Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.04.2014, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 10.04.2014, Blaðsíða 10
fimmtudagurinn 10. apríl 2014 • VÍKURFRÉTTIR10 -aðsent pósturu vf@vf.is Auglýsing um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnarkosninga, sem fram eiga að fara 31. maí 2014 er han hjá sýslumanninum í Keavík, og verður sem hér segir á skrifstofum sýslumannsins í Keavík, Vatnsnesvegi 33, Reykjanesbæ og Víkurbraut 25, Grindavík: Reykjanesbær: • Alla virka daga til og með 2. maí frá kl. 08:30 til 15:00. • Alla virka daga 5.-30. maí frá kl. 08:30 til 19:00. • Á uppstigningardag, mmtudaginn 29. maí, frá kl. 10:00 til 14:00. • Laugardagana 3. og 10. maí frá kl. 10:00 til 12:00 og laugardagana 17. og 24. maí og á kjördag 31. maí, frá kl. 10:00 til 14:00 Grindavík: Opið virka daga og á uppstigningardag sem hér segir: • Til og með 23. maí frá kl. 08:30 til 13:00. • Dagana 26.- 28. og 30. maí frá kl. 08:30 til 18:00. • Á uppstigningardag, mmtudaginn 29. maí, frá kl. 10:00 til 14:00. Atkvæðagreiðsla á sjúkrahúsum og hjúkrunar- og dvalarheimilum aldraðra fer fram 26. til 28. maí nk. skv. nánari auglýsingu á viðkomandi stofnunum. Sýslumaðurinn í Keflavík 7. apríl 2014 Þórólfur Halldórsson sýslumaður NJARÐVÍKURSKÓLI ATVINNA Kennarar óskast til starfa á næsta skólaári. Aðallega er um að ræða kennslu á yngra- og miðstigi Menntunar og hæfniskröfur: • Kennaramenntun og ré indi til kennslu í grunnskóla • Góð íslenskukunná a • Góð hæfni í mannlegum samskiptum • Þekking á þeirri hugmyndafræði sem höfð er að leiðarljósi í skólastarfinu • Metnaður til að bæta námsárangur og vinna að framkvæmd framtíðarsýnar Reykjanesbæjar í skólamálum Umsóknum fylgi afrit af leyfisbréfi og ferilskrá, ásamt upplýsingum um meðmælendur. Nánari upplýsingar gefur Ásgerður Þorgeirsdóir skólastjóri í síma: 420 3000/863 2426 eða með tölvupósti á netfangið asgerdur.thorgeirsdoir@njardvikurskoli.is Umsóknarfrestur er til 28. apríl n.k. Sækja skal um starfið á vef Reykjanesbæjar hp://www.reykjanes- baer.is/stjornkerfi/laus-storf Karlar jafnt sem konur eru hvö til að sækja um. TÓNLEIKAR STAPI Sinfóníuhljómsveit og kammersveit frá Kraká í Póllandi Sinfóníuhljómsveit og Kammersveit Wladislaw Zelenski Tónlistarskólans í Kraká heldur tónleika í Stapa, Hljómahöll á morgun, föstudaginn 11. apríl kl.19.00. Þessar hljómsveitir, sem eru skipaðar alls um 40 nemendum á aldrinum 14- 20 ára, eru gestir Tónlistarskóla Reykjanesbæjar en Strengjasveit TR mun heimsækja Wladislaw Zelenski Tónlistarskólann í júní nk. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. Skólastjóri ÍBÚAVEFUR REYKJANESBÆJAR Með nýrri framvindustiku geta íbúar nú fylgst með því hvar hugmyndir eru staddar í ferlinu frá íbúum til stjórnsýslu. Að hugmynd fái áheyrn í fagráði eða eigi möguleika á að vera tekin fyrir sem tillaga í fagráði veltur á íbúum. Með þá töku þinni á h p://rnb.ibuavefur.is eflir þú íbúavefinn og gefur íbúum meira vægi í bæjarmálunum. Viltu það? Miðað við fjöl-miðlaumræðu og tal í sumum spjall- þáttum virðast ekki allir í 101 Reykjavík gera sér grein fyrir hversu gott er að búa í Reykjanesbæ. Þá síður að gera sér grein fyrir að okkar ákvörðun um búsetu er ekki síðri en þeirra. Alla vega hef ég per- sónulega ekki mikinn áhuga á að búa með mína fjölskyldu í miðborg Reykjavíkur eða í höfuðborginni sjálfri yfir höfuð. Á síðustu árum hefur margt verið gert til að bærinn okkar uppfylli kröfur okkar um það sem skiptir máli. Má þar nefna uppbyggingu skóla og skólastarfs en frábær árangur hefur náðst í skólum sveitarfélagsins á síð- ustu árum. Skólarnir eru jafnframt meðal fremstu skóla landsins við nýtingu tölvutækni í kennsluháttum. Uppbygging svæðis fyrir eldri borg- ara með öryggisíbúðum, þjónustu- miðstöð og hjúkrunarheimili í hjarta bæjarins, opnun Hljómahallar með Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Rokksafn Íslands í forgrunni, fegrun opinna svæða og svo mætti áfram telja. Eitt af mínum áhugamálum hefur alltaf verið umhverfismál og lagði ég mitt m.a. á vogarskálina sem for- maður Umhverfis- og skipulagssviðs til uppbyggingar Hafnargötunnar, hugmyndavinnu vegna Strandleiðar- innar, tjörn við Fitjar, falleg hringtorg við aðalgötur og svo mætti lengi telja. Reyndi meira að segja einu sinni að fá samþykki fyrir bæjarlæk niður Hafnargötuna en náði ekki stuðningi í það skiptið. Að auki hef ég reynt að bæta útlit minna fyrirtækja í gegnum tíðina og stend nú í framkvæmdum við Hótel Keflavík en vonir standa til að klára þær endanlega fyrir júní- byrjun. Allar svona framkvæmdir kalla á fjármagn en margt má þó gera án þess að þær tölur séu óyfirstígan- legar, s.s. með nýjum hugmyndum, málningu og snyrtimennsku sem kostar ekki neitt. Þá tel ég að uppbygging við Kross- móa hafi tekist einstaklega vel og ástæða til að óska hlutaðeigandi til hamingju með vel unnið verk, fal- legt húsnæði og snyrtilegt umhverfi. Þá hefur bærinn gert stórvirki í um- ferðarmannvirkjum þar í kring og er þjóðbrautin með sínum hringtorgum glæsilegur afrakstur þeirrar vinnu. En nú er aftur kominn tími á miðbæinn í Keflavík. Endurvekja þarf samtökin Betri Bæ og hvetja alla verslunareigendur í miðbæ til að taka höndum saman um sameiginleg verkefni ásamt bæjaryfirvöldum. Verkefnin sem við þurfum að klára nú þegar í vor eru: Fá bæjaryfirvöld til að lagfæra gang- stéttir og malbik þar sem nýjar skemmdir hafa komið fram. Að lista upp eigendur allra íbúðar- og verslunarhúsa sem standa við Hafnargötuna og tengdra gatna til að tengja hagsmunaaðila saman. Gera þrívíddarteikningu af Hafnar- götunni og götum þar í kring. Setja inn nýja liti, þakkanta, samræmdar merkingar o.s.frv. Fá fjármálastofnanir bæjarins til að lagfæra útlit sinna eigna ekki síðar en strax og koma með fjármagn í heildarverkefni sem eykur verðmat húsnæðis til muna. Nú er tími til góðra verka. Stöndum saman hvar í flokki sem við erum og látum verkin tala. X fyrir miðbæinn okkar. Steinþór Jónsson, Hótelstjóri á Hótel Keflavík. n Steinþór Jónsson skrifar: Bærinn okkar

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.