Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.03.2014, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 13.03.2014, Blaðsíða 12
fimmtudagurinn 13. mars 2014 • VÍKURFRÉTTIR12 Samsettir fjáröflunarpakkar eða sérsniðnir eftir óskum hópsins Öflug fjáröflun fyrir hópinn www.rekstrarland.isRekstrarland | Skeifunni 11 | 108 Reykjavík | Sími 515 1100 PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 3 2 87 4 Hafið samband við sölumenn Rekstrarlands eða næsta útibú Olís og leitið tilboða. Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf. Reykjanesbær 420 1000 Grindavík 426 7500 SAFNAHELGI Á SUÐURNESJUM 15. OG 16. MARS Dagskrá Reykjanesbær Sjá alla dagskrá á safnahelgi.is Ókeypis aðgangur Víkingaheimar, Víkingabraut 1 Opið laugardag og sunnudag kl. 12.00-17.00. Sjá vikingaheimar.is. Laugardagur kl. 14.00-16.00 kynning á Víkingafélagi Reykjaness, Völundr. Sunnudagur kl. 15.00 kynning á Ásatrúarfélaginu. Fimm sýningar í húsinu: 1. Víkingaskipið Íslendingur sem sigldi til Ameríku árið 2000 og ýmsir gripir tengdir siglingunni. 2. Víkingar Norður-Atlantshafsins, sýning um siglingar og landnám norrænna manna sem unnin var í samstarfi við Smithsonian stofnunina í Bandaríkjunum. 3. Landnám á Íslandi, merkar fornleifar af Suðurnesjum. Á sýningunni má m.a. sjá gripi úr Hafurbjarnarkumlinu og nýjustu fornleifarannsókninni í Vogi Höfnum. 4. Örlög guðanna, sýning um norræna goðafræði. Heimsmynd víkinganna er þarna se’ fram á listilegan máta þar sem frásögn, myndlist og tónlist flé’ast saman á nýstárlegan há’. 5. Söguslóðir. Kynning á helstu söguslóðum á Íslandi unnin í samstarfi við Samtök um sögutengda ferðaþjónustu. Duushús, Duusgata 2-8, Opið laugardag og sunnudag 13.00-17.00. Listasafn Reykjanesbæjar / Duushús Sýningin Mannlegar víddir, samsýning á mannamyndum e™ir Stephen Lárus Stephen og Stefán Boulter. Laugardagur kl. 14.00, formleg opnun á sýningunni, allir velkomnir. Sjá reykjanesbaer.is/listasafn Byggðasafn Reykjanesbæjar / Duushús. Sýningin Vertíð, þyrping verður að þorpi. Sjá reykjanesbaer.is/byggdasafn. Bátasafn Gríms Karlssonar / Duushús. Bein útsending frá súluvarpinu í Eldey alla helgina. Rúmlega 100 bátalíkön og munir tengdir sjávarútvegssögu Íslendinga. Bíósalur / Duushús. Gamlar bæjarlífsmyndir frá Njarðvík sýndar á tjaldi allan daginn. Viðar Oddgeirsson útbjó til sýningar. Bókasafn Reykjanesbæjar, Ráðhúsinu Tjarnargötu 12 Opið laugardag: 11.00-17.00. Myndasögusýning úr bók Arne Bellstorf, Baby´s in Black en bókin ¢allar um bernskuár Bítlanna. Í hnokkadeild er sýning á myndskreytingum þýska myndskreytisins Wolf Erlbruch m.a. úr Moldvarpan sem vildi vita hver skeit á hausinn á henni. Sjá reykjanesbaer.is/bokasafn. Orkuverið jörð, Reykjanesvirkjun Opið laugardag kl. 12.30-15.30. Sýningin rekur sögu orkunnar frá Miklahvelli að virkjun jarðhita á Íslandi. Sjá powerplantearth.is. Skessan í hellinum. Svarti hellir við smábátahöfnina í Gróf, opið laugardag og sunnudag kl. 10:00 – 17:00. Skessa Herdísar Egilsdó’ur býður gestum og gangandi að heimsækja sig í hellinn. Sjá skessan.is. Rokkheimur Rúnars Júlíussonar, Skólavegi 12, opið laugardag og sunnudag 14:00 – 17:00. Sjá runarjul.is. Slökkviliðssafn Íslands, Seylubraut 1, Innri-Njarðvík (Safnamiðstöðin Rammi). Opið laugardag og sunnudag 13.00-17.00. Sýning þar sem aldarlöng saga slökkviliða á Íslandi er rakin eins og hún birtist í bílum og tækjabúnaði auk ¢ölda ljósmynda frá þessari sögu. Íbúð kanans, lífið á vellinum, Life on a Nato Base, Grænásbraut 607, West Avenue á Ásbrú. Opið laugardag og sunnudag 13.00-17.00. Sýning um hversdagslíf bandarískra hermanna á varnarstöðinni í Keflavík. Ekki missa af Ávaxta- körfunni! Ég fór á frumsýningu Leik-félags Keflavíkur á Ávaxta- körfu hennar Kikku í leikstjórn Gunnars Helgasonar í Frumleik- húsinu föstudagsvöldið síðasta. Þekkti verkið og fallegan boð- skap þess nokkuð vel, hafði eins og margir foreldrar spilað ví- deospóluna upp til agna á sínum tíma fyrir dætur mínar. Bjóst við huggulegri kvöldstund en kannski ekki við miklu nýju. Raunin varð heldur betur önnur. Ávaxtakarfa Leikfélags Keflavíkur setur nýjan ramma og kraftmikinn um boðskapinn sem á alltaf við en þarf stöðugt að minna á: Fögnum fjölbreytileikanum, berum virðingu fyrir hvort öðru, látum ekki einelti og fordóma viðgangast - og pössum hvort annað. Þetta er kraftmikil, fyndin, vel leikin - og sungin - sýning þar sem leikgleðin og fjörið hrífa litla sem stóra. Allt frá allra yngstu áhorf- endunum og unglingum til foreldr- anna og ammanna og afanna. Missið ekki af þessari sýningu Suðurnesjamenn. Mætið ein og sér, eða í smærri hópum, og skemmtið ykkur konunglega. Og styðjið við öflugt áhugastarf í heimabyggð. Takk fyrir mig. Eysteinn Eyjólfsson BLÓMAVAL LEITAR AÐ ÖFLUGUM LIÐSMANNI Húsasmiðjan/Blómaval vill ráða starfsmann í Blómaval Fitjum. Um er að ræða fullt starf og þarf viðkomandi að hefja störf sem fyrst. Ábyrgðarsvið: - Deildarstjórastaða. - Daglegur rekstur Blómavals, inn- kaup og umsjón með skreytingum. - Gerð samúðarskreytinga og gerð krossa og jarðafararskreytinga. - Almenn afgreiðsla og annað tilfallandi. Hæfniskröfur: - Alhliða þekking á rekstri blómaverslunar. - Kunnátta í gerð skreytinga og meðferð inni- og útiblóma. - Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð. Umsóknir berist til Einars L. Ragnarsonar, einarr@husa.is. -menning pósturu vf@vf.is ÁVAXTAKARFAN ALGJÖR SNILLD Söngleikurinn Ávaxtakarfan var frumsýndur hjá Leikfélagi Kefla-víkur um síðustu helgi. 15 ár eru síðan höfundurinn Kristlaug Mar- ía, eða Kikka eins og hún er oftast nefnd, samdi þetta skemmtilega verk um ávextina í ávaxtakörfunni sem allir ættu að þekkja. Það verður að segjast eins og er að Leikfélagi Keflavíkur tekst vel upp í sviðssetningu sinni á verkinu, sýningin er eiginlega algjör snilld. Ávaxta- karfan er söngleikur með boðskap sem á bæði við börn og fullorðna. Uni- drritaður mætti á frumsýningu ásamt sjö ára dóttur sinni og það verður að segjast að leikarar héldu góðri athygli hjá litlu hnátunni allan tímann og þrátt fyrir að Ávaxtakarfan hafi farið á stærri svið, verið sett á hvíta tjaldið og gefin út á DVD, þá hafði blaðamaður Víkurfrétta aldrei séð verkið í heild sinni. Það má alveg mæla með fjölskylduferð á Ávaxtakörfuna í Keflavík. Allar sýningar um komandi helgi eru hins vegar uppseldar. Upplýsingar um miðasölu má fá í síma 421-2540 og á www.lk.is

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.