Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.04.2016, Page 2

Víkurfréttir - 14.04.2016, Page 2
2 fimmtudagur 14. apríl 2016VÍKURFRÉTTIR Haraldur Axel Einarsson hefur verið ráðinn skólastjóri Heiðarskóla. Var ráðning hans samþykkt einróma á fundi bæjarráðs í síðustu viku. Haraldur lauk kennara- námi með B.Ed. gráðu árið 2005 frá Kennara- háskóla Íslands og hefur frá árinu 2013 stundað meistaranám við Há- skóla Íslands í uppeldis- og menntunarfræðum með áherslu á stjórnun. Hann á að baki far- sæla reynslu af kennslu og stjórnun innan grunnskóla, en hann hefur verið aðstoðarskóla- stjóri Heiðarskóla síðastliðin þrjú ár, en áður var hann deildarstjóri og kennari við skólann. Hann hefur auk þess áralanga reynslu af rekstrarstjórnun. Haraldur Axel mun taka við skólastjórastarfinu af Sóleyju Höllu Þór- hallsdóttur sem lætur af störfum 1. maí næst- komandi. Þrír sóttu um skóla- stjórastöðu Heiðarskóla. Umsækjendur voru: Gerður Ólína Steinþórs- dóttir, Haraldur Axel Einarsson og Hólmfríður Árnadóttir. Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ hafa gef- ist upp á ítrekuðum sóðaskap þeirra sem virða ekki reglur sem gilda á jarð- vegstipp á Stapanum. Þrátt fyrir að eingöngu megi losa þar ómengaðan jarðveg eins og grjót, möl, sand, mold og leir, steypubrot, hellur og steypt rör og garðaúrgang eins og túnþökur, trjá- greinar, gras og matjurta- og blóma- leyfar, þá eru alltof margir sem fara þangað með bílfarma af rusli ýmis konar og henda á svæðinu. Heilu eldhúsinnréttingarnar og sófa- settin hafa endað í tippinum sem og annað sorp sem síðan fýkur um allan Stapann og yfir byggðina í Innri Njarðvík. Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðs- stjóri umhverfissviðs Reykjanesbæjar, segir að nú sé nóg komið. Nú er ekki lengur hægt að hafa svæðið opið og því hefur verið ákveðið að setja upp læst hlið að svæðinu. Verktakar sem þurfa að losna við jarðvegsútgang þurfa því að nálgast lykil að hliðinu hjá Reykjanesbæ. Guðlaugur Helgi segir að hliðið verði sett upp á næstu dögum og að þá þurfi jafnframt að hreinsa svæðið af því rusli sem þar hefur safnast upp. Bærinn hefur þurft að leggja í mik- inn kostnað við hreinsun og hefur fjúkandi rusl skapað íbúum í Innri Njarðvík óþægindum. Íbúakosningin kostaði 3 milljónir Hafa gefist upp á ítrekuðum sóðaskap ●● Loka●jarðvegstipp●með●læstu●hliði Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfis- sviðs Reykjanesbæjar, við skilti sem segir til um hvað má losa og hvað má ekki losa á svæðinu. Mikið magn af rusli er á jarðvegstippnum. Þetta rusl á heima í Kölku en ekki í náttúrunni á Stapanum. VF-myndir: Hilmar Bragi Haraldur Axel ráðinn skólastjóri Heiðarskóla ■ Kostnaður Reykjanesbæjar vegna rafrænnar íbúakosningar um breyt- ingu á deiliskipulagi í Helguvík var 3.033.928 krónur. Auk þess greiddi Þjóðskrá kostnað við kosninguna. Íbúakosningin fór fram 24. nóvem- ber til 4. desember síðastliðinn og tóku aðeins 8,71 prósent kosninga- bærra íbúa í Reykjanesbæ þátt í henni. Niðurstaðan varð sú að 50,4 prósent voru hlynnt breytingu á deiliskipu- lagi í Helguvík en 48,3 prósent á móti. Fyrr á síðasta ári höfðu um 2800 íbúar Reykjanesbæjar skrifað undir yfirlýsingu þess efnis að efnt yrði til íbúakosningar um breytingar á deili- skipulagi í Helguvík vegna byggingar á kísilveri Thorsil ehf. við Berghóla- braut. Ók utan vegar og festi bíl sinn í Lambhagatjörn ■ Lögreglunni á Suðurnesjum barst í vikunni sem leið tilkynning þess efnis að bifreið sæti föst í Lambhaga- tjörn. Í ljós kom að ökumaðurinn var búinn að stunda akstur utan vegar við tjörnina. Hann viður- kenndi brot sitt en kvaðst þó ekki hafa vitað að þarna mætti ekki vera á ferð á ökutækjum, þó að við veginn væri skilti sem bannar allan akstur utan vegar. Þá varð umferðaróhapp í umdæminu þar sem lítilli bifreið var ekið aftan á hópferðabifreið. Ökumaður fyrr- nefndu bifreiðarinnar fann til eymsla eftir atvikið og ætlaði sjálfur að leita læknis. Tveir teknir með fölsuð skilríki ■ Tveir ferðamenn hafa á undan- förnum dögum verið stöðvaðir með fölsuð skilríki í Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar. Í báðum tilvikum var um breytifölsuð vegabréf að ræða. Lög- reglan á Suðurnesjum færði menn- ina á lögreglustöð, þar sem rætt var við þá, og eru mál þeirra komin í hefðbundið ferli. TVÆR LEIKSKÓLA- STJÓRASTÖÐUR LAUSAR TIL UMSÓKNAR Leikskólinn Heiðarsel. Reykjanesbær auglýsir starf leik- skólastjóra við leikskólann Heiðarsel laust til umsóknar frá og með 1. ágúst 2016. Umsóknarfrestur er til 1. maí nk. Heiðarsel er heilsuleikskóli sem starfar eftir heilsu- stefnunni. Í skólanum eru fjórar deildir með um það bil 100 börnum á aldrinum tveggja til sex ára. Leikskólinn Tjarnarsel. Einnig er laust starf leikskólastjóra í leikskólanum Tjarnarseli frá og með 1. ágúst 2016. Áherslu- þættir Tjarnarsels eru vettvangsferðir, umhverfismennt, úti- nám, mál og læsi ásamt efniviði til listsköpunar. Leikskólinn hefur fjórum sinnum tekið við Grænfánanum. Leitað er að drífandi og metnaðarfullum einstaklingum sem búa yfir leiðtogahæfni og hafa víðtæka þekkingu á leik- skólastarfinu. Umsóknarfrestur er til 1. maí nk. Frekar upplýsingar um leik- skólastjórastöðurnar veitir Kristín Helgadóttir leikskólafull- trúi Reykjanesbæjar, kristin.helgadottir@reykjanesbaer.is. Umsóknum í báðar stöður skal skilað á vef Reykjanes- bæjar, www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/lausar-stodur, þar sem einnig er að finna upplýsingar um menntunar- og hæfniskröfur til umsækjenda og skil umsóknar. STÖRF Í VINNUSKÓLA FYRIRLESTUR UM STRÍÐSÁRIN Í DUUS SAFNAHÚSUM Bókasafn Reykjanesbæjar SILKIÞRYKK NÁMSKEIÐ Opnað hefur verið fyrir umsóknir í vinnuskóla sumarið 2016 fyrir nemendur í 9. og 10. bekk. Vinnutími er mánudaga til fimmtudaga frá 08:00 til 16:00, hádegismatur 12:00 - 13:00. Ekki er unnið á föstudögum í sumar.  Umsóknum skal skilað á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf, þar sem einnig er að finna nánari upplýsingar. Einnig er bent á upplýsingasíður Vinnuskólans, www.vinnuskolinn.wordpress.com og Facebook: Vinnuskóli Reykjanesbæjar. Páll B. Baldvinsson heldur fyrirlestur um bók sína „Stríðsárin 1938-1945“ í Bíósal Duus Safnahúsa í dag, fimmtudaginn 14. apríl kl. 17.30. Fyrirlesturinn er í boði Duus Safnahúsa, Bókasafn og Byggðasafns Reykjanesbæjar og Sögufélags Suðurnesja. Allir velkomnir og ókeypis aðgangur. Laugardaginn 16. apríl kl. 13.00 verður silkiþrykk námskeið í Bókasafni Reykjanesbæjar á vegum Gillian Pokalo. Nauð- synlegt er að skrá sig á námskeiðið í afgreiðslu safnsins eða gegnum heimasíðuna sofn.reykjanesbaer.is/bokasafn

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.