mun þurfa að
greiða slökkviliðsmönnunum
ferðapeningana afturvirkt frá 1.
febrúar 2004 til dagsins í dag.
Deilt var um hvort varnarliðinu
á Keflavíkurflugvelli hefði árið
2003 verið heimilt að segja upp
greiðslu dagslegs rútufargjalds
til slökkviliðsmanna á Keflavík-
urflugvelli. Greiðslum þessum
hafði ver ið kom ið á með
ákvörðun kaupskrárnefndar
árið 1955, en sú nefnd úr-
skurðar um starfskjör íslenskra
starfsmanna varnarliðsins.
Rök íslenska ríkisins voru þau
að greiðslur vegna ferðastyrks
hafi verið uppsegjanlegar með
þriggja mánaða fyrirvara þar
sem þær hafi ekki verið eigin-
legur hluti af kjarasamningum.
Það féllst héraðsdómur ekki á
og staðfesti Hæstiréttur þann
dóm.
Var fallist á að varnarliðinu
hefði ekki verið unnt að fella
þessar greiðslur niður einhliða.
Voru uppsagnirnar því dæmdar
ógildar.
Verharð Guðnason, formaður
Landssambands Slökkviliðs- og
Sjúkraflutningamanna, sagði í
samtali við Víkurfréttir í dag að
þeir væru mjög ánægðir með
niðurstöðuna.
„Þetta er mikil gleðistund fyrir
okkur að vinna þetta réttlætis-
mál. Við vorum bjartsýnir að
svona færi, þar sem dómurinn
í héraði var mjög afdráttarlaus
en það er gott að þessu er lokið.
Með þessum dómi er staðfest að
þeir megi ekki segja upp launa-
liðum einhliða og nú munum
við fara út í að innheimta þessa
fjárhæð.”
Vernharð segir að um verulega
upphæð sé að ræða, en fjöldi
slökkvi liðs manna sem hafa
orðið af þessum greiðslum er á
bilinu 25 til 30.
Varnarliðinu óheimilt að afnema
ferðapeninga slökkviliðsmanna
Sinfóníuhljómsveit Ís-lands verður með tón-leika í Kirkju lundi í
Reykjanesbæ á morgun, föstu-
dag, kl. 20.00. Hljómsveitar-
stjóri er Kurt Kopecky en ein-
söngvari er Sigrún Hjálmtýs-
dóttir, Diddú.
Diddú syngur sínar uppá-
haldsar íur á tónleikunum
líkt og hún gerði fyrr í haust
fyrir fullu húsi á tvennum tón-
leikum með sinfóníuhljómsveit-
inni í Háskólabíói. Á efnisskrá
er óperutónlist eftir Bellini,
Dvorak, Mozart, Offenbach,
Bernstein og Verdi.
Diddú hefur fyrir löngu sungið
sig inn í hjörtu landsmanna
með bjartri rödd sinni og heill-
andi framkomu. Miðasala á
tónleikana er við innganginn
og húsið verður opnað kluku-
stund fyrir tónleikana. Miða-
verð er 2000 krónur, en 1000
krónur fyrir 16 ára og yngri.
Diddú og Sinfónían í Kirkjulundi
SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS
Diddú býður til veislu
tónleikar í kirkjulundi, safnaðarheimili keflavíkurkirkju
FÖSTUDAGINN 11. NÓVEMBER KL. 20.00
Perlur og skrautaríur eftir Händel,
Bellini, Mozart, Offenbach,
Bernstein og Verdi
Hljómsveitarstjóri ::: Kurt Kopecky
Einsöngvari ::: Sigrún Hjálmtýsdóttir
Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur tónleika í Kirkjulundi,
safnaðarheimili Keflavíkurkirkju. Þar mun okkar ástsæla söngkona
Sigrún Hjálmtýsdóttir – Diddú – flytja margar af sínum uppáhalds
perlum. Miðaverð er 2.000 kr. en 1.000 kr. fyrir 16
ára og yngri. Miðasala við innganginn.
Ákvörðun Lífeyrssjóðs Su ð u r l a n d s u m a ð lækka réttindi sjóðsfé-
laga sinna um 16 % frá og með
síðustu mánaðarmótum hefur
vakið hörð viðbrögð meðal
sjóðsfélaga.
Í samtali við Víkurfréttir sagði
Friðjón Einarsson, framkvæmda-
stjóri lífeyrissjóðsins, að þeim
væri að sjálf sögðu þvert um
geð að grípa til þessara aðgerða.
Þær væru hins vegar af nauðsyn
þar sem viðvar-
andi atvinnuleysi
undanfarin ár og
stóraukin örorka
hefðu lagst þungt
á sjóðinn.
Friðjón bætti því
við að allflestir líf-
eyrissjóðir hefðu
lækkað réttindin á
síðustu 2 árum, en
Lífeyrissjóður Suðurlands væri
nú einn af þeim síðustu til þess.
„Við fórum að vinna eftir nýjum
reglum við útreikninga á skuld-
bindingum sjóðsins um áramót
og þar kom í ljós mikil aukn-
ing í örorku sem felur í sér um-
talsverða aukningu á kostnaði
fyrir almennu lífeyrissjóðina.
Suðurnesin voru sérlega slæm í
þessu tilliti auk þess sem lengri
lífaldur þjóðarinnar veldur líka
kostnaðarauka.”
Aðspurður hvort komið gæti til
hækkunar síðar ef atvinnuleysi
helst í lágmarki, líkt og raunin
hefur verið undanfarna mán-
uði, sagði Friðjón svo vera. „Ef
atvinnuleysi eykst ekki aftur og
örorka minnkar munum við
geta hækkað réttindin aftur líkt
og við gerðum í árslok 2000.
Það er hins vegar ekki hægt að
segja til um hvenær það verður
því það eru margir þættir sem
koma þar að. Við vonumst hins
vegar til þess að staðan verði
þannig innan fárra ára.”
Friðjón neitar alfarið að þessar
aðgerðir tengist fjárfestingum
sjóðsins, en þrátt fyrir að þær
gangi misvel ár frá ári sé það
ekki ástæða til hækkana til langs
tíma litið.
„Við höfum ekki gert nein mis-
tök að því leyti og höfum aldrei
fengið aðfinnslur frá fjármála-
eftirliti eða öðrum eftirlitsstofn-
unum. Ef þessi nýja viðmiðun
hefði ekki komið til hefðum við
sennilega ekki þurft að grípa til
þessara ráða.”
Friðjón bætir því við að allir al-
mennir lífeyrissjóðir eigi í vand-
ræðum vegna aukinna skuld-
bindinga, annað en
hægt er að segja um
líf eyrissjóði opin-
berra starfsmanna.
„Þar greiða ríki og
sveitarfélög hallann
upp s já l f , en v ið
erum ekki með slíka
bakhjarla. Þetta er
mikið réttlætismál
fyrir okkur og þessa
stundina eru ASÍ og Starfsgreina-
sambandið að reyna að fá stjórn-
völd til að koma að þessu máli.
Eins erum við í viðræðum við
aðra lífeyrissjóði með samruna
í huga til að styrkja sjóðina svo
að síður þurfi að grípa til lækk-
unaraðgerða.”
Nokkur fjöldi sjóðsfélaga hefur
komið ábendingum til Víkur-
frétta varðandi þetta mál og
nokkrir hafa velt því fyrir sér
hvort ekki hefði verið unnt að
dreifa lækkuninni á lengri tíma
eða gefa meiri fyrirvara.
Friðjón segist viss um að það fyr-
irkomulag sem valið var sé það
heppilegasta í stöðunni. „Þetta
er ákvörðun stjórnarinnar og
hún fer eftir tillögum trygginga-
stærðfræðings sjóðsins sem
taldi þetta hagkvæmast fyrir
sjóðinn.”
Því er ekki að neita að slíkar að-
gerðir snerta marga illa og segir
Friðjón að þetta sé það versta
sem geti komið uppá. „Það er
auðvitað ömurlegt að þurfa
að standa í forsvari fyrir slíku.
Þetta er bæði leiðinlegt og dap-
urt, en vonandi lagast þessi mál
til frambúðar sem fyrst.”
Lífeyrissjóður Suðurlands:
Lækkun rét inda
sjóðsfélaga vekur
hörð viðbrögð
- „Nauðsynlegar aðgerðir,“
segir framkvæmdastjórinn