Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.01.2014, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 09.01.2014, Blaðsíða 18
fimmtudagurinn 9. janúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR18 Félagsmönnum Kaupfélags Suðurnesja (KSK) hefur fjölgað um 750 manns á árinu 2013. Kaupfélag Suðurnesja gerði í haust samstarfssamning við Ung- mennafélag Njarðvíkur og Kefla- vík, íþrótta- og ungmennafélag. Knattspyrnufélagið Víðir í Garði bættist síðar í hópinn. Samstarfs- samningurinn miðaði að því að íþróttafélögin afli félagsmanna í KSK. KSK greiddi síðan félögunum styrk fyrir hvern nýjan félaga. Með félagsaðild sinni að KSK eru félagsmenn í samvinnufélagi jafn- framt eigendur og njóta afsláttar- kjara og sértilboða í verslunum Kaupfélags Suðurnesja. KSK er stærsti eignaraðili Samkaupa hf sem rekur Nettó, Kaskó, Samkaup Úrval og Samkaup Strax. Samkaup hf rekur 48 verslanir víðsvegar um landið og er með höfuðstöðvar í Reykjanesbæ. Myndin er tekin í tilefni af uppgjöri á samstarfsverkefni félaganna um félagaöflun í KSK. Alls hafa um 750 manns gengið í Kaupfélag Suður- nesja á árinu 2013. Barnabörnin tóku við Lionsbílnum Aðalvinningurinn í happdrætti Lionsklúbbs Njarðvíkur var af-hentur nýverið. Vinningurinn, Fiat 500 POP að andvirði 2.590.000 kr., kom á miða númer 56. Eigandi miðans er Þorsteinn Erlingsson í Keflavík. Barnabörn hans mættu til að taka við bílnum fyrir hönd afa síns. Þá voru einnig dregnar út nokkrar IdeaPad spjaldtölvur frá Lenovo. Þær komu á eftirtalin númer: 477, 995, 176, 207, 157, 1382, 341, 693, 141, 969, 254, 616, 453. Vinningsnúmer eru birt með fyrirvara um villur. Frá hægri: Skúli Skúlason formaður Kaupfélags Suðurnesja, Sólveig Einarsdóttir starfsmaður KSK, Jón R Ástþórs- son frá knattspyrnudeild Víðis Garði, Þórunn Friðriksdóttir formaður UMFN, Einar Haraldsson formaður Keflavíkur og Ómar Valdimarsson kaupfélagsstjóri. 750 nýir félagsmenn í KSK AÐALFUNDUR MÁNA Frammhalds aðalfundur Hestamannafélagsins Mána verður haldin miðvikudaginn 22. janúar í félagsheimili Mána kl.20:00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Stjórn Mána KJARASAMNINGAR 2014 Félagsfundur verður haldinn í sal Verslunarmannafélags Suðurnesja, mánudaginn 13. janúar nk. kl. 19:00. Fundarefni: Kynning á nýgerðum kjarasamningi. Félagsmenn eru hvattir til að mæta. ATH: Gildistaka nýs kjarasamnings er háð samþykkt félags- manna og gildir hann um aðalakjarasamning og alla sérkjarasaminga tengda honum. Stjórn VS LAGNAÞJÓNUSTA SUÐURNESJA EHF   Óskar eftir að ráða pípulagningarmeistara, svein eða mann vanan pípulögnum sem fyrst. Vinsamlega sendið umsóknir á netfangið: lagnaths@simnet.is -fréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.