Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.07.2015, Síða 12

Víkurfréttir - 16.07.2015, Síða 12
12 fimmtudagur 16. júlí 2015 • VÍKURFRÉTTIR „Við vorum að gefa út plötu sem við köllum Vettlingatök. Við fengum hana til landsins um dag- inn og nú eru hún komin í allar helstu hljómplötuverslanir, fys- ískar og stafrænar. Okkur finnst þessi plata frábær. Við vonum að þér finnist það líka,“ segir H a l l b j ö r n V. Rúnarsson (Halli Val l i ) , s öng v- a r i o g g í t a r- leikari suður- nesísku hljóm- s v e i t a r i n n a r Æ lu o g b æ tir v ið að örl ít ið erfitt hafi verið fyrir bandið að klára þetta ferli. „Það var ekkert erfitt að semja þessi lög. Það v a r e i g i n l e g a erfiðara að muna þau því þetta var á svolítið löngum tíma. Við þurftum bara að eignast fullt af börnum og skoða heiminn betur á sama tíma. Það dró þetta svo- lítið á langinn.“ Fyrsta plata hljómsveitarinnar, Sýnið tillitssemi, ég er frávik, kom út í júlí 2006. Hljómsveitin fylgdi plötunni vel eftir með tónleika- haldi um allt land, og fór einnig í þrjár tónleikaferðir á árunum 2007 og 2008, til Bretlands og Frakk- lands, þar sem hún átti í viðræðum við plötuútgefendur og tónleika- haldara. Hljómsveitin hefur einnig verið fastur liður í dagskrá Iceland Airwaves öll ár síðan 2005. Ælu hefur verið líkt við bönd eins og The Minutemen, Shellac, Les Savy Fav, Purrkur Pill- nikk og Slint. H l j óms ve i t i n a s k i p a H a f - þór Skúlason á trommur, Hall- björn V. Rúnars- son á gítar og syngur, Sveinn Helgi Hafþórs- son á bassa og Ævar Pétursson á gítar. „Frá upp- hafi hefur það verið takmarka- laus orka, gleði og hispurslaus og skemmtileg framkoma á tónleikum sem hefur vakið athygli. Sú blanda var einmitt kjarninn í markmiðum bandsins fyrir upptökur á þessari plötu: Að virkja óreiðuna, kraftinn, fárán- leikann og gamanið sem einkennir hljómsveitina Ælu. Því var hljóm- platan öll tekinn upp lifandi með alla meðlimi í sama rými. Engin önnur leið var valmöguleiki,“ segir Halli Valli. Upptökur annaðist Sveinn Helgi Halldórsson, bassaleikari Ælu og upptökustjóri ársins 2013. Hljóð- blöndun var í höndum Alberts Finnbogasonar og Finnur Há- konarsson masteraði. Gísli Dúa tók einstaka ljósmynd sem prýðir plötuumslagið. Æla sendir frá sér myndband við lagið „Your Head is my Ground“ innan skamms og fylgir útgáfunni eftir með tónleikum á Paddy’s í Keflavík, 16. júlí og í Reykjavík stuttu seinna. Plötuna á má finna í öllum helstu plötuverslunum og helstu stafrænu sölumiðlum. -mannlíf pósturu vf@vf.is Alltaf gaman að fara til Eyja Jón Arnór Sverrison er 17 ára Njarðvíkingur. Hann vinnur sem málari í sumar og æfir körfubolta. Aldur og búseta? 17 ára og á heima í Njarðvík Starf eða nemi? Nemi í FS. Hvernig hefur sumarið verið hja þér? Sumarið hefur verið mjög fínt hjá mér. Hvar verður þú að vinna í sumar? Er að vinna hjá pabba í því að mála. Hvernig á að verja sumarfríinu? Bara æfa körfu,lyfta og vinna og svo nátturulega bara gera eitthvað skemmtilegt með vinum minum. Ætlar þú að ferðast í sumar, og hvert þá? Fór á NM í Svíþjóð og svo er EM framundan. Eftirlætis staður á Íslandi? Alltaf gaman að fara til Eyja (Vestmannaeyjum). Hvað einkennir íslenskt sumar? Allir verða hressari og betra veður og svona. Áhugamál þín? Körfubolti og Fótbolti Einhver sem þú stundar aðeins á sumrin? Hef alltaf bara verið í fótbolta á sumrin og körfu svo á veturnar, en er hættur í fótbolta núna þannig að maður er bara í körfunni. Hvað ætlar þú að gera um Verslunarmannahelgina? Verð úti á EM. Hvað fær þig til þess komast í sumarfíling? Gott veður, grill og fótbolti. Hvað er sumarsmellur- inn í ár að þínu mati? Haltu fast í höndina á mér - Sálin. Hvað er það besta við sumarfríið? Fara til útlanda, útileigur og bara frí í skólanum. En versta? Það er ekkert slæmt við sumarið finnst mér, nema að það mætti vera betra veður bara. Uppáhalds grillmatur? Grillað lambalær klikkar ekki. Sumardrykkurinn? Appelsín. Jó n A rn ór Sv er ri so n UMSJÓN: PÁLL ORRI PÁLSSON POP@VF.IS Gunnar Þórðarson & Jón Ólafsson í Hljómahöll – Af fingrum fram í október XuS p j a l l t ó n l e i k a r ö ð i n A f fingrum fram hefur gengið fyrir fullu húsi í Salnum í Kópavogi síðustu sex árin og nú mætir gestgjafinn í Stapann ásamt sjálfum Gunnari Þórðarsyni sem þarf vart að kynna fyrir Suður- nesjamönnum. Lög þessa meistara melódíunnar eru löngu greypt í þjóðarsálina og mun hann flytja sín þekktustu lög milli þess sem hann rabbar við Jón Ólafsson um einstakan tónlistar- feril og lífshlaup. Tónleikarnir verða þann 24. október og hefjast kl. 20:30. Húsið opnar kl. 19:30. Miðasala er hafin. Fagurgalinn, af plötunni Straumhvörf: Elíza Newman gefur út nýtt lag XuFagurgalinn og er annað lagið til að koma út af fjórðu sóló breiðskífu Elízu, Straumhvörf, sem kemur út seinna á árinu. Lagið er tekið upp og unnið með Gísla Kristjáns í studio Stereohóll. Elíza hefur undanfarið unnið að nýrri sólóplötu sinni ásamt því að hafa nýlokið við að koma fram með Kolrössu Krókríðandi í mjög vel heppnaðri endurkomu sveitarinnar á 17. júní og hátíðartón- leikum í Hörpu 19. júní. Fagurgalinn skírskotar eilítið til Kolrössu í hljómi þar sem lagið er meira rokk en Elíza hefur verið að fást við nýlega og einnig er fiðlan komin inn aftur í trylltu fiðlusólói. Elíza hefur gefið út og samið mörg vinæl lög eftir að hún hóf sólóferlll sinn og má þar nefna Ukulele song for you, Eyjafjallajökull, Stjörn- uryk og Hver vill ást?, ásamt Eurovision laginu Ég syng. Útgefandi er Lavaland Records. Lagið er á ton- list.is og spotify og fleiri stöðum. (Rafræn útgáfa). Hljómsveitin Æla gefur út plötuna Vettlingatök: „Þurftum að eignast fullt af börnum og skoða heiminn“ TRJÁKLIPPINGAR -TRJÁFELLINGAR í görðum og sumarbústaðalöndum. Öll almenn garðaumhirða. Gerum tilboð. Áratuga reynsla og fagmennska. GRÆNU KARLARNIR EHF. Kristján Bjarnason garðyrkjufræðingur // s. 848 2418.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.