Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.11.2005, Síða 12

Víkurfréttir - 10.11.2005, Síða 12
12 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! AMERÍSKIR DAGAR JUSTIN NEWMANHONEYBOY LAUGARDAG 12. NÓV. FRÁ 23:00 - 02:00. Í GRINDAVÍK! FÖSTUDAG 11. NÓV. HÚSIÐ OPNAÐ KL. 20. HoneyBoy á Lukku Láka. 2000 kr. aðgangseyrir. Sögulegir tónleikar með einum mesta blúsara heimsins. Ekki missa af einstöku tækifæri! Aldurstakmark 18.ár. Einnig á Nasa 12.nóv miðasala á midi.is. Justin Newman magnaður trúbador frá San Diego í Kaliforníu sem spilaði á Icelandic Airwaves mun halda miðnæturtónleika í Salthúsinu, Grindavík laugardaginn 12.nóv. frá 23:00 - 02:00. aðgangseyrir 1000 kr. Aldurstakmark 18.ár. Salthúsið Stamphólsvegi 2 Grindavík 426 9700 www.salthusid.is Lukku Láki Hafnargata 6 Grindavík 426 9999 Bókaðu jólaböllin hjá okkur! Vantar þér tónlistarmann í giftinguna, party, sveitaballið ? Trúbbar, hljómsveitir, plötusnúðar - www.gigg.is UMBOÐSSKRIFSTOFA Á degi íslenskrar tungu, miðvikudaginn 16. nóv-ember, verður haldið bókmenntaþing sem hefur þá sérstöðu að vera sérstaklega ætlað lesendum á aldrinum 10- 16 ára. Þingið verður haldið í Kirkju- lundi, safnaðarheimili Keflavík- urkirkju, á degi íslenskrar tungu 16. nóvember kl. 10-12. Yfirskrift bókmenntaþingsins er Er gaman að lesa? Ungir lesendur flytja samtals 11 framsöguerindi. Þar verður spurningunni í yfirskrift þings- ins svarað frá ýmsum sjón- arhornum og m.a. fjallað um hvort barna- og unglingabækur eigi að vera líkar raunveruleik- anum, um teiknimyndasögur og aðrar sögur, um muninn á bók og mynd, um Gunnlaugs sögu o.fl. Frummælendur á þinginu verða börn og unglingar úr Áslands- skóla og Víðistaðaskóla í Hafnar- firði, Grunnskóla Grindavíkur og Heiðarskóla, Holtaskóla, Myllubakkaskóla og Njarðvík- urskóla í Reykjanesbæ. Auk nemenda, kennara og bóka- varða verða á þinginu fulltrúar bókaútgefenda og barna- og unglingabókahöfunda sem sitja fyrir svörum unga fólksins í pall- borði. Að þinginu standa Íslensk mál- nefnd, Fræðsluskrifstofa Reykja- nesbæjar og SÍUNG, samtök ís- lenskra barna- og unglingabóka- höfunda. Er þetta í fyrsta sinn sem þessir aðilar taka höndum saman um slíkt þing. Ný hársnyrtistofa, Hár-skúrinn, hefur tekið til starfa í Reykjanesbæ. Bára Skúladóttir rekur stofuna að Túngötu 16. Í samtali við Víkurfréttir sagði Bára, sem hef ur unnið sem hársnyrtir í rúm 8 ár, að hún hefði fengið góðar móttökur. „Bókanirnar eru strax farnar að berast þó ég sé nýbyrjuð. Ég var áður hjá Hársnyrtistofu Harðar í mörg ár, en ákvað að fara út í eigin rekstur þegar ég fékk gott rými fyrir stofu með húsinu sem ég keypti.” Bára segist alls ekki vera bangin við að fara út í sjálf stæðan rekstur og hlakkar til að takast á við verkefnið. „Það er alltaf pláss fyrir fleiri hársnyrtistofur í bænum þannig að ég var ekki hrædd við að láta vaða.” Viðskipti og atvinnulíf: Ný hárgreiðslustofa í ReykjanesbæBlásið verður til nor-rænnar bókasafnaviku á Bókasafni Reykjanes- bæjar mánudaginn 14. nóv- ember kl. 18:00. Lesið verður við kertaljós úr bók Selmu Lagerlöf „Nilli Hólmgeirsson og ævintýraför hans um Sví- þjóð”, hlýtt á norræna söngva og fræðst um heima víkinga í Reykjanesbæ. Norræna bókasafnavikan er nú haldin í 10. sinn en mark- mið hennar er að vekja athygli á sameiginlegum arfi Norð- urlandanna og þeirrar fornu menningarhefðar að lesa við kertaljós í baðstofum. Þemað í ár er „Á ferð í Norðri” og verður því sjónunum beint að ferðalögum í tíma og rúmi. Dagskráin hefst kl. 18:00 með því að slökkt verður á rafmagns- ljósum, kertaljós tendruð og Fjóla Oddgeirsdóttir, nemi í Njarðvíkurskóla les kaflann „Borgin á hafsbotni”. Sönghóp- urinn „The Engels” úr Njarð- víkurskóla mun flytja nokkra norræna söngva og Árni Sigfús- son bæjarstjóri kynnir bæjar- búum hugmyndina að Víkinga- heimum við Fitjar. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Bókmenntaþing ungra lesenda Ferðalög í ýmsum myndum Bókasafn Reykjanesbæjar:

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.