Víkurfréttir - 14.04.2016, Side 14
14 fimmtudagur 14. apríl 2016VÍKURFRÉTTIR
0%
50%
100%
150%
200%
250%
Landsmeðaltal
Reykjanesbær
Sandgerðisbær
Vogar
Grindavík
Garður 48%
58%
104%
167%
244%
84%
Hlutfall skulda af árstekjum
sveitarfélaga á Suðurnesjum
La
nd
sm
eð
alt
al
■ Viðskiptaráð hefur opnað vef þar sem gefst kostur á því að bera saman
skatta og gjöld allra sveitarfélaga á landinu. Hægt er að slá inn upplýsingar
um búsetu, fjölskyldusamsetningu, tekjur og stærð húsnæðis og finna út
hvar hagstæðast er að búa. Hér á landi eru 74 sveitarfélög og í töflunum hér
fyrir neðan má sjá samanburð álögum sveitarfélaganna eftir fjölskyldustæð
og tekjum.
Á vefnum má sjá yfirlit yfir skatta, gjöld og skuldir sveitarfélaganna. Einnig
má bera niðurstöður saman við landsmeðaltal og stilla upp samanburði milli
ákveðinna sveitarfélaga. Með opnun vefsins vill Viðskiptaráð auka gagnsæi um
skattheimtu, gjöld og skuldsetningu á sveitarstjórnarstigi. Á vef Viðskiptaráðs
má einnig finna yfirlit og samanburð á skuldastöðu allra sveitarfélaga á Íslandi.
Skuldir Garðs og Grindavíkur
undir landsmeðaltali
Foreldrar, eitt barn í leikskóla,
eitt í grunnskóla, 100 fermetra
húsnæði, 1.000.000 kr. í mán-
aðarlaun
Garður 15. sæti
Vogar 36. sæti
Reykjanesbær 42. sæti
Sandgerði 52. sæti
Grindavík 57. sæti
Einstaklingur í 50 fermetra íbúð,
400.000 krónur í mánaðarlaun
Grindavík 26. sæti
Garður 29. sæti
Reykjanesbæar 66. sæti
Vogar í 69. sæti
Sandgerði 70. sæti
Sex manna fjölskylda, eitt barn
hjá dagmömmu, eitt á leikskóla
og tvö í grunnskóla, 180 fermetra
hús og 900.000 krónur í mán-
aðarlaun
Vogar 3. sæti
Grindavík 20. sæti
Sandgerði 22. sæti
Reykjanesbær 29. sæti
Garður 39. sæti
Isavia hefur undanfarið unnið að
breytingum á skiltum og leiðbein-
ingarkerfi flugvallarins í heild með
það að markmiði að auðvelda far-
þegum að komast leiðar sinnar innan
flugstöðvarinnar. Hlið verða nú að-
greind með lit og bókstaf eftir því
í hvaða hluta flugstöðvarinnar þau
eru og hvort þau eru fyrir flug til
áfangastaða innan eða utan Schen-
gen svæðisins. Leiðbeiningakerfið er
hugsað til framtíðar og mun falla vel
að framtíðaruppbyggingu samkvæmt
þróunaráætlun Keflavíkurflugvallar.
Hliðin sem hafa bókstafina A og C
eru fyrir áfangastaði innan Schengen
svæðisins en þau sem hafa bókstafinn
D eru fyrir áfangastaði utan Schengen.
Þróunaráætlun Keflavíkurflugvallar
gerir ráð fyrir nýjum brottfararhliðum
til austurs og vesturs frá norðurbygg-
ingu. Þau nýju hlið munu í fram-
tíðinni vera merkt A og B og hliðin
í suðurhluta flugstöðvarinnar bera
bókstafina C og D.
Auðvelda farþegum að komast leiðar sinnar
●● Breyttar●merkingar●í●FLE
Breyttar merkingar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
vinalegur bær
REYKJANESBÆ
R
ATVINNA
Vegna mikillar vinnu þá vantar bílstjóra bæði á sendi- og flutningabíla.
Um er að ræða bæði fastráðningu og sumarafleysingar
þar sem menn ganga í öll störf. Lágmarksaldur 18 ára.
Vinsamlegast skilið inn umsóknum á bfaerseth@mitt.is.
AÐALFUNDUR
Aðalfundur Verkalýðs- og sjómannafélags Keavíkur og
nágrennis verður haldinn í Krossmóa 4, 5. hæð,
þriðjudaginn 26. apríl nk. kl. 20:00.
Dagskrá
• Venjuleg aðalfundarstörf.
• Önnur mál.
Kaveitingar verða á fundinum.
Félagar ölmennum!
Stjórnin
Aðalfundur Kaupfélags Suðurnesja fór fram
þann 7. apríl síðastliðinn. Í ræðu formanns fé-
lagsins, Skúla Skúlasonar, kom fram að hagn-
aður móðurfélagsins var 27 milljónir og í sam-
stæðu félagsins var hagnaðurinn 120 milljónir.
Eigið fé KSK nemur 215 milljónum.
Félagsmenn KSK eru 5117 og fjölgaði um tæp-
lega 500 á árinu. Ómar Valdimarsson sagði frá
rekstri Samkaup hf. og gestur fundarins var
Þuríður Aradóttir, markaðsstjóri Markaðs-
stofu Suðurnesja.
Spurður um framgang uppbyggingar við
Rósasel sagði Skúli að verkefnið væri í eðli-
legum farvegi. Fólk þyrfti að vera þolinmótt
þar sem skipulagsmálin þurfa að hafa forgang
og þau ættu að liggja fyrir í haust. Þá ætti að
vera hægt að hefjast handa við framkvæmdir.
KSK hagnast og félögum fjölgar
Frá aðalfundi Kaupfélags Suðurnesja. VF-mynd: Páll KetilssonAuglýsingasíminn er 421 0001