Víkurfréttir - 02.06.2016, Blaðsíða 18
18 fimmtudagur 2. júní 2016VÍKURFRÉTTIR
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Reykjavík
Reykjanesbæ
Steypugljái á
stéttina í sumar
Superseal og Clear Guard
steypugjái Steypugljáinn sem endist!
VIÐBURÐIR
DAGSKRÁ SJÓMANNADAGS
Sjómannamessa á vegum Ytri-Njarðvíkurkirkju og
dagskrá í Duus Safnahúsum 5. júní kl. 11:00.
Nánari upplýsingar um viðburðina er að finna á vef
Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is/upplysingatorg/
dagatal-og-vidburdir. Allir velkomnir.
OPNUN SUMARSÝNINGA
Laugardaginn 4. júní kl. 14:00 verða tvær nýjar
sýningar opnaðar í Duus Safnahúsum; Mann-
félagið og Sögur úr bænum - stiklað á stóru.
FJÖLMENNINGARDAGUR/MULTICULTURAL DAY
Fjölbreytt dagskrá í Bókasafni Reykjanesbæjar
4. júní kl. 12:00.
Yfir 500 manns tóku þátt í umfangsmikilli flugslysaæfingu
sem haldin var á Keflavíkurflugvelli um síðustu helgi.
Æfingin er ein stærsta hópslysaæfing sem haldin hefur
verið á Íslandi og eru æfingar sem þessar mjög mikilvægar
heildarviðbragðskerfi Íslands hvort sem um flugslys eða
önnur hópslys er að ræða.
Isavia heldur utan um skipulag æfinganna en mikill fjöldi
annarra viðbragðsaðila kemur að þeim, svo sem starfs-
menn Keflavíkurflugvallar, lögregla, slökkvilið, sjúkra-
flutningsaðilar, starfsmenn sjúkrahúsa, almannavarnir,
björgunarsveitir, Rauði krossinn, prestar, rannsóknaraðilar
auk fjölda annarra.
Flugslysaæfingar sem þessar eru að jafnaði haldnar á um
fjögurra ára fresti á hverjum flugvelli á Íslandi þar sem
starfrækt er áætlunarflug og hefur Isavia haldið yfir 40 flug-
slysaæfingar frá árinu 1996.
Sett var á svið flugslys þar sem þota með 150 einstaklinga
um borð lenti utan vallar vestan við suðurenda norður-
suður flugbrautarinnar. Vettvangurinn var gerður mjög
raunverulegur en kveikt var í bílflökum til þess að líkja eftir
flugvélabúk, sjúklingar voru farðaðir og allt gert til þess að
gera hann sem líkastan raunverulegu slysi. Æfingin gekk
vel en að henni lokinni munu allir þættir hennar verða
rýndir og farið yfir þau atriði sem mætti bæta.
Meðfylgjandi myndir voru teknar á æfingunni. Nánar
verður fjallað um æfinguna í Sjónvarpi Víkurfrétta í kvöld,
fimmtudagskvöld, klukkan 21:30. Þátturinn verður einnig
á vf.is í háskerpu.
Yfir 500 þátttakendur í hóp-
slysaæfingu á Keflavíkurflugvelli
Okkar ástkæri frændi,
Guðmundur Snorrason,
Þórustíg 15, Njarðvík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 29. maí sl.
Útförin fer fram frá Innri- Njarðvíkurkirkju,
mánudaginn 6. júní kl. 11:00.
Frændsystkini og nánustu aðstandendur.
Stærri vélar hafa bæst í flota Icelandair
og WOW air að undanförnu og er því
verið að gera breytingar á farangurs-
flokkunarkerfi í flugstöðinni á Kefla-
víkurflugvelli. Frá þessu er greint á
vefnum Turisti.is. Icelandair tók í vor
í notkun Boeing 767 breiðþotur með
sætum fyrir 262 farþega og WOW Air
mun á næstu dögum taka í notkun
enn stærri Airbus 330 þotur.
Vegna þessa er verið að stækka farang-
urssal flugstöðvarinnar og hefur því
hægt á afköstum og þessa vikuna eru
farþegar beðnir um að mæta í flug-
stöðina þremur tímum fyrir brottför.
Á vef Isavia kemur fram að nýja kerfið
hafi rúmlega tvöfalda flokkunargetu
á við það gamla og nauðsynleg við-
bót við núverandi kerfi. Í nýjum sal
er auk þess mun betri vinnuaðstaða
fyrir starfsfólk og nú verður unnt að
þjónusta farangursgáma sem notaðir
eru í breiðþotur. Framkvæmdir við
nýjan sal hófust í nóvember á síðasta
ári, stuttu eftir að flugfélögin höfðu
tilkynnt um þá ákvörðun að taka
breiðþoturnar í notkun. Nýbyggingin
sem hýsir salinn er 3.000 fermetrar að
stærð en þar af er nýi salurinn 2.100
fermetrar.
Breytingar vegna
breiðþotna