Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.03.2014, Blaðsíða 31

Víkurfréttir - 13.03.2014, Blaðsíða 31
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 13. mars 2014 31 www.vf.is LESTUR VINSÆLASTI FRÉTTAMIÐILL Á SUÐURNESJUM + 83% -íþróttir pósturu eythor@vf.is AÐALFUNDIR DEILDA UMFN  verða haldnir í Íþróttahúsinu í Njarðvík og hefjast eftirfarandi daga: 24. mars Sunddeild kl. 19:30 24. mars Knattspyrnudeild kl. 20:00 (íþróttavallarhúsinu) 25. mars Körfuknattleiksdeild kl. 19:30 26. mars Júdódeild kl. 19:30 27. mars Massi - kraftlyftingadeild kl. 19:30 10. apríl Aðalstjórn UMFN kl. 19:30 FULLTRÚARÁÐS- FUNDUR Stjórn Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ boðar til fulltrúaráðsfundar fimmtudaginn 20. mars 2014 kl. 20:30 í Sjálfstæðishúsinu í Njarðvík, Hólagötu 15. Dagskrá fundarins: • Tillaga kjörnefndar að framboðslista Sjálfstæðis- flokksins í Reykjanesbæ fyrir sveitar- stjórnarkosningarnar 2014. Einungis fulltrúar sjálfstæðisfélaganna í fulltrúaráði hafa atkvæðisrétt á fundinum. • Önnur mál. Stjórn Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ Suðurnesjamenn eignuðust fjölda bikarmeistara Úrslitin í bikarkeppni yngri flokka í körfubolta fóru fram í Grinda-vík um liðna helgi með miklum glæsibrag. Að venju voru Suður- nesjaliðin að berjast um flesta þá bikartitla sem í boði voru og sóttu fimm nýja í safnið. Leikirnir voru allir sýndir á SportTV sem verður að teljast glæsilegt framtak. Suðurnesjamenn eignuðust fjölda bikarmeistara um helgina, en alls fimm lið unnu bikar að þessu sinni. Þrátt fyrir að veðurguðirnir séu ekki á því að vorið sé á næsta leyti þá kemur úrslita- keppnin í körfubolta vanalega með vorið með sér. Í karlaflokki hefst úrslitakeppnin þann 20. mars. Tvær umferðir eru eftir í deildinni og eru línur þegar farnar að skýrast. KR-ingar hafa tryggt sér efsta sætið og deildar- meistaratitilinn á meðan Keflvík- ingar og Grindvíkingar berjast um annað sætið. Í kvöld, fimmmtudag, leika Grind- víkingar á útivelli gegn Þór á meðan Keflvíkingar fá ÍR-inga í heimsókn. Í lokaumferðinni leika Grindvíkingar svo heima gegn Skallagrími á meðan Keflvíkingar heimsækja Hólmara. Keflvíkingar hafa nú tapað þremur leikjum í röð í deildinni og virðist vera örlítð hikst á mönnum Andy Johnston. Grindvíkingar eru sjóðheitir og hafa aðeins tapað einum leik eftir áramótin. Sem nýbakaðir bikar- meistarar eru þeir til alls líklegir. Njarðvíkingar eiga eftir að leika gegn Stjörnunni og ÍR en liðið er sem stendur í fjórða sæti. Bæði Haukar og Þór gætu náð Njarð- víkingum en þeir grænu hafa þó örlögin í sínum höndum. Njarð- víkingar voru búnir að tapa þremur leikjum í röð fyrir síðustu umferð en þá kafsigldu þeir ÍR-inga svo hugsanlega eru þeir komnir í gang. Ef úrslitakeppnin hæfist núna myndu þessi lið mætast: Keflavík - Stjarnan Gríndavík - Þór Njarðvík - Haukar KR - Snæfell Keflvíkingar mæta Haukum Í kvennaboltanum eru Keflvíkingar einu fulltrúar Suðurnesja í úrslita- keppninni í ár. Úrslitakeppnin hefst á laugardaginn 15. mars en Kefl- víkingar leika þá gegn bikarmeist- urum Hauka á útivelli í fyrsta leik. Liðni hafa mæst fjórum sinnum í deildinni í vetur og hafa Haukar unnið þrisvar. Haukar slógu einn- ig Keflvíkinga út úr bikarkeppnini í ár. Erfitt gæti reynst fyrir Kefl- víkinga að hemja Lele Hardy besta leikmann deildarinnar og Haukana en leikir liðanna hafa verið nokkuð spennandi í vetur. Grindvíkingar á mikilli siglingu HeimavöllurÞróttara verður Vogabæjarvöllur Knattspyrnudeild Þróttar úr Vogum og Vogabær ehf. gerðu með sér tveggja ára samning þess efnis að heima- völlur félagsins mun heita Voga- bæjarvöllur næstu tvö árin. Samningurinn var handsalaður af Marteini Ægissyni, formanni knattspyrnudeildar Þróttar og Leifi Grímssyni framkvæmda- stjóra Vogabæjar í getraunakaffi félagsins síðasta laugardag. - Úrslitakeppnin handan við hornið BIKARGLEÐI Í GRINDAVÍK 9. flokkur kvenna hjá Keflvíkingum. Þær unnu sigur gegn Hrunamönnum. Stúlknaflokkur Keflavíkur vann sigur gegn Haukum. Grindvíkingar fögnuðu bikartitli í 11. flokki karla eftir sigur gegn Breiðablik Unglingaflokkur Keflavíkur urðu bikarmeistarar eftir spennandi sigur gegn Haukum. 10. flokkur Njarðvíkinga varð bikarmeistari eftir sigur gegn grönnum sínum í Keflavík.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.