Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.07.2015, Side 6

Víkurfréttir - 16.07.2015, Side 6
6 fimmtudagur 16. júlí 2015 • VÍKURFRÉTTIR AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001 vf.is Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Olga Björt Þórðardóttir, olgabjort@vf.is Sigurður Friðrik Gunnarsson, siddi@vf.is Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is Víkurfréttir ehf. Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is og kylfingur.is ÚTGEFANDI: AFGREIÐSLA OG RITSTJÓRN: RITSTJÓRI OG ÁBM.: FRÉTTASTJÓRI: BLAÐAMENN: AUGLÝSINGASTJÓRI: UMBROT OG HÖNNUN: AFGREIÐSLA: PRENTVINNSLA: UPPLAG: DREIFING: DAGLEG STAFRÆN ÚTGÁFA: Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáaug- lýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðju- dögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. OLGA BJÖRT ÞÓRÐARDÓTTIR RITSTJÓRNARPISTILL Virðing, þekking og reynsla Þegar óvæntur hlykkur kemur á lífsleiðina eins og þegar al- varleg veikindi verða, standa sjúklingur og aðstandendur ringlaðir og ríghalda í trú og von um að allt fari á besta veg. Í slíku ferli er nærvera heil- brigðisstarfsfólks og samskipti við það af afar stór þáttur í minningunni þegar litið er til baka. Hvernig sem fer. Sem aðstandandi sjúklings í líknandi meðferð var mikið öryggi fólgið í því að vita af móður minni í góðum höndum heimahlynningar Heilbrigðis- stofnunar Suðurnesja og afar dýrmætt hversu lengi mamma gat dvalið heima hjá sér í veikindum sínum, nánast fram á síðasta dag. Það var líka vegna þess að faðir minn gat aðstoðað hana við athafnir daglegs lífs og verið henni nauðsynlegur félagsskapur. Ég fylgdist oft með samskiptum mömmu og pabba við hjúkrunarfræðingana og sjúkraliðana sem komu daglega til þeirra. Færnin, þekkingin, reynslan, hlýjan, húmorinn og mannþekkingin voru algjör. Eins og fram kemur í viðtali Víkurfrétta við Margréti Blöndal hjúkrunarfræðing, sem stýrir 17 kvenna teyma heimahjúkrunar og heimahlynningar, eru að- standendur alltaf stór þáttur í því að fólk geti verið veikt heima. Boðið hefur verið upp á líknandi með- ferð í heimahúsum frá því Sigurður Árnason krabba- meinslæknir hóf störf hjá HSS árið 2003. Sú þjónusta er opin bók á þann hátt að þarfir og aðstæður eru metnar hjá hverjum og einum og snýst þjónustan um samvinnu og handleiðslu. Heildarfjöldi vitjana heimahjúkrunar og heima- hlynningar HSS var tæp 30 þúsund í fyrra, til 434 einstaklinga. Yngstu skjólstæðingar heimahjúkrunar hafa verið allt niður í nokkurra daga ungabörn. Öllum aldurshópum er sinnt en verkefnin eru mjög mismundi, allt frá næringu og/eða lyfjagjöf í æð yfir í aðstoð við böðun. Góð samvinna er við aðrar deildir HSS eins og Margrét bendir á í viðtalinu eru Suður- nesin landfræðilega vel til þess fallin að veitt sé góð heimaþjónusta; heimahjúkrun og félagsleg þjónusta. Það er einstakt fólk starfar við þetta á Suðurnesjum, flestir úr samfélaginu á staðnum og því með mikla tengingu við það. Slíkt er ómetanlegt og kallar fram trúnað, traust og öryggiskennd sjúklinga og aðstand- enda á erfiðum tímum. Vonandi fær þessi þjónusta að eflast og dafna áfram, öllu samfélaginu til góðs. „Nú er framkvæmdum á útliti Hótel Keflavík og Diamond Su- ites á efstu hæð hótelsins loksins lokið og er útkoman framar bestu vonum,“ segir Steinþór Jónsson hótelstjóri og vísar í meðfylgj- andi mynd sem ljósmyndarinn Ozzo tók af hótelinu um síðustu helgi. Allt efnisval, lýsing og hönnun hótelsins hefur alfarið verið í höndum hótelstjórans Steinþórs sem leitar jafnan eftir góðum hugmyndum í ferðum er- lendis, hjá eigin starfsmönnum og tugum iðnaðarmanna sem hann segir hafa staðið sig einstak- lega vel síðustu tvö ár við fram- kvæmdina að eigin sögn. Stórbrotið úsýni yfir Keflavíkina „Á efstu hæðinni má sjá útlitið á Diamond Suites, fyrsta 5 stjörnu lúxushóteli landsins, útilýsingu og nýja heita potta sem eru vel stað- settir með stórbrotið útsýni yfir Keflavíkina, Reykjanesið og Bláa Lónið. Við pottana er komið mjög fullkomið hljóðkerfi og sér arin- eldur verður við hvorn pottinn. Stærsta svítan er 260 fermetra og mun bjóða uppá þessar einkasvalir, lúxusbaðkör, ljós, hljóðkerfi og húsbúnað frá fremstu hönnuðum heims,“ segir Steinþór og bætir við að til að gestir Diamonds Suites geti notið útsýnisins enn betur yfir Keflavík verði þjónustustigið með því besta sem þekkist. Veitingar KEF restaurant og líkamsrækt- araðstaða Lífstíls verði í boði allan sólarhringinn fyrir gesti sem gista á þessum lúxus svítum og munu starfsmenn hótelsins fara í kennslu strax í haust sem er hugsuð fyrir starfsmenn fimm stjörnu hótela. Að auki verði starfsfólki boðið á námskeið í almennri þjónustu, förðun og hárgreiðslu svo eitthvað sé nefnt,“ segir Steinþór. Allra skemmtilegasta viðbótin hingað til Öll rými Diamond Suites hafa nú verið tekin í gagnið en lúxusbún- aður og fimm stjörnu þjónusta verður komin á fullt síðar í vetur. Gegnheilar hurðar úr Eik frá TSA í Njarðvík eru komnar í notkun með allra nýjasta hurðarstýrikerfi Ving Card, sem er stærsti fram- leiðandi heims á því sviði, en þeirra nýjasta afurð fyrir lúxushótel, All- ure, var fyrst sett upp í heiminum á Diamond Suites. Gólf hafa verið flísalögð með Versace flísum og eru stigagangar nú í sömu vinnslu. „Eftir tæpa 30 ára uppbyggingu hótelsins þá er Diamond Suites allra skemmtilegasta viðbótin hingað til og mjög spennandi að vera fyrst til að bjóða uppá alvöru lúxusgistingu á hóteli hér á landi. Á þessu stigi sér maður að rýmið og herbergin standast samanburð við það allra besta og þá er bara þetta nýja þjónustustig sem við verðum að sanna okkur með. Ég held að það takist líka vel með okkar góða starfsfólki,“ segir Steinþór. Herbergjanýting oft yfir 100% Eftir langbesta vetur í sögu hótels- ins þar sem nýting var yfir 90% þá segir Steinþór nýtinguna í sumar alveg 100% og oftar en ekki vel yfir það þegar áhafnir koma inn á óreglulegum tímum hægt er að nýta herbergin tvisvar sinnum á sama sólarhringnum. Þá hefur meðalverð á gistingu hækkað tölu- vert samhliða auknum gæðum á herbergjum og almennri uppbygg- ingu. „Það er ekki spurning að sú fjárfesting er að skila sér en þessi gæði gera okkur líka auðveldra að skilgreina okkur fyrir gesti sem vilja greiða fyrir betri gæði og þjónustu. Lúxushótel hugmyndin byggir því á þessari reynslu og nýjum mögu- leikum til að auka tekjur án þess að stækka frekar en fjölgun herbergja er síðan næsta skref og verður að veruleika fyrr enn seinna,“ segir Steinþór að lokum. FRAMKVÆMDUM Á EFSTU HÆÐ HÓTELS KEFLAVÍK LOKIÐ: STARFSFÓLKIÐ FÆR NÁM- SKEIÐ Í LÚXUSÞJÓNUSTU

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.