Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.09.2014, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 11.09.2014, Blaðsíða 17
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 11. september 2014 17 -mannlíf pósturu vf@vf.is Fjöldi fólks tók þátt í opnun Fjölskylduseturs Reykjanes- bæjar um helgina, en það var formlega opnað sl. föstudag. Í setrinu eru eru fjórir þættir sem skipa stærstan sess í starfsmei þess; almenn foreldrafræðsla, sér- tæk námskeið, forvarnarmál og rannsóknir. Árni Sigfússon fráfarandi bæjar- stjóri kynnti hugmyndafræði verkefnisins og tilurð þess. Að því loknu opnaði Anna Lóa Ólafs- dóttir forseti bæjarstjórnar setrið formlega og ræddi um mikilvægi þess að samfélagið stæði saman í málefnum fjölskyldunnar og að Fjölskyldusetur væri góð viðbót við þau úrræði sem þegar standa fjölskyldum til boða í bæjarfélag- inu. Anna Lóa Ólafsdóttir forseti bæjarstjórnar afhenti einnig Krist- ínu Lind Steingrímsdóttur mark- aðsstjóra IKEA þakklætisvott fyrir rausnarlegan stuðning við verk- efnið, en fyrirtækið sá um að inn- rétta húsið. Á laugardaginn var síðan opnunar- hátíð í Fjölskyldusetrinu þar sem leikskólabörn í Reykjanesbæ voru sérstakir boðsgestir. Fjöldi fólks heimsótti setrið á opnuninni og lét vel af nýju hlutverki húsnæðisins að Skólavegi 1. Unga fólkið var ekki síður ánægt með daginn en sérstök barnadagskrá var fyrir yngstu kyn- slóðina. Að sögn Sigurðar Þorsteins- sonar, yfirsálfræðings á fræðslu- sviði Reykjanesbæjar, og Maríu Gunnardóttur, forstöðumanns barnaverndar Reykjanesbæjar, er hið sögufræga hús á Skólaveginum, tilvalið fyrir starfssemi að þessu tagi. Þar hafi alla tíð verið innan- hús fræðsla af einhverju tagi. „Með fjölskyldusetrinu erum við að sam- eina allt það góða sem er í boði í Reykjanesbæ. Þetta er fyrsta fræða- setur fyrir fjölskyldur á landinu og við erum ægilega stolt af því að þetta skuli vera hér í Reykja- nesbæ,“ segir María. „Við fæðumst ekki sem fullkomnir foreldrar. Við þurfum fræðslu og þess vegna er svo mikilvægt að samfélagið vilji þiggja þessa þjónustu. Sigurður segir að foreldrafræðsla byggist á því að gera foreldra betri í sínu hlutverki og styrkja þá. Að fólk sé öruggt og líði vel með það sem að er að gera. Notagildi hússins á að vera margþætt að sögn Sigurðar „Við erum að bjóða húsnæðið til annara stofnanna og félaga líka. Við viljum búa til sterka heild fyrir fjölskyldurnar hérna í bænum. Við viljum að allri þeir sem hafa eitt- hvað fram að færa hafi aðstöðu til þess að koma því áleiðis. Fyrsta fjölskyldusetur á landinu -gamla barnaskólahúsið í Keflavík fær nýtt hlutverk Við fæðumst ekki sem full- komnir for- eldrar Sigurður Þorsteinsson yfirsálfræðingur á fræðslusviði Reykjanesbæjar. Anna Hulda Einarsdóttir starfsmaður á Fjölskyldusetrinu og María Gunnar- dóttir, forstöðumaður barnaverndar Reykjanesbæjar. Fjölmenni var við vígslu fjölskyldusetursins. Bæjarstjórinn og frú voru þar á meðal. Grunar að myglu- sveppur herji á Hæfingarstöðina XuGrunur er um að myglu- sveppur herji á húsnæði Hæf- ingarstöðvarinnar við Hafnar- götu í Keflavík. Ráðist var í yfirgripsmiklar framkvæmdir síðasta sumar og haust til að útrýma honum, en svo virðist sem það hafi ekki tekist. Í ljósi eðlis starfsemi Hæfingar- stöðvarinnar er mikilvægt að brugðist sé fljótt við og not- endur og starfsmenn látnir njóta vafans. Málið var tekið fyrir á fundi fjölskyldu- og fé- lagsmálaráðs Reykjanesbæjar [FFR] í gær. Þar kom fram að framkvæmdastjóri FFR hafi þegar gert öllum sem málinu tengjast grein fyrir stöðunni. Fjölskyldu- og félagsmálaráð telur mikilvægt að strax verði settur á laggirnar starfshópur um lausn á húsnæðismálum Hæfingarstöðvarinnar. Vilja bogfimiað- stöðu í Vogum XuBæjarráð Sveitarfélagsins Voga hefur tekið fyrir bréf þeirra Sigurbjargar Erlu og Guðbjargar Viðju Péturs- dætra. Þar leggja þær fram beiðni um aðstöðu til iðkunar bogfimi í sveitarfélaginu. Bæjarráð beinir erindinu til Frí- stunda- og menningarnefndar með ósk um að málið verði tekið til skoðunar. Langbest undir eitt þak XuVeitingastaðurinn Langbest á Hafnargötu hefur verið starf- ræktur í tæp 30 ár. Þrír eigendur hafa komið að rekstri á þessu tímabili og ávallt gengið vel. Árið 2000 tók staðurinn miklum breytingum eftir stórbruna sem varð þann 17. júní það ár. Allt húsnæðið var endurnýjað og öll afkastageta aukin til muna. Við- skiptavinum fjölgaði töluvert og staðurinn náði að festa sig í sessi hjá íbúum Reykjanesbæjar. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að árið 2008 opnaði nýr og stærri veitingastaður Lang- best á Ásbrú. Öll aðstaða þar var til fyrirmyndar og staðurinn gat þjónað mun fleiri viðskipta- vinum en á Hafnargötu. Báðir staðir Langbest hafa verið opnir frá árinu 2008 en langflestir viðskiptavina sækja staðinn á Ásbrú. Því tilkynnist það hér með að Langbest hefur flutt starfsemi sína frá Hafnargötu og sameinað allan rekstur undir einu þaki á Langbest Ásbrú. Eigendur og starfsfólk Langbest eru þakklát öllum þeim tryggu viðskiptavinum sem sóttu stað- inn á Hafnargötu síðastliðin 17 ár. Hlökkum til að taka vel á móti ykkur á Ásbrú, segir í til- kynningunni. ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 7 03 55 0 8/ 14 www.lyfja.is Fyrir þig í Lyfju www.lyfja.is Lægra verð í LyfjuNicorette Fruitmint, forðaplástrar og innsogslyf. Allar pakkningar og styrkleikar. 20% afsláttur Gildir út september. - Lifi› heil

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.