Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.03.2014, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 13.03.2014, Blaðsíða 6
fimmtudagurinn 13. mars 2014 • VÍKURFRÉTTIR6 Holl hreyfing í hálfa öld! Það hefur oft verið sagt að íþróttir hafi ætíð skipað stóran sess hjá Suður- nesjamönnum. Í síðustu viku fagnaði Golfkúbbur Suðurnesja hálfrar aldar afmæli með opnu húsi þar sem félögum og velunnurum klúbbsins var boðið í afmælisfagnað. Golfíþróttin er stærsta almenningsíþrótt hér á landi en næststærsta íþrótt miðað við iðkenda- fjölda. Það er ekki líklegt að brautryðjendur Golf- klúbbs Suðurnesja hafi ímyndað sér slíka þróun í einni íþróttagrein á hálfri öld en þegar GS var stofnaður stunduðu fáir golf hér á landi. Í gamla daga var þetta karlaíþrótt og þeirra sem betur stóðu í samfélaginu. Nú er öldin önnur. Tugir þús- unda stunda íþróttina hér á landi. Á Suðurnesjum eru um eitt þúsund kylfingar í golfklúbbum. Golfíþróttin hefur margt að bera til að vera vinsæl. Útivera í glæsi- legu umhverfi og þegar kylfingur gengur 18 holur rúllar hann upp um 10 kílómetrum. Þá má ekki gleyma skemmtilegum félags- skap og síðast en ekki síst keppninni við sjálfan sig og aðra. Sá sem þetta ritar er án efa hlutdrægur en talar af reynslu. Þetta er mögnuð íþrótt og það sem hún hefur umfram nær allar íþróttagreinar er að aldurinn er algerlega afstæður á golfvellinum. Átta ára og áttræðir geta auðveldlega leikið saman og sjá má mörg dæmi um það. Jóhann B. Magnússon, formaður Íþróttabandalags Reykjanes- bæjar afhenti golfklúbbnum hornstein til merkis um að Golfklúbbur Suðurnesja væri mikilvægur hlekkur í okkar samfélagi, sannkall- aður hornsteinn í íþróttahéraði. Jóhann sagði að klúbburinn væri orðinn að glæsilegu félagi sem sigldi lygnan sjó með góðri áhöfn, hvort sem litið væri til stjórnarfólks, félaga, öflugrar sveitar sjálf- boðaliða, góðs stafsfólki og vildarvina. Golfklúbbur Suðurnesja er aðili að Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar og féllu þessi orð for- manns þess í góðan jarðveg í afmælisveislu GS enda fer þar fram öflugt starf þar sem margir leggja fram mikla sjálfboðavinnu. Hjá Golfklúbbi Suðurnesja er sérstakt átak í gangi í að heilla unga kylfinga og fá 14 ára og yngri ókeypis aðgang í Leirunni. Þá er einnig lögð áhersla á að fá kvenfólk til klúbbsins en veru- leg fjölgun hefur orðið í þeirra hópi á undanförnum árum. Á Suðurnesjum er ekki bara glæsilegur 18 holu golfvöllur í Leiru. Þrír aðrir golfvellir eru á svæðinu, í Sandgerði, Vogum og í Grinda- vík. Þannig er aðgengi að golfvöllum mjög gott á svæðinu. Þegar verið er að hvetja fólk til að hreyfa sig meira og huga að líkamsrækt er golfíþróttin kjörin fyrir marga. Eða eins og einhvers staðar stendur: Holl hreyfing borgar sig! -ritstjórnarbréf vf.is Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Þórgunnur Sigurjónsdóttir, thorgunnur@vf.is Afgreiðsla: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Páll Ketilsson skrifar SÍMI 421 0000 -instagram #vikurfrettir Keflavík #vikurfrettir // Mynd: Nína Rut Mynd/Texti: Olga Björt Þórðardóttir // olgabjort@vf.is Góugleði LIONESSUKLÚBBS KEFLAVÍKUR Árleg Góugleði Lionessuklúbbs Keflavíkur fór fram á dögunum. Á annað hundrað konur komu saman og skemmtu sér og nutu góðra veit- inga. Leynigestur kvöldsins var Hanna Birna Krisj- ánsdóttir innanríkisráðherra. Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi á kvöldinu.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.