Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.06.2016, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 02.06.2016, Blaðsíða 6
6 fimmtudagur 2. júní 2016VÍKURFRÉTTIR Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is, Dagný Hulda Erlendsdóttir, dagnyhulda@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is, // Umbrot og hönnun: Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 // Afgreiðsla: Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, dora@vf.is Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is // Prentvinnsla: Landsprent // Upplag: 9000 eintök. // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prent- aðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Strandblak- völlur vígður á Sjóaranum ■ Ungmennaráð Grindavíkur ætlar að vígja formlega strandblakvöll í nýja ungmennagarðinum í Grinda- vík á Sjóaranum síkáta. Blásið verður til grillveislu og fyrsta strand- blakmótsins í Grindavík þegar ung- mennagarðurinn verður vígður laugardaginn 4. júní klukkan 20:00. Um er að ræða löglegan keppnisvöll með öryggissvæði í kring. Jafnframt verður tekin í notkun kósýróla við vígslu ungmennagarðsins. Strand- blakvöllurinn er hluti af ungmenna- garðinum sem er hluti af skólalóð grunnskólans. Ungmennaráð hefur unnið að ungmennagarðinum síðast- liðið ár, meðal annars er búið að setja þar aparólu, grillskýli og kósýskýli. Nú bætist við strandblakvöllur og kósý- róla og í næsta áfanga er gert ráð fyrir trampólínkörfuboltavelli. Forseti Íslands flytur hátíðar- ræðuna ■ Herra Ólafur Ragnar Grímsson, forsti Íslands, flytur hátíðarræðuna á hátíðarhöldum Sjómannadags- ins, sunnudaginn 5. júní n.k. Þetta verður væntanlega ein af síðustu embættisskyldum forsetans en hann lætur af störfum í sumar. Sjóarinn á sam- félagsmiðlum ■ Athygli er vakin á því að dagskrá Sjóarans síkáta er hægt að nálgast í nýja Grindavíkurappinu. Hátíðin er einnig á Snapchat: sjoarinnsikati. Þar munu fulltrúar Sjóarans síkáta sjá um stýra Sapchat aðganginum, meðal annars frá lita-hverfunum fjórum, ungmennaráði og ýmsum fleiri. Sjóarinn síkáti er einnig á Instagram, og er fólk hvatt til að nota #sjoarinnsi- kati og skella inn myndum. Þá er Sjóar- inn síkáti á Facebook í gegnum síðu Grindavíkurbæjar. Heimasíða Sjóarans síkáta er www.sjoarinnsikati.is. Forseti Íslands á Sjóaranum síkáta ■ Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti Íslands, flytur hátíðarræðuna á hátíðarhöldum Sjómannadagsins í Grindavík sunnudaginn 5. júní næstkomandi á Sjóaranum síkáta. Hátíðarræðan verður væntanlega ein af síðustu embættisskyldum forsetans en hann lætur af störfum í sumar. Risa rokktónleikar verða á Sjóaranum síkáta í Grindavík fimmtudaginn 2. júní næstkomandi klukkan 21:00 í íþróttahúsinu, í tilefni af 20 ára af- mæli Sjóarans síkáta. Þar verður þakið sprengt af húsinu en alls koma fram 15 flytjendur, sem flestir búa í, hafa búið í eða tengjast Grindavík á ein- hvern hátt. Þetta fólk kemur úr ólíkum áttum en á það sameiginlegt að njóta þess að flytja frábæra tónlist. Hópur- inn ætlar að flytja framsækið rokk (e. Progressive Rock), sem átti sitt blóma- skeið á áttunda áratugnum. Flutt verða lög eftir hljómsveitir á borð við Pink Floyd, Marillion, Yes og Queen, í bland við nýrra efni. Þessi hópur var með tónleika í Menningarvikunni fyrr á árinu í Grindavíkurkirkju og sló í gegn. Nú verður blásið í alla herlúðra og blásið til enn stærri og kraftmeiri rokkveislu. Hugmyndin kviknaði hjá Sveini Ara Guðjónsyni, Sólnýju Pálsdóttur og syni þeirra Guðjóni eftir að þau fóru í tónlistarsiglingu í Karabíska hafinu á síðasta ári þar sem stór hópur tón- listarfólks víðsvegar að úr heiminum kom saman í þessum tilgangi. Undir- búningur fyrir þá tónleika fór fram í gegnum veraldarvefinn og þegar á svið var komið voru flestir að sjást í fyrsta skipti. Fékk fjölskyldan þá hug- mynd eftir ferðina byggja á svipaðri hugmyndafræði og safna saman tón- listarfóki til að halda uppi heiðri þess- arar tónlistarstefnu. Tónlistin er oft og tíðum krefjandi og óvenjuleg, en lögin voru valin með því markmiði að hver sem er sem hefur áhuga á tónlist geti haft gaman að. Flutt verða lög sem flestir þekkja í bland við nokkrar „faldar perlur”. Lögin eru fjölbreytt og hópur flytj- enda eftir því. Hljómsveitarstjóri er Guðjón Sveinsson. Þeir sem koma fram eru: Söngur: Bergur Ingólfsson, Bjarni Halldór Kristjánsson, Ellert Jóhannsson, Helgi Jónsson, Páll Jó- hannesson, Sólný I. Pálsdóttir, Tómas Guðmundsson og Urður Bergsdóttir. Gítar: Bjarni Halldór Kristjánsson og Guðjón Sveinsson. Hljómborð: Gísli Þór Ingólfsson og Kristján Krist- mannsson. Saxófónn: Kristján Krist- mannsson. Þverflauta: Telma Sif Reynisdóttir. Bassi: Sveinn Ari Guð- jónsson og Þorsteinn Ý. Ásgeirsson. Trommur: Einar Merlin Cortez og Hreiðar Júlíusson. Aðgangseyrir er 2.000 krónur. Rokkið lifir á Sjóaranum síkáta Undirbúningur hefur staðið yfir frá því í ársbyrjun og verður mikið lagt í hátíðina í ár. Barnadagskráin er í öndvegi en búið er ráða Villa og Góa, Gunna og Felix, Einar Mikael, íþrótta- álfinn, Sollu stirðu, Sigga sæta, Gogga Mega, Sirkus Ísland, Pílu pínu, brúðu- bílinn og fleiri. Þá verða leiktæki og hoppukastalar alla helgina, paintball og lazertag, vatnaboltar, gokart, dorg- veiðikeppni, skemmtisigling, sjópulsa í höfninni, krakkakeyrsla á mótor- hjólum, andlitsmálning, svo eitthvað sé nefnt. Einnig verður fiskasafn með lifandi sjávardýrum í fiskabúrum á bryggj- unni á sunnudeginum en það er sam- starfsverkefni Sjóarans síkáta, Hafró í Grindavík, Gunna kafara og sjávarú- vegsfyrirtækjanna í Grindavík. Var þetta gert í fyrsta skipti í fyrra og sló algjörlega í gegn. Einnig hafa frysti- togarar Þorbjarnar safnað saman ýmsum furðufiskum og verða þeir til sýnis fyrir gesti og gangandi. Sullubúr verður fyrir krakkana þar sem þau geta komist í tæri við krabba, skeljar og minni fisktegundir. Óhætt er að segja að landslið skemmti- krafta verði á Sjóaranum síkáta í ár. Á meðal þeirra sem búið er að bóka á Sjóarann síkáta er Páll Óskar sem kemur fram bæði á Bryggjuballi og verður með Palla-ball í íþróttahús- inu. Bræðurnir Jón og Friðrik Dór Jónssynir munu skemmta saman ásamt hljómsveit á bryggjuballinum og heimamaðurinn Ellert Heiðar Jó- hannsson sem sló í gegn í The Voice treður upp ásamt hljómsveit sinni. Ingó Veðurguð sér um brekkusöng eins og honum einum er lagið. Þá verður keppnin Sterkasti maður á Ís- landi á sínum stað og er met þátttaka í ár. Þá mun hópur tónlistarfólks í Grinda- vík standa fyrir klassískri rokkhátíð í íþróttahúsinu. Alls koma fram 15 flytjendur, sem flestir búa í, hafa búið í eða tengjast Grindavík á einhvern hátt. Þetta fólk kemur úr ólíkum áttum en á það sameiginlegt að njóta þess að flytja frábæra tónlist. Hópurinn ætlar að flytja framsækið rokk sem átti sitt blómaskeið á áttunda áratugnum. Flutt verða lög eftir hljómsveitir á borð við Pink Floyd, Marillion, Yes og Queen, í bland við nýrra efni. Björgunarsveitin Þorbjörn kemur að skipulagningu og gæslu á hátíðinni með öflugum hætti að vanda og er í lykilhlutverki á hátíðinni. Hátíðin hefur vaxið með hverju árinu, þar er fjölbreytt dagskrá alla helgina en mikið er lagt upp úr vandaðri barna- dagskrá. Um 25 þúsund gestir voru á hátíðinni í fyrra. Líf og fjör á Sjóaranum síkáta HAFNARGÖTU 35 REYKJANESBÆ Formerkt nafnahandklæði Stærð 1.0 x.50 Áður kr. 1990,- Nú á opnunnar tilboði kr. 990,- Einnig bjóðum við merkingar í handklæði sem áður kostuðu kr. 1850.- á kr 1000.- Verið velkomin að líta inn, margt að sjá. Reynum að halda okkur við að vera með minnst 80% af vöruúrvali okkar íslenskt

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.