Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.03.2014, Blaðsíða 30

Víkurfréttir - 13.03.2014, Blaðsíða 30
fimmtudagurinn 13. mars 2014 • VÍKURFRÉTTIR30 -íþróttir pósturu eythor@vf.is ALLSHERJAR ATKVÆÐAGREIÐSLA Allsherjaratkvæðagreiðsla verður viðhöfð við kjör stjórnar og trúnaðarráðs Verslunarmannafélags Suðurnesja fyrir starfsárið 2014 - 2015. Kosið er um formann, 3 fulltrúa í stjórn og 3 til vara, 7 fulltrúa í trúnaðarráð og 7 til vara, 2 félagslega skoðunarmenn og 1 til vara. Framboðslistum skal skila á skrifstofu Verslunarmanna- félags Suðurnesja, Vatnsnesvegi 14, Reykjanesbæ, eigi síðar en kl. 12:00, föstudaginn 22. mars 2014. Öðrum listum en lista stjórnar skulu fylgja meðmæli 50 fullgildra félagsmanna. Kjörstjórn Góugleði! Félag eldri borgara á Suðurnesjum heldur hina árlegu góugleði í Samkomuhúsinu í Garði sunnudaginn 16. mars nk. kl. 15:00. Margt til skemmtunar að ógleymdu kahlaðborði. Fjölmennum! Skemmtinefndin ATVINNA Go2 flutningar óska eftir að ráða bílstjóra og ýmisstörf innan fyrirtækisins. Skilyrði er að viðkomandi hafi meira próf. Upplýsingar í síma 770 3571 Katrín Ösp Magnúsdóttir er 27 ára Vogamær og komin tæpa 9 mánuði á leið með sitt fjórða barn. Hún þjálfar 7 - 10 ára stúlkur í júdó og ætlar að halda því áfram eins lengi og hún getur. Víkurfréttir kíktu á æfingu hjá Katrínu í íþróttamiðstöðinni í Vogum. Armbeygjurnar pínu erfiðar Katrín segir ekki erfitt að þjálfa þótt hún sé komin þetta langt á leið. „Maður finnur bara aðrar leiðir. Ég fæ stelpurnar meira til að sýna hver annarri. Sýni þeim hálfvegis og svo klára þær bara. Reyndar var ég að kenna þeim armbeygjur fyrir tveimur vikum síðan og fattaði ekki að ég væri með svona stóra bumbu og komst bara nokkra sentimetra. Þá benti ég bara á eina stúlknanna og sagði: Gerið eins og hún.“ Katrín hlær og bætir við að stelpurnar séu mjög meðvitaðar um ástand hennar og geri það sem þarf. „Þegar ég var ólétt að öðrum drengnum mínum þjálfaði ég stráka og stelpur úr Grindavík. Sjálf á ég þrjá stráka og einn stjúpson.“ Nóg er að gera hjá Katrínu samhliða júdóþjálfun og heimilishaldi, en hún er einnig í grunnskólakennaranámi við Há- skóla Íslands. Stundum örlítið þreytt á kvöldin Spurð um styrk, orku og heilsu á meðgöngunni segist Katrín stundum verða örlítið þreytt á kvöldin en þá fari hún bara þeim mun fyrr að sofa. Ef konur eru í hennar sporum og vilja nýta tím- ann og orkuna sem best þegar komið er svona langt á leið, segir Katrín: „Bara með því að hreyfa sig, huga að mataræðinu og hugsa jákvætt. Taka viku fyrir viku.“ Eins og áður hefur komið fram á Katrín þrjú börn fyrir og einn stjúpson. Hún segir það vera púsluspil: „Maður er að allan daginn. Það þarf bara skipulag.“ Með júdóáhugann í blóðinu Katrín kemur úr mikilli júdófjöl- skyldu. Faðir hennar er júdókapp- inn Magnús Hersir Hauksson. „Pabbi er búinn að vera í júdó síðan hann var 5 eða 6 ára gamall og er með júdóklúbb hérna í Vogunum. Ég byrjaði að æfa hjá honum. Ég ætlaði sko aldrei í júdó því ég var í fimleikum. Hann fékk mig yfir í júdó 15 ára gamla og ég hef ekki hætt síðan,“ segir Katrín hlæjandi. Hún kynntist einnig manni sín- um, Grindvíkingnum Einar Jóni Sveinssyni, á júdóæfingu. „Þar var ég vör við hann og við höfum verið saman í júdóinu síðan, ég, pabbi og hann. Pabbi varð að sætta sig við það þegar á leið,“ segir Katrín hlæjandi. Einar Jón þjá lfar aðal lega í íhlaupum fyrir Katrínu og föður hennar. „Hann er teknískari en ég meira í grunninum. Svo þegar ég er komin lengra fæ ég hann oft með mér á æfingar til þess að kenna svona auka.“ Spurð að lokum um hvort sé nú betra í júdó, hún eða maðurinn hennar, stendur ekki á svari: „Ég er nú bara nokkuð góð í standandi glímu. En pabbi minn segir að ég sé frekar léleg í gólfglím- unni. Ég virðist alltaf tapa því ég er alltaf ólétt. Þannig að við erum svona nokkuð jöfn,“ segir Katrín skellihlæjandi að lokum. Íþróttafélagið Nes ætlar að halda bingó laugardaginn 15. mars í Holtaskóla, kl.13:00. Fjöldi góðra vinninga. Verð á bingóspjaldi er einungis 500 kr.   Allir velkomnir. Nes-Bingó n Þjálfar júdó á síðustu vikum meðgöngu: „Stelpurnar sýna bara hver annarri“ Einar Jón Sveinsson, Katrín Ösp Magnúsdóttir og Magnús Hersir Hauksson. Katrín Ösp Magnúsdóttir gerir teygjuæfingar með ungri júdókonu úr Vogum á Vatnsleysuströnd. Katrín Ösp Magnúsdóttir er 27 ára Vogamær og komin tæpa 9 mánuði á leið með sitt fjórða barn. Hún þjálfar 7 - 10 ára stúlkur í júdó og ætlar að halda því áfram eins lengi og hún getur.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.