Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.03.2014, Blaðsíða 25

Víkurfréttir - 13.03.2014, Blaðsíða 25
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 13. mars 2014 25 HÚÐIN Í SÍNU BESTA FORMI. NÚNA. Í KVÖLD. Á MORGUN. NÝTT EFNI ÚR TVEIMUR ÖFLUGUM GRÆNUM ÞÖRUNGUM LEIGHTON MEESTER SKIN • BEST SERUM-IN-CREAM LAGFÆRIR EINS OG SERUM, VERNDAR EINS OG KREM. ÞREYTULEG HÚÐ – ÓJÖFN HÚÐ – FÍNAR LÍNUR STRAX: jafnari húð og mýkri húð, full af orku. EFTIR DAGINN: húðin er jafn mjúk og slétt og að morgni. EFTIR 8 VIKUR*: jafnvel vinir tala um hvað húðin er miklu fallegri. NÝTT Í LYFJU REYKJANESBÆ BIOTHERM BOMBA MIÐVIKUDAGINN 12. TIL FÖSTUDAGS 14. MARS *N ey te nd a p ró f. 1 1 1 k on ur . Tilboðið gildir í Lyfju Lágmúla, Laugavegi, Smáratorgi og Keflavík * G ild ir m eð a n b ir g ði r en d a st á k yn ni ng u. G ild ir e kk i m eð ö ðr um ti lb oð um . 20% KYNNINGARAFSLÁTTUR AF ÖLLUM BIOTHERM VÖRUM. Kaupaukinn* þinn þegar þú kaupir Biotherm vörur fyrir 7.900 kr. eða meira. Ytri-Njarðvíkurkirkja Aðalsafnaðarfundur Ytri-Njarðvíkursóknar verður haldinn 16. mars að lokinni guðsþjónusta í Ytri-Njarðvíkurkirkju sem hefst kl.11:00 árdegis. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Sóknarnefnd. Innri-Njarðvíkurkirkja Aðalsafnaðarfundur Njarðvíkursóknar verður haldinn 16. mars kl.14:00 í safnaðarheimili kirkjunnar. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Sóknarnefnd. Bein leið stillir upp á lista í Reykjanesbæ Bein leið - fyrir fólkið í bænum er nafnið á framboði óflokks- bundinna bæjarbúa fyrir bæjar- stjórnarkosningar í Reykjanesbæ 31. maí nk. Tilkynnt var um fram- boðið á dögunum og hefur verið unnið að stefnumótun síðan. Stillt verður upp á lista og er upp- stillingarnefnd að störfum. Mun framboðslisti verða kynntur innan tíðar. Píratar kjósa á framboðslista í Reykjanesbæ Málefnavinna er í fullum gangi hjá Pírötum í Reykja- nesbæ og önnur skipulagsvinna í kringum framboð til sveitastjórnarkosninga 2014. Að því loknu verður óskað eftir fólki til framboðs og kosið á framboðslista með lýðræðislegum hætti, segir í tilkynningu frá Pí- rötum í Reykjanesbæ. Allir sem hafa áhuga á því að taka þátt í starfi Pírata eru hvattir til að mæta á fundi en hægt er að fylgj- ast með starfinu á https://www. facebook.com/piratarireykjanesbae Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001 ... eða tölvupóstur á fusi@vf.is 45 milljarða ábati af flutn- ingi Reykja- víkurflugvallar til Keflavíkur - samkvæmt niðurstöðum úttektar Capacent Um 45 milljarða króna ábati er af því að flytja Reykja- víkurflugvöll úr Vatnsmýri á Hólmsheiði eða til Keflavíkur. Þetta kemur fram í hagrænni út- tekt Capacent á framtíðarstað- setningu flugvallarins sem fór í sérmat á samfélagslegri arðsemi af flutningi flugvallarins. Frétta- blaðið fjallar um þetta í gær. Flutningur til Keflavíkur er met- inn hagkvæmari en flutningur á Hólmsheiði og rúmlega 10 millj- örðum króna hagkvæmari en flutn- ingur á Löngusker. Í niðurstöðum Capacent um samfélagslega arð- semi flutningsins segir að þær séu afdráttarlausar og ekki næmar fyrir breytingum á forsendum. Þá er rekstrarkostnaður innanlandsflug- vallar metinn mun minni í Keflavík en á öðrum stöðum. Á móti kemur reyndar kostnaður vegna aksturs til og frá flugvelli. En ríkið nýtur þó samlegðar vegna reksturs flug- vallarins við hlið millilandaflug- vallar. Úttektin er unnin á grundvelli skýrslu ParX viðskiptaráðgjafar IBM sem unnin var fyrir nefnd á vegum samgönguráðuneytisins um úttektir á Reykjavíkurflugvelli.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.