Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.07.2015, Side 16

Víkurfréttir - 16.07.2015, Side 16
„Staðan hjá okkur er mun betri núna heldur en fyrir rúmri viku síðan. Þær aðgerðir sem við fórum í að biðja farþega um að mæta fyrr hafa skilað góðum árangri, nú mæta farþegar fyrr og innritun opnar fyrr,“ segir Guðni Sigurðsson upplýsinga- fulltrúi Isavia vegna ófremdar- ástands í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar í vopnaleit. Langar biðraðir mynduðust við vopnaleitina en bilanir hafa verið í nýjum ör- yggisleitarlínum sem settar voru upp í vor. Þá hefur aukning ferða- manna verið enn meiri en gert var ráð fyrir. „Við höfum við náð fjórum nýjum öryggisleitarlínum í notkun og þjálfað mikið af starfsmönnum á þær. Þær eru með sjálfvirku bakka- kerfi þannig að bakkarnir koma til baka á neðra færibandi og fær- ast sjálfir til farþegans. Nú ganga raðirnar því hraðar, en við erum ennþá með mjög mikinn farþega- straum um flugstöðina, allt upp í 22-23 þúsund manns á sólarhring þessa stærstu daga og við búumst við þessum tölum í júlí og ágúst á sunnudögum og fimmtudögum sérstaklega.“ Guðni segir samstarfið hafa verið sérlega gott við flugfélög og inn- ritunaraðila og innritunaraðilar hafi verið fljótir að bregðast við og opnað innritun fyrr á morgnana til þess að hægt væri að dreifa álaginu. „Nú hefst innritun á þessum álags- tímum um þremur tímum fyrir brottför og við hvetjum fólk ennþá til þess að mæta snemma til þess að forðast langar raðir og geta notið tímans betur í upphafi ferðalags- ins,“ segir Guðni. vf.is -mundi Fínt að vera í fyrra fallinu og skella sér á barinn í Leifsstöð.FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ • 28. TÖLUBLAÐ • 36. ÁRGANGUR Eyjólfur Sverrisson Nú er sumarið komið sem ég er búin að bíða eftir! Rúnar Ingi Hannah Var ég búinn að nefna það að Gunni Nelson er frændi minn. Vá hann var rosalegur. Magnús Valgeirsson Þoli ekki þegar maður býður einhverjum nammi og viðkomandi tekur meira en eitt, maður var ekki að bjóða nömm, sem er fleirtalan af nammi. Sumt fólk kann sig ekki. Tómas J. Knútsson Óopinber hitamælir á pallinum sýnir 22°hita, eða eins og Guð- mundur afastrákur sagði í den, mamma það er alltaf Mallorca veður í Sandgerði. Jón Kr. Magnússon Leiran í dag með þessum fallegu kylf- ingum. VIKAN Á VEFNUM Northern Light Inn er 32 herbergja hótel í Svartsengi (við Bláa Lónið), Grindavík. Við erum einnig með veitingastaðinn Max’s Restaurant á sama stað sem tekur 150 manns í sæti. Á Northern Light Inn / Max’s Restaurant starfar hópur af samhentu starfsfólki og við leggjum áherslu á að fá til liðs við okkur fólk sem hefur gaman af vinnunni, er þjónustulundað, gestrisið og leggur áherslu á samvinnu og gleði. www.nli.is. Ef þú hefur áhuga á að ganga til liðs við okkur hafðu þá endilega samband við Friðrik Einarsson í síma 852 1907 eða sendu tölvupóst með upplýsingum um þig á fridrik@nli.is. Öllum umsóknum verður svarað og við hvetjum konur sem karla til að sækja um hjá okkur. Umsóknarfrestur er til og með 24. júlí 2015. Gestamóttaka Við leitum að áreiðanlegu samstarfsfólki með ríka þjónustulund til starfa í gestamóttöku Northern Light Inn. Starfið felst í samskiptum við gesti og ferðaskrifstofur, undirbúning fyrir komu og brottför gesta, úrlausn þeirra verkefna sem upp koma hverju sinni sem og önnur verkefni sem falla til í margbreytilegu starfi gestamóttökunnar. Góð enskukunnátta er skilyrði, önnur tungumálakunnátta er kostur. Reynsla af störfum í gestamóttöku eða öðrum þjónustustörfum er kostur. Við leitum að einstaklingi með góða samskipta- og samstarfs hæfni sem sýnir sjálfstæði í vinnubrögðum. Unnið er á 2-2-3 vaktakerfi og er vinnutíminn frá kl. 07:00 til kl. 19:00. Vaktstjóri í veitingasal Við leitum að þjóni eða manneskju með reynslu af störfum þjóns. Um er að ræða stöðu vaktstjóra á veitingastað hótelsins, Max’s Restaurant. Góð enskukunnátta er skilyrði, önnur tungumálakunnátta er kostur. Við leitum að einstaklingi með góða samskipta- og samstarfshæfni sem sýnir sjálfstæði í vinnubrögðum. Unnið er á 2-2-3 vaktakerfi og er vinnutíminn frá kl 10:30 til kl. 22:30. Við leitum að framtíðarstarfsfólki í eftirfarandi stöður: Framtíðarstörf Við viljum fá þig í hópinn Aldrei hafa fleiri farþegar farið um flugstöðina en síðustu vikurnar og ástandið verður þannig til sumarloka. Biðraðir við innritun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Gríðarlegt álag í stöðinni: Farþegar tóku vel við ábendingum og mæta fyrr -um 23 þúsund farþegar á sólarhring þegar mest er

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.