Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.09.2014, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 11.09.2014, Blaðsíða 19
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 11. september 2014 19 HÚSIÐ OPNAR KL. 19:00. SMÁRÉTTIR FRÁ GUNNA PALLA BOÐIÐ UPP Á GEYSIGÓÐAN FORDRYKK GLÆSILEGT HAPPDRÆTTI DAGSKRÁIN HEFST KL. 20:00. VEISLUSTJÓRI: ANNA LÓA RÆÐUMAÐUR KVÖLDSINS: RAGNHEIÐUR ELÍN ÁRNADÓTTIR HELGA BRAGA MEÐ UPPISTAND VIGNIR OG JÓGVAN SPILA KVENNAKVÖLD GS FÖSTUDAGINN 26. SEPTEMBER 2014 Í GOLFSKÁLANUM Í LEIRU KL. 19:00 - 01:00. MIÐAVERÐ KR. 4.500. MIÐASALA FER FRAM Á TANNLÆKNASTOFU KRISTÍNAR HAFNARGÖTU 45 KEFLAVÍK Elísabet Vigfúsdóttir, Vignir Guðmundsson,                                  Jadvyga Usvaltiene, Ásthildur Guðmundsdóttir,                       Hafsteinn Benediktsson, Ingvar Guðmundsson,                                  Sólveig Þorsteinsdóttir, Helga Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa Guðmundur Jóhannsson, Vallarbraut 6, Reykjanesbæ. Sérstakar þakkir fær starfsfólk D-deildar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og heimahjúkrun, fyrir alúð og umhyggju. Guðrún Sonja Hreinsdóttir, Jóhanna Andrea Markúsdóttir, Guðmundur Hreinn Markússon, Valur Ingi Markússon, Þorvaldur Markússon, Jóhanna Andrea Markúsdóttir,   Valur Kristinsson, Þórunn Ólöf Valsdóttir, Kristinn Ingi Valsson, Daníel Þór Valsson, Markús Hreinn Jóhönnuson. Hjartkær eiginmaður minn, faðir, sonur, bróðir og afi, Markús Karl Valsson, Heiðartúni 4 Garði, lést á hjartadeild Landspítalans mánudaginn 1. september. Útförin fer fram frá Útskálakirkju þriðjudaginn 16. september. Jensía Michala Leo, Gilbert Leo Þórisson, Sjöfn Anna Halldórsdóttir, Steinunn J. Leo Þórisdóttir, Jóhann Sigurðsson, barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Þórir Magnússon, Ásabraut 3, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnum Suðurnesja þriðjudaginn 2. september. Jarðarförin fer fram frá Keflavíkurkirkju mánudaginn 15. september kl. 13:00. Aðstandendur vilja koma á framfæri sérstöku þakklæti til starfsfólks sjúkrahússins í Keflavík. Garðskagaviti fagnar 70 ára afmæli um þessar mundir. Vitinn var formlega vígður þann 10. september lýðveldisárið 1944 en hann var byggður á þremur mánuðum af 10-15 manna vinnu- flokki, undir stjórn Sigurðar Pét- urssonar frá Sauðárkróki. Hinn reisulegi Garðskagaviti, sem hannaður er af Axel Sveins- syni verkfræðingi, kom í stað eldri Garðskagavita sem þótti of lágur og einnig í hættu vegna landbrots. Hinn sívali kóníski steinsteyputurn er 28,6 m að hæð með ljóshúsi sem er ensk smíð. Vitinn var húðaður með ljósu kvarsi í upphafi en var kústaður með hvítu viðgerðar- og þéttiefni árið 1986. Í fyrstu voru notuð ljóstækin úr eldri Garðskagavitanum en árið 1946 var vitinn rafvæddur. Árið 1960 var skipt um linsu og í stað linsunnar frá 1897 var sett fjórföld snúiningslinsa. Garðskagi var einn þeirra vitastaða þar sem vitavörður hafði fasta bú- setu og stóð svo fram til 1979. Vita- varðarhús stendur enn en það var byggt árið 1933 eftir teikningum Einars Erlendssonar arkitekts. Garðskagaviti var vígður sunnu- daginn 10. september 1944, með mikilli viðhöfn. Fór vígslan fram með útiguðsþjónustu. Séra Eiríkur Brynjólfsson, sóknarprestur pre- dikaði, kirkjukórar Útskála- og Keflavíkursókna sungu, en Emil Jónsson, vitamálastjóri flutti vígslu- ræðuna. þakkaði hann sóknar- prestinum, séra Eiríki Brynjólfs- syni á Útskálum, sem hafði undir- búið hátíðarhaldið, en það væri í fyrsta sinn sem tekið væri á móti nýjum vita í héraði af slíkum myndarskap, segir í samantekt á vef Sveitarfélagsins Garðs. „Minnir það mig á,“ sagði Emil í ræðu sinni, „að fyrstu sagnir um leiðarljós fyrir sjómenn á Íslandi, eru tengdar við kirkjuna. Mér hefir verið á það bent, að verið hafi hér til forna, um 1200 og jafnvel fyrr ákvæði um að ljós skyldi loga í ákveðnum kirkjum, allar nætur til- tekin tímabil. Þegar þessi ákvæði voru rannsökuð nánar kom í ljós, að flestar þær kirkjur, sem hér var um að ræða, voru nálægt sjó, og á þeim stöðum þar sem ætla má að sjófarendur hafi getað notið þeirra.“ Á fundi ferða-, safna- og menning- arnefndar Sveitarfélagsins Garðs í júlí lagði Guðmundur Magnús- son fram nokkrar hugmyndir um menningartengda viðburði í Garði og m.a. að haldið verði viðburður í tilefni af 70 ára afmæli Garðskaga- vita. Sunnudaginn 14. september verður sérstök afmælishátíð í Garði þar sem tímamótanna verður minnst með formlegum hætti. -fréttir pósturu vf@vf.is Garðskagaviti fagnar 70 ára afmæli –afmælishátíð í Garði 14. september nk. Garðskagaviti er 28,6 m að hæð með ljóshúsi. Vitinn er 70 ára um þessar mundir. -aðsent pósturu vf@vf.is Hvernig ætli sam- félag okkar hér á Suðurnesjum komi til með að líta út árið 2034? Eftir tutt- ugu ár. Þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör. Við- fangsefnin virðast fjölþætt og flókin og erfitt fyrir einstakling, einn hóp og jafnvel okkur öll sem myndum þetta litla samfélag að ná greinargóðri sýn á málið. Stóra spurningin er þó í raun sú hvort við viljum sem heild takast á við viðfangsefnið og leggja línur um það hvernig við viljum að sam- félagið hér suður með sjó verði 2034. Hvað þarf til að framtíðin verði skýr? Svarið liggur í vilja okkar til sam- starfs. Að brúa bil Við höfum treyst um of á stjórnmálin sem hreyfiafl framfara. Stuðningur atvinnulífs, vísindasamfélags og stjórnsýslu er vannýttur þegar setja skal samfélagi markmið sem standa eiga ofar þröngum sérhagsmunum. Breiður samráðsvettvangur ólíkra aðila sem mætast á jafnréttisgrund- velli og vinna samkvæmt ákveðinni forskrift myndi lyfta slíkri vinnu upp fyrir þröng skammtímasjónarmið. Þverpólitísk og þverfagleg nálgun er líkleg til að stuðla að heildstæðri og uppbyggilegri umræðu sem stuðlað getur að aukinni hagsæld íbúa, stöðugleika og trúverðugleika okkar Suðurnesjamanna. Ég tel að það væri okkur gagnlegt ef við settum okkur það sameiginlega markmið að skilgreina hvernig við viljum að samfélagið okkar hér á Suðurnesjum skuli líta út árið 2034. Vernd gegn pólitískum áhrifum Eðli stjórnmála er því miður oft þannig háttað að hagsmunagæsla til skamms tíma ræður of oft för. Sveitarfélag er hins vegar samfélag sem er mun stærra í eðli sínu, saman- stendur af öllum sem þar búa og öllu sem þar gerist. Traust var lykilorð eftir hrun og þjóðin þráði að hægt væri að endurvekja þetta mikilvæga gildi. Traust er ekki byggt upp með sérhagsmunagæslu. Allir þeir sem hafa áhrif á ímynd samfélagsins bera ábyrgð á því og hvaða augum gestir sjá okkur. Í sumum löndum hafa t.d. verið sett lög sem vernda stjórnsýslu fyrir áhrifum pólitískra sérhags- muna. Ástæðan er sú að það er of nærtæk freisting fyrir marga að beita óæskilegum áhrifum á starfsmenn og millistjórnendur til að ná ákveðnum skammtímamarkmiðum, en slíkt dregur að sjálfsögðu úr trúverðug- leika stjórnsýslunnar. Starfsfólk stjórnsýslunnar er oft sett í óþægi- lega stöðu þegar stjórnmálamenn fara fram á þátttöku í verkefnum eða vinnu við tiltekin markmið sem ekki tilheyra vinnuréttarsambandi starfs- fólksins og vinnuveitanda. Stjórn- sýsla hvers samfélags þarf að gæta að reisn sinni og kannski þarf hún frek- ari vernd gegn pólitískum þrýstingi. Vettvangur um sameiginlega framtíðarsýn Hagvöxtur er grundvöllur góðra lífs- kjara. Þrátt fyrir að endanleg mark- mið séu jafnframt önnur og fleiri, t.a.m. um hærra menntunarstig, góða heilbrigðisþjónustu, öflugt vel- ferðarkerfi og skilvirkt húsnæðiskerfi þá myndar hagvöxtur mikilvægan grunn til að tryggja þá þætti. Sam- ráðsvettvangur um aukna hagsæld á Suðurnesjum er eftirsóknarvert við- fangsefni. Þar gerðu íbúar tillögur um sameiginlega framtíðarsýn varð- andi t.d. sameiningu sveitarfélaga, opinbera þjónustu, almennt þjón- ustustig við íbúa, skipulagsmál, auð- lindir svæðisins og umhverfismál, atvinnuuppbyggingu, alþjóðaflug- völlinn, ferðaþjónustuna, sjávarút- veginn, menntamál, velferðarmál og fjármál. Fyrirmyndir eru víða til og samanburður við það besta sjálfsagt einnig. Skúli Skúlason Formaður Kaupfélags Suðurnesja ■■ Skúli Skúlason Formaður Kaupfélags Suðurnesja skrifar: Vangaveltur um nýjar leiðir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.