Víkurfréttir - 02.06.2016, Side 16
16 fimmtudagur 2. júní 2016VÍKURFRÉTTIR
við erum að
leita að þér!
TILVALIÐ FYRIR NÁMSFÓLK - BYKO
Við leitum að hressum og duglegum einstaklingum á öllum
aldri í afleysingar um helgar og í fjölbreytt sumarstörf 2016.
Störf í verslun fela í sér almenna afgreiðslu og ráðgjöf
til viðskiptavina.
Nauðsynlegt er að hafa ríka þjónustulund og góða hæfni
í mannlegum samskiptum ásamt því að vera stundvís,
jákvæður og heiðarlegur.
SUMAR- OG AFLEYSINGA-
STÖRF Í VERSLUN
fagmennska - dugnaður - lipurð - traust
Umsókn skal senda á verslunarstjóra BYKO á Suðurnesjum,
Írisi Sigtryggsdóttur, á netfangið iris@byko.is
Blikavelli 2 - 235 Keflavík Airport
sími 595 1900 - www.hotelairport.is
Aurora Star Hotel ehf
Airport Hotel
Keflavik - Iceland Aurora Star
Airport Hótel Aurora óskar eftir
að ráða starfsfólk í móttöku
Starfsmaður verður að tala góða íslensku og ensku,
Framtíðarstarf fyrir hæfan starfskraft
Getum einnig við bætt við okkur þernum og
aðstoð við morgunverð í sumarafleysingar.
Umsóknir skal senda á hotelairport@hotelairport.is
Umsóknarfrestur til 13. júní.
kunnátta í fleiri tungumálum er kostur einnig reynsla
af sambærilegum störfum. Unnið er á vöktum
Create PDF files without this message by purchasing novaPDF printer (http://www.novapdf.com)
ÍBÚAFUNDUR Í HLJÓMAHÖLL
Reykjanesbær kynnir vinnslutillögur vegna
endurskoðunar á aðalskipulagi Reykjanesbæjar
2008 - 2024 í Merkinesi, Hljómahöll miðviku-
daginn 8. júní kl. 17:00 - 19:00.
Kynningin er skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga
nr. 123/2010. Meðal annars verður farið yfir
þéttingu byggðar, atvinnusvæði og samgöngur.
Í framhaldi verður endanleg tillaga unnin og
auglýst eftir athugasemdum. Gefinn verður sex
vikna frestur til að skila inn athugasemdum.
Par frá Kóreu sem missti af vél sinni
frá Keflavíkurflugvelli á dögunum
var himinlifandi með aðstoð sem
þau fengu frá Kristjáni Þór Karlssyni,
þjónustufulltrúa eignaumsýslu hjá
Isavia. Seungsoo Shin, annar ferða-
mannanna, skrifaði færslu og birti á
Facebook-síðu Keflavíkurflugvallar
þar sem fram kom að þau hafi mis-
skilið hvenær vélin þeirra átti að fara
í loftið, ekki verið með pening sé síma
og að þau hafi ekki fundið starfsmann
frá flugfélaginu sínu. „Þetta leit ekki
vel út en þá kom Kristján til sögunnar.
Við sögðum honum söguna okkar
og hann hjálpaði okkur og fann upp-
lýsingar um betra flug þó að hann hafi
ekki þurft þess. Hann var mjög al-
mennilegur allan tímann og gerði sitt
vesta fyrir okkur í heila þrjá klukku-
tíma. Hann var bjargvætturinn okkar
og ég vil þakka honum fyrir fyrir. Ég
veit ekki hvernig þetta hefði verið
hefði hann ekki hjálpað okkur,“ segir
í færslu Seungsoo Shin. Færslan fór
eins og eldur um sinu netheima, en
yfir 5000 netverjar lýstu yfir ánægju
með færsluna og rúmlega 500 manns
deildu póstinum.
„Stór hluti af vinnutímanum fer í eitt-
hvað í líkingu við þetta tilvik, þó að
þau sé kannski ekki alveg eins en þá er
þetta nokkuð algengt,“ segir Kristján
í spjalli við Víkurfréttir. Hann segir
ferðamenn lenda í alls kyns hrakn-
ingum á sambandi við flug sín, bæði
hér á landi og erlendis. „Þá er maður
til aðstoðar og gefur fólki tækifæri til
að komast í samband á réttan stað. Það
kemur líka fyrir að fólk hafi týnt öllum
sínum skilríkjum og þá komum við
þeim í samband við þeirra sendiráð
ef slíkt er ekki á landinu. Það er því
ýmislegt sem til fellur,“ segir Krist-
ján og bendir á að við úrlausn á máli
ferðamannanna frá Kóreu hafi hann
notið góðrar aðstoðar frá fleiri starfs-
mönnum flugvallarins.
Fréttir af sívaxandi ferðamanna-
straumi hafa vart farið fram hjá
neinum og er áætlað að á þessu ári
komi um 1,7 milljón erlendra ferða-
manna til Íslands. Kristján segir starfs-
menn Keflavíkurflugvallar finna vel
fyrir aukningunni og að með fleiri
ferðamönum komi upp fleiri atvik
sem greiða þarf úr. Kristján segir allan
gang á því hvort fólk sé jafn þakk-
látt fyrir hjálpina og ferðamennirnir
frá Kóreu. Stundum fái starfsfólkið
skammir þrátt fyrir að hafa varið
löngum tíma í úrlausn mála, sem jafn-
vel fóru úrskeiðis á öðrum flugvöllum.
„Maður tekur því líka. Fólk í þjón-
ustustörfum þarf að geta tekið sorg
og gleði.“
Kristján hefur starfað hjá Isavia á
Keflavíkurflugvelli frá vorinu 2006
og er því að fara að vinna sitt ellefta
sumar þar. Áður var hann hinu megin
á heiðinni, hjá varnarliðinu. Þar var
hann í tuttugu ár með tíu ára hléi
þegar hann var grunnskólakennari á
Raufarhöfn. „Ég tók ársleyfi árið 1981
en snéri þó ekki til baka fyrr en 1991.
Ég fékk ársleyfinu alltaf framlengt. Ég
ætlaði bara að hvíla mig á varnarliðinu
í eitt ár en svo teygðist á því.“
Hvunndagshetjan Kristján varð
internetstjarna á svipstundu
●● Kóreskir●ferðamenn●ánægðir●með●úrlausn●sinna●●
mála●sem●tók●rúmlega●þrjá●klukkutíma
Ökumenn ýmist í símanum eða á ofsahraða
Sjö hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur
í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum
á undanförnum dögum. Sá sem hraðast
ók mældist á 147 km. hraða á Reykjanes-
braut þar sem hámarkshraði er 90 km. á
klukkustund. Þar var á ferðinni ökumaður
um tvítugt. Annar hinna átta ók sviptur
ökuréttindum. Þá voru átta ökumenn til
viðbótar staðnir að því að tala í síma undir
stýri án handfrjáls búnaðar og fimm óku á
nagladekkjum. Loks hafði lögregla afskipti
af þremur ökumönnum vegna gruns um
fíkniefnaakstur.