Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.03.2014, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 13.03.2014, Blaðsíða 8
fimmtudagurinn 13. mars 2014 • VÍKURFRÉTTIR8 -fréttir pósturu vf@vf.is SAFNAHELGI Á SUÐURNESJUM VIÐBURÐIR REYKJANESBÆ Sýningin MANNLEGAR VÍDDIR opnar í Listasafni Reykjanesbæjar í Duushúsum laugardaginn kl. 14:00. Samsýning á mannamyndum e‰ir Stephen Lárus Stephen og Stefán Boulter. Allir hjartanlega velkomnir. Ný víkingafélag Reykjaness, Völundr, kynnir starfsemi sína í Víkinga- heimum laugardaginn kl. 14-16. Félagið er í mótun en áhugasamir geta ræ‘ við félagsmenn um starfsemina og framtíðarsýn félagsins. Einnig verða nokkur handbrögð sýnd, eins og spjald- vefnaður, nálbinding og annað frá tímum víkinganna.  Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargoði og Jóhanna Harðardóir, Kjalnesingagoði heimsækja Víkinga- heima kl 15:00 á sunnudag og kynna Ásatrúarfélagið og lífssýn heiðinna manna á Íslandi fyrir gestum og gangandi. Gamlar bæjarlífsmyndir frá Njarðvík sýndar á tjaldi í Bíósal Duushúsa kl. 13 – 17 laugardag og sunnudag. Viðar Oddgeirsson útbjó til sýningar. VIRKJUN AÐALFUNDUR Aðalfundur Virkjunar mannauðs og velferðar verður haldinn fimmtudaginn 20.mars 2014 kl. 11:00 í fundar- sal Virkjunar á Ásbrú. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Lagabreytingar Önnur mál Íþróa- og tómstundasvið Reykjanesbæjar. ATVINNA RÆSTITÆKNIR við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Um er að ræða 100% starf sem unnið er á dagvinnutíma. Starfið felst í þrifum á húsnæði skólans í Hljómahöll og umsjón með kennarastofu, ásamt reglubundnum þrifum á píanóum, flyglum og öðrum stærri búnaði. Einnig umsjón með sérstakri kennarastofu í Myllubakkaskóla. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf 1. apríl nk. Umsóknarfrestur er til 25. mars. Sækja skal um starfið á vef Reykjanesbæjar. Nánari upplýsingar gefur Haraldur Á. Haraldsson, skólastjóri í síma 420-1400. 15% afsláttur* Af öllum pa kkningum * Gildir í ma rs Skemmtinefnd Lionessuklúbbs Keflavíkur stendur fyrir hinni árlegu Góugleði ár hvert. Á þessu kvöldi er ávallt happdrætti sem allir taka þátt í. Vinningum er safnað hjá einstaklingum, fyrir- tækjum og þá gefa fjölmargir listamenn vinninga til happ- drættisins. Ágóðinn af happdrættinu er not- aður til að styrkja þá sem þurfa á aðstoð að halda og það hefur klúbburinn gert í ein 25 ár. Í ár veitti skemmtinefnd Lionessu- klúbbs Keflavíkur 300.000 króna styrk til Hæfingarstöðvarinnar við Hafnargötu 90 í Reykjanesbæ. Hæfingarstöðin er að byggja sig upp að nýju en þar vantar ýmis- legt eftir að myglusveppur gerði vart við sig í húsnæðinu þannig að henda þurfti fjölmörgum hlutum á haugana og gera endurbætur á húsnæðinu. Fanney St. Sigurðardóttir, forstöðu- þroskahjálfi, vill koma á framfæri þakklæti fyrir hönd Hæfingar- stöðvarinnar til Lionessa í Keflavík fyrir stuðninginn, sem mun koma að góðum notum. Tíu í framboði hjá D-lista í Garðinum Eftirtaldir aðilar hafa til-kynnt um framboð sitt á lista sjálfstæðismanna og óháðra (D-lista) í Sveitarfélag- inu Garði í komandi sveitar- stjórnarkosningum 2014. Próf- kjör verður haldið og það kynnt nánar þegar nær dregur. Ágústa Ásgeirsdóttir 3. sæti. Bjarki Ásgeirsson 1.-7. sæti. Björn Vilhelmsson 1.-3. sæti. Björn B Vilhjálmsson 5.-7. sæti. Brynja Kristjánsdóttir 2. sæti. Einar Jón Pálsson 1. sæti. Einar Tryggvason 3.-4. sæti. Gísli Heiðarsson 1.-3. sæti. Jónína Magnúsdóttir 2. sæti. Sævar Leifsson 1.-3. sæti. Grindvíkingar með gangvirka þjónustu „Bæjarbúar komnir í beint samband við bæinn sinn“ Grindavíkurbær hefur opnað Íbúagátt, gagnvirka þjón- ustu við bæjarbúa á heimasíðu bæjarins. Með opnun Íbúagáttar- innar er tekið stórt skref í raf- rænni, gagnvirkri þjónustu við bæjarbúa. Á heimasíðu Grindavíkurbæjar segir Róbert Ragnarsson bæjar- stjóri að með tilkomu íbúagáttar- innar hafi Grindavíkurbær stigið enn eitt skref í átt að markmiðum sínum um skilvirka og ábyrga stjórnsýslu. „Segja má að með íbúa- gáttinni séu bæjarbúar komnir í beint samband við bæinn sinn því nú geta þeir með rafrænum hætti sótt um þjónustu til sveitarfélags- ins, sent inn formleg erindi, fylgst með framgangi sinna mála, komið ábendingum á framfæri og ýmis- legt fleira. Greiðslustöðu gagnvart Grindavíkurbæ er hægt að skoða í gegnum Bæjardyr á forsíðu bæjar- ins,“ segir Róbert en hann hvetur jafnframt íbúa til þess að nýta sér þessa nýjung í þjónustu og koma ábendingum sem betur má fara á framfæri og þannig aðstoða við að gera þjónustuna enn gagnlegri. Sem dæmi fara allar leikskólaum- sóknir núna í gegnum Íbúagáttina, umsóknir í Vinnuskólann í sumar, hægt er að senda inn formleg er- indi, fylgjast með málum sem send hafa verið inn til bæjarins o.fl. n Happdrætti Lionessuklúbbs Keflavíkur: 300.000 krónur til Hæfingarstöðvarinnar Lionessur ásamt Fanney forstöðuþroskaþjálfa og þeim Ara Páli Vignissyni og Berglindi Daníelsdóttur. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson SJÓNVARP VÍKURFRÉTTA fimmtudagsk völd kl. 21:30 á ÍNN og á vf.is

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.