Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.03.2014, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 13.03.2014, Blaðsíða 14
fimmtudagurinn 13. mars 2014 • VÍKURFRÉTTIR14 „Síðustu ár hafa komið um 2000 gestir og það er fjórfalt meira en kemur um venjulega helgi. Kynn- ingin hefur því skilað sér,“ segir Valgerður Guðmundsdóttir, fram- kvæmdastjóri menningarsviðs hjá Reykjanesbæ. Safnahelgin á Suður- nesjum er nú haldin í sjötta sinn og markmiðið með henni hefur frá upphafi verið að sýna lands- mönnum hversu öflugt safna- og setrastarf blómstar á Suðurnesjum. Fjölbreytni safna einstök Tilurð Safnahelgarinnar var þegar Menningarsjóður Suðurnesja var stofnaður á sínum tíma og leitað var að verkefnum sem öll sveitar- félög á Suðurnesjum gætu unnið sameiginlega að. „Söfn, safnvísar og sýningar nálgast á annan tug og eru þá bókasöfnin ekki talin með. Fjölbreytni safna á svæð- inu er líklega einstök miðað við stærð svæðisins. Fólk getur kynnst sögunni frá því fyrir landnám og til okkar tíma, margvíslegum at- vinnuháttum, listum og náttúru,“ segir Valgerður. Allt frá sköpun jarðar til poppsins Poppsagan er rakin í Rokkheimum Rúna Júl, sköpun jarðar og nýting orkunnar er tekin fyrir í Orku- veitunni jörð og náttúru sjávarins er hægt að kynnast í Þekkingar- setrinu í Sandgerði. Þá verða sjó- sókn og vinnsla sjávaraflans kynnt á a.m.k. fjórum söfnum í þremur mismunandi bæjar fé lögum. Nýjustu sýningarnar verða í Víkingaheimum, m.a. um forn- minjar á Suðurnesjum. Nýstofnað víkingafélag verður með kynn- ingu og Ásatrúarfélagið kynnir sína starfsemi. „Íbúð Kanans er líka splunkunýr sýningarstaður á Ásbrú sem áhugavert er að skoða. Einnig verður opin sýning í eina listasafninu á svæðinu, Listasafni Reykjanesbæjar í Duushúsum. Þar verða sýndar portrettmyndir eftir málarana Stephen Lárus Stephen og Stefán Boulter,“ segir Valgerður. Frítt inn alls staðar Safnahelgin hefur verið liður í menningartengdri ferðaþjónustu og höfða til höfuðborgarsvæðisins og reyna að ná til höfuðborgar- búa. Suðurnesjabúar hafa einnig notið þess að kíkja líka. Mörg gall- erí og listhús verða líka opin og dagskrána er að finna vefsíðunni safnahelgi.is. „Fyrirtækin í sveitar- félögunum hoppa einnig á vagninn og gera eitthvað í tilefni helgar- innar. Margir staðanna eru ekki endilega opnir á þessum árstíma og það verður alls staðar frítt inn. Því er upplagt fyrir heimamenn að nýta sér það,“ segir Valgerður. -mennig og mannlíf pósturu vf@vf.is Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar Opin sýningarhelgi Líttu við um helgina Í tilefni af opnun sýningarinnar Íbúð kanans sem allar um hversdagslíf bandarískra hermanna á varnarstöðinni í Keflavík viljum við bjóða Suðurnesjamönnum í heimsókn helgina 11.-12. maí frá kl. 13.00 – 16.00, sýningin er haldin á Grænásbraut 607 á Ásbrú. Sýningin hvetur til samtals um hálfrar aldar sögu varnarliðs á Íslandi en segja má að Bandaríkjamenn, hermenn og borgarar sem störfuðu á varnarstöðinni á Miðnesheiði hafi verið hluti af daglegu lífi Suðurnesjamanna óslitið í hálfa öld. Þetta er vinsamlega snertið sýning. Gestir eru hvattir til þess að miðla sinni reynslu og sögu og geta þeir skráð hana í gestabók á staðnum. Þá verður hægt að gefa muni til sýningarinnar og verður hún uppfærð eftir því sem ábendingar berast frá gestum. Íbúð kanans, lífið á vellinum Life on a NATO base Sýning um hversdagslíf bandarískra hermanna á varnarstöðinni í Keflavík SP 607 West Avenue á Ásbrú SAMFÉLAG FRUMKVÖÐLA, FRÆÐA OG ATVINNULÍFS Safnahelgin á Suðurnesjum haldin í sjötta sinn Ókeypis og við allra hæfi William Young, Guðrún Helga Mehring, Monique Mehring, Sigríður Anna Adolfsdóttir, Vilhelm Bernhöft Adolfsson, Hildur Björk Sigurgeirsdóttir, og fjölskyldur. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, systir og mágkona, Hrafnhildur Betty Adolfsdóttir Young sem lést 10. janúar 2014, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju, föstudaginn 14. mars kl. 13:00. Allar vörur í verslun á 50% afslætti Fatnaður og snyrtivörur. Neðri hæð með fatnað frá kr. 300 - kr. 1000. Opið virka daga frá kl. 13:00-18:00. Laugardaga frá kl. 11:00-15:00. Menningarvika Grindavíkur er nú haldin í sjötta sinn og er dagskráin að þessu sinni sér- lega glæsileg í tilefni 40 ára kaup- staðarafmælis. Formleg setning hátíðarinnar verður í Grinda- víkurkirkju laugardaginn 15. mars kl. 17:00. Eftir setninguna er gestum boðið í safnaðarheim- ilið í fjölmenningarlegt veislu- hlaðborð. Grindvískir íbúar frá Filippseyjum, Tælandi, Póllandi og fyrrum Júgóslavíu kynna og bjóða upp á rétti frá sínum heimalöndum. Sem fyrr er uppi- staðan í Menningarvikunni fram- lag heimafólks auk þess sem fjöldi landsþekktra tónlistar manna, listamanna og skemmtikrafta heimsækja Grindavík. Menning- arvikunni hefur verið vel tekið undanfarin ár. Allir leggjast á eitt við að bjóða upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá. Tónleikar, skemmtanir, frásagnir, sýningar og uppákomur út um allan bæ. Ætla að fylla íþróttahúsið „Menningarvikan verður óvenju glæsileg í ár. Grindavík heldur upp á 40 ára kaupstaðarafmæli sitt í ár og öllu verður tjaldað til,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs. Haldið verður upp á afmælið jafnt og þétt allt árið en menningarvikan Uppistaðan framlag heimafólks n Menningarvika í Grindavík að bresta á: er óvenju stór og það verður Sjóar- inn síkáti einnig. „Afmælisagurinn sjálfur er 10. apríl og verður haldið upp á hann með pompi og prakt. Það verður veisluborð menningar alla þessa viku; myndlistarsýningar, ljósmyndasýningar, fyrirlestrar og ráðstefnur um hitt og þetta og svo endar þetta með stórtónleikum í íþróttahúsinu þar sem fram koma Fjallabræður, Lúðrasveit Vest- mannaeyja, Lúðrasveit Grinda- víkur og Jónas Sig.“ Tónleikarnir eru sérstaklega settir saman vegna afmælisins og Lúðrasveit Vest- mannaeyja á t.a.m. 75 ára afmæli á tónleikadaginn, 22. mars. „Við ætlum að fylla íþróttahúsið, 750 manns, og búið er að leigja stærsta og nýjasta hljóðkerfi landsins fyrir tónleikana. Engu verður til sparað til að gera þessa tónleika sem veg- legasta,“ segir Þorsteinn. Eitthvað fyrir alla aldurshópa Dagskráin er að sögn Þorsteins hugsuð fyrir alla aldurshópa og t.a.m. verður listasmiðja fyrir yngstu krakkanau. „Kennarar í bænum sem hafa sett saman frá- bæra dagskrá með tónlist og mynd- list, fyrir unglingana líka. Þetta er náttúrulega Grindvíkingar sem sýna það sem þeir hafa fram að færa og svo blöndum við inn í þetta menningu frá öðrum líka. Góður kokteill.“ Kristinn Reimarsson kom Menningarvikunni af stað á sínum tíma og hún hefur vaxið jafnt og þétt. Þorsteinn segir að þessi vika sé eitthvað sem Grindvíkingar bíði mjög spenntir eftir. „Svo eru brottfluttir Grindvíkingar og aðrir sem tengjast Grindavík á einn eða annan hátt mjög duglegir að koma. Mér finnst líka gaman að sjá að það eru fleiri og fleiri Suðurnesjamenn sem eru duglegir að mæta á svæðið og mér þykir mjög vænt um það,“ segir Þorsteinn. Pottaspjall með bæjarfulltrúum Þá ætla bæjarfulltrúar í Grindavík að vakna snemma þessa í Menn- ingarvikunni og skiptast á að mæta í heita pottinn. „Það eru kosningar um sjómannadagshelgina og þeir ætla að mæta í pottinn klukkan sjö og spjalla um lífsins gagn og nauðsynjar og það sem er efst á baugi fyrir kosningarnar í vor.“ Til að kynna sér einstaka dagskrár- liði Menningarvikunnar nægir að fara inn á vefsíðu bæjarins, grinda- vik.is. „Svo höfum við líka auglýst víða og verið sýnileg þannig að það er mjög auðvelt að nálgast dag- skrána,“ segir Þorsteinn að lokum og hvetur Grindvíkinga, sem og alla Suðurnesjamenn, til að fjöl- menna á menningarviðburðina. Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri frístunda- og menningar- sviðs Grindavíkur.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.