Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.01.2014, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 09.01.2014, Blaðsíða 8
fimmtudagurinn 9. janúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR8 -ritstjórnarbréf vf.is Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Þórgunnur Sigurjónsdóttir, thorgunnur@vf.is Afgreiðsla: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Páll Ketilsson skrifar -mundi Áramótaheitið mitt? Ég ætla ekkert að hreyfa mig. Ætla að sitja sem fastast á þessari síðu! SÍMI 421 0000 Miði er möguleiki! Um 15.000 miðar skiluðu sér inn í Nettó og Kaskó. Guðrún og Kristrún unnu stærstu Jólalukku vinningana „Þetta kemur mér á óvart en ánægjulegt auðvitað,“ sagði Guðrún Guðmundsdóttir, húsmóðir í Reykja- nesbæ en hún hlaut stærsta vinninginn í Jólalukku Víkurfrétta 2013, 100 þús. króna gjafabréf í Nettó. Guðrún og Jónas Franzson maður hennar hafa verslað mikið í Nettó í gegnum árin og líkar vel. „Mér finnst mjög gott að gera innkaupin í Nettó og ekki skemmir hvað það eru góð bílastæði við verslunina,“ sagði hún í stuttu spjalli við VF. Ung kona í Grindavík, Kristrún Ingadóttir, vann næst stærsta vinninginn sem var Evrópufarmiði með Icel- andair. Hún var líka hissa þegar við hringdum í hana til að tilkynna henni vinninginn. „Ég vinn aldrei neitt. Þetta er æði. Þegar ég var búinn að skafa af miðanum mínum sendi ég manninn minn í Nettó hér í Grinda- vík þar sem ég hafði verslað en auðvitað átti ég ekki von á því að fá svona flottan vinning“ sagði Kristrún sem vinnur á leikskólanum Króki í Grindavík en fjöl- skyldan flutti til Grindavíkur frá Sauðárkróki sl. sumar en maður hennar stundar nám í Fisktækniskólanum í Grindavík. Um 15 þúsund miðar bárust í Nettó og Kaskó sem dregið var úr á aðfangadag. Yfir fimm þúsund miðar í Jólalukkunni eru með vinningum en síðan er dregið úr þeim miðum sem eru ekki með vinningi og fólk kemur með í Nettó eða Kaskó. Auk tveggja stóru vinningana voru dregnir út 20 aðrir heppnir sem hljóta konfektkassa frá Nettó og eiga að sækja hann þangað. Jólalukka 2013 - 100 þús. kr. gjafabréf í Nettó: Guðrún Guðmundsdóttir, Heiðarbraut 1 Reykjanesbæ, Evrópumiði með Icelandair: Kristrún Ingadóttir, Marargötu 2, Grindavík Konfektkassi frá Nettó Jóna Þórðardóttir Guðnýjarbraut 11 Reykjanesbæ Rósa Jóhannesdóttir Faxabraut 38d Reykjanesbæ Áslaug Unadóttir Skólavegi 23 Reykjanesbæ Bergþór Hugi Bjarnason Mánagötu 11 Reykjanesbæ Heiðar Agnarsson Sunnubraut 52 Reykjanesbæ Sveindís Pétursdóttir Leirdal 8 Vogum á Vatnsleysuströnd Axel Ingvarsson Heiðarholti 7 Reykjanesbæ Olav Olsen Vesturgötu 17 Reykjanesbæ Guðbjörg Ægisdóttir Kjarrmói 1 Reykjanesbæ Ólöf Rún Guðsveinsdóttir Efsaleiti 40 Reykjanesbæ Kristján Pálsson Kjarrmóa 3 Reykjanesbæ Róbert Gísla Suðurgötu 52 Reykjanesbæ Vilhjálmur K. Ingþórsson Ásabraut 2 Sandgerði Guðmundur F. Sigurbjörnsson Hlíðargötu 22 Sandgerði Guðjón Pétur Stefánsson Baugholti 23 Reykjanesbæ Þórunn Friðriksdóttir Gónhóli 20 Reykjanesbæ Guðný S. Magnúsdóttir Baldursgarði 11 Reykjnaesbæ Kjartan Másson Brekkustíg 35b Reykjanesbæ Salvör Pétursdóttir Híðarvegi 68 Reykjanesbæ Úrdráttur 16. desember: Gísla Vigfúsdóttir Urðarbraut 4 Garði, Icelandair ferðavinningur. Aníta K. Carter Tjarnarbakka 6 Reykjanesbæ, 15 þús. kr. gjafabréf í Nettó. Birna Níelsdóttir Vallarási 12 Reykjanesbæ, 15 þús. kr. gjafabréf í Nettó. Úrdráttur 9. desember: Thelma Rut Kristinsdóttir Norðurvellir 26 Reykjanesbæ, Icelandair ferðavinningur. Tinna Torfadóttir Greniteig 35 Reykjanesbæ, 15 þús. kr. gjafabréf í Nettó. Marlena Kuznicka Skógarbraut 110 Reykjanesbæ, 15 þús. kr. gjafabréf í Nettó. Besta fíkn sem til er Margir strengja áramótaheit þegar nýtt ár gengur í garð. Einn af þeim stórtækari í þeim efnum er Keflvíkingurinn Eyþór Árni Úlfarsson en hann er einn af þátttak- endunum í sjónvarpsþáttaröð Skjás eins, „Biggest Loser Ísland“. Verkefnið hefur sjónvarpsstöðin unnið á Suðurnesjum en mest á Ásbrú þar sem þátttakendur gistu en þættirnir voru einnig teknir þar upp að undanskildum lokaþættinum sem verður sýndur í beinni útsendingu í vor. Líkamsrækt er sennilega vinsælasta átaksverkefni fólks á nýju ári. Margir hætta að nota tóbak eða reyna það. Það er ekkert mál að hætta. Málið er að byrja ekki aftur. Heilsan er jú sennilega það mikilvægasta í lífi hvers manns. Umræddur Eyþór notaði tæki- færið þegar hann ákvað að reyna að komast að í sjónvarpsþátt- unum sem sumir hafa fordæmt eða gagnrýnt. Hvað sem því líður þá er Eyþór nú kominn á betri braut en hann var á, áður en hann byrjaði í átakinu sem tengist „stærsta lúsernum“. Í ítarlegu viðtali við Víkurfréttir lýsir Eyþór því á áhrifaríkan hátt hvernig áhrif svona líkamsástand getur haft á fólk og hafði á hann. „Ég minnist þess ekki að hafa verið eðlilegur. Ég var mjög ungur þegar ég byrjaði að borða mér til huggunar. Mér var strítt mikið sem krakka og ég var lítill í mér. Ég kunni ekki að standa upp fyrir sjálfum mér eða mínum rétti. Ég komst hratt upp á það sem barn að borða mér til huggunar og láta mér líða vel með að borða,“ segir Eyþór m.a. en hann var orðinn yfir 100 kíló þegar hann var 15 ára. Þegar hann hóf þátttöku í verkefninu var hann 249 kíló. Núna er hann 35 ára og hann segist hafa haft áhyggjur af því að ná ekki fertugsaldri með sama áframhaldi. Eyþór segist gera sér grein fyrir pressunni sem þessu fylgir og vonandi tekst honum ætlunarverkið, en hann stefnir á að létta sig um 140 kíló. „Mér finnst ég einnig vera kominn á bragðið með líkamsrækina og er farinn að þrá þetta adrenalín-boost sem fylgir því að vera að æfa alveg eins og vitleysingur. Þetta er örugglega besta fíkn sem til er,“ segir hann. Við óskum Eyþóri góðs gengis í stærsta verkefni sem hann hefur tekið þátt í og líklega mikilvæg- asta í lífi hans til þessa. Gangi honum vel verður hann örugglega mörgum öðrum, sem eiga erfitt með að stíga svona skref, hvatning til betra og skemmtilegra lífs. Jólahátíðin er að baki og grár hversdagsleikinn tekinn við sem mörgum finnst betri en hátíðardagar, þótt ótrúlegt sé. Það eru ekki allir sem eiga góðar stundir af ýmsum ástæðum sem ekki verða raktar hér. Langflestir njóta þó ljúfra stunda með sínum nánustu. Einstaklingar og félagasamtök komu hjálparaðilum á borð við Velferðarsjóð og Fjölskylduhjálp Íslands til aðstoðar með margvíslegum framlögum, í formi peninga eða annars. Fyrir það ber að þakka. Um leið og við hjá Víkurfréttum þökkum ykkur kæru lesendur fyrir samstarfið á liðnum árum óskum við öllum gleðilegs nýs árs með von um að það færi okkur gæfu og gleði.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.