Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.04.2014, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 10.04.2014, Blaðsíða 6
fimmtudagurinn 10. apríl 2014 • VÍKURFRÉTTIR6 Flugstöð Leifs Eiríkssonar er fjölmennasti vinnustaður á Suðurnesjum og hann er oft í fréttum hjá okkur á Víkurfréttum. Við Suðurnesjamenn montum okkur af þessu vinsæla húsi enda hefur flugstöðin komið okkur til bjargar í atvinnulegu tilliti, sérstaklega árin núna eftir bankahrun. Fjölgun ferðamanna hefur aldeilis skilað sér í fleiri störfum tengdum ferðaþjónustunni í og við flugstöðina. Öllu þessu höfum við fagnað enda eru Suðurnesjamenn í miklum meirihluta í þessum störfum og frekari uppbygging fyrirtækja skilar sér einnig í fleiri tækifærum fyrir Suðurnesjamenn. Tvö mál tengd flugstöðinni sem komu í umfjöllun eða fréttum í vikunni vekja mann til umhugsunar. Í nýrri stjórn Isavia sem skipuð var af pólítíkinni nú í tengslum við aðalfund félagsins í byrjun vikunnar er ekki skipuð neinum Suðurnesjamanni en einum í varastjórn, Jóni Norðfjörð. Það er vægast sagt sérstakt að það sé virkilega ekki til frambærilegur einstaklingur á eða frá Suðurnesjum sem þarna ætti að eiga sæti. Er það ekki eðli- legt í þessari fjandans pólitík að hún hugi að því að hafa fulltrúa frá því svæði sem hýsir flugstöðina? Við viljum ekki trúa því að það séu ekki til nógu góðir kandídatar frá Suðurnesjum í þessa stjórn. Maður hefði haldið að Sjálfstæðisflokkurinn sem er með sterkustu stöðu allra flokka í Suðurkjördæmi og í Reykjanesbæ hefði notað tækifærið og tilnefnt aðila en því miður fann hann engan í stjórnina. Heimamenn sem láta sér þetta mál varða, ekki síst forráðamenn flokksins hér á svæðinu hljóta að vera vonsviknir, svo ekki sé meira sagt, og hljóta að krefjast svara. Sama er uppi á teningnum hjá hinum flokkunum nema Sam- fylkingu en þaðan kemur Sandgerðingurinn Jón varamaður. Hitt málið er skráning Keflavíkurflugvallar, áfangastaðar út- lendinga hér þegar þeir lenda á Íslandi. Í nær öllum tilfellum er nafnið REYKJAVÍK skráð á flugvöllum í útlöndum. Hvernig í ósköpunum stendur á því að því að KEFLAVÍK sé ekki haft eða alla vega með (Reykjavík/Keflavík) þannig að flugfar- þegar viti hvar þeir eru að lenda? Steinþór Jónsson, hótelstjóri í Keflavík benti réttilega á þetta nýlega og sagðist ætla að fylgja málinu eftir með aðilum tengdum málinu frá Suðurnesjum og flugfélögunum. Hann benti á að margir útlendingar væru mjög hissa þegar þeir lentu hér og hefðu þær upplýsingar að hótelið þeirra í Reykjavík væri aðeins 5-10 mínútur frá alþjóða- flugvellinum. Er ekki málið að kippa þessu í lag í eitt skipti fyrir öll. Það getur varla verið stórmál fyrir flugfélögin. Suðurnesjamenn eru ekki nógu góðir -ritstjórnarbréf vf.is Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Þórgunnur Sigurjónsdóttir, thorgunnur@vf.is Afgreiðsla: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Páll Ketilsson skrifar SÍMI 421 0000 -instagram #vikurfrettir Mynd: kristinmaria Texti: Eyþór Sæmundsson // eythor@vf.is Keflvísk samvinna að löngu gleymdri galdrabók - Arnar Fells Gunnarsson dúxaði með Galdraskræðu Keflvíkingurinn Arnar Fells Gunnarsson er útskrif-aður grafískur hönnuður frá Listaháskóla Íslands. Hann ákvað að ráðast í metnaðarfullt lokaverkefni þar sem hann tók fyrir efni sem honum var afar hug- leikið. Hann gerði sér lítið fyrir og endurgerði bókina Galdraskræðu eftir Jochum Magnús Eggertsson, einnig þekktur sem Skuggi, en bókin sú hafði verið ófáanleg um áratugaskeið. Fyrst kom hún út árið 1940 í litlu upplagi, en henni var misvel tekið enda viðfangsefnið umdeilt. Á öðru ári í Listaháskólanum sótti Arnar tíma hjá Guð- mundi Oddi Magnússyni prófessor við skólann. Í þeim áfanga voru skoðaðir íslenskir galdrastafir og var Galdra- skræða Skugga aðal rannsóknarverkið. Arnar hrósaði happi yfir því enda fróður og áhugasamur um flest verk Skugga. Arnar segir að Skuggi hafi verið jaðarrithöfundur sem naut ekki mikillar hylli samtímamanna sinna. Hann var til að mynda harðlega gagnrýndur fyrir kenningar sínar um að landnám Íslendinga væri sögufölsun og að landið hefði fyrst verið byggt af hámenningu Krýsa sem höfðu m.a. aðsetur í Krýsuvík. „Skuggi var beittur penni og oftar en ekki upp á kannt við aðra. Þegar hann gerði Galdraskræðu héldu eflaust margir að hann væri endan- lega búinn að tapa glórunni. Það þorði enginn að gefa nokkuð út um galdra á þessum tíma, til þess hefur þurft sterkan karakter.“ Tilviljun réði því að Arnar fór í samstarf með Lesstofunni sem er bókaútgáfa sem var stofnuð árið 2011. Markmið hennar er að gefa út áhugaverðar bækur, gamlar sem og nýjar. Þar eru tveir Keflvíkingar innanborðs, þeir Svavar Steinarr Guðmundsson og Þorsteinn Surmeli. Arnar frétti af því að Lesstofan hyggðist endurútgefa Galdraskræðu. Hann setti sig í samband við þá Þorstein og Svavar og úr varð samstarf. Upphaflega ætlaði Lesstofan að ljós- rita bókina og hreinskrifa hana. Arnar vildi fara með verkefnið alla leið og ráðist var í að endurteikna upp alla galdrana og gera bókina að eigulegum grip. Ærið verk var því fyrir höndum en Arnar þurfti í raun að hreinskrifa upp allan textann og teikna upp galdrana og táknin sem telja yfir fimmtán hundruð. Arnar sá um uppsetningu og hönnun á bókinni en verk- efnið varð á endanum að útskriftaverkefni hans við Lista- háskólann. Svo vel tókst til að Arnar hlaut hæstu einkunn frá skólanum fyrir verkefnið og dúxaði með glæsibrag. „Þetta er magnaður hópur af algjörum snillingum. Það er í raun aðdáunarvert hvað þau eru miklir bókamógúlar. Það var mjög gaman að vinna með þeim“ segir Arnar um Lesstofuna sem hefur unnið hörðum höndum við að kynna bókina fyrir heimsbyggðinni. Bókin vakið áhuga víða um heim Lesstofan kynnti bókina á hinni heimsþekktu bókamessu í Frankfurt síðastliðið haust og vakti hún áhuga margra. „Bókin kom út í september og strax í kjölfarið fundum við fyrir miklum áhuga, bæði frá Íslendingum og fólki víða um heim. Salan hér heima hefur gengið mjög vel en stærstur hluti upplagsins kláraðist fyrir jólin. Við höfum líka sent mörg eintök í báðar áttir yfir hafið, t.d. til Rúss- lands, jafnvel þótt kaupendurnir hafi ekki skilið stakt orð í íslensku,“ segir Keflvíkingurinn Þorsteinn en búið er að þýða bókina á ensku. „Við vorum að fá ensku þýðinguna í hendurnar og gerum við ráð fyrir að hún muni líta dagsins ljós á allra næstu mánuðum. Sjálfur hef ég unnið í bókabúð í Reykjavík og veit hversu mikinn áhuga ferða- menn hafa á íslenskri menningu, og þá sérstaklega galdra- menningu. Hingað til hefur engin bók komið út sem veitir jafn gott yfirlit yfir galdra og Galdraskræðan og við búumst því við að margir vilji kippa eintaki með sér í heimalandið og prófa alvöru íslenskt kukl, t.d. til að ná ástum kvenna, bola burt óvinum eða gera sig ósýnilegan. Það er ýmislegt í boði,“ segir bókaútgefandinn Þorsteinn.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.