Víkurfréttir - 02.06.2016, Síða 19
19fimmtudagur 2. júní 2016 VÍKURFRÉTTIR
ÍÞRÓTTIR Eyþór Sæmundsson // eythor@vf.is
Elías á skots-
kónum í norska
boltanum
Daníel Leó kom inn á sem vara-
maður í Suðurnesjaslag
■ Keflvíkingurinn Elías Már Óm-
arsson skoraði fyrra mark Vale-
renga í 2-2 jafntefli gegn Aalesund
í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta
um helgina. Var þetta annað mark
Elíasar á leiktíðinni. Í liði Aalesund
leikur Grindvíkingurinn Daníel Leó
Grétarsson, en hann kom inn á sem
varamaður í byrjun seinni hálfleiks.
Aalesund er í 12. sæti deildarinnar
en Valerenga í því 13. eftir tíu um-
ferðir.
Sandgerðingar
stigalausir í
3. deild
■ Það gengur hvorki né rekur hjá
Reynismönnum í 3. deild karla í fót-
bolta. Þeir töpuðu 2-4 á heimavelli
sínum gegn Kára um liðna helgi.
Þorsteinn Þorsteinsson og Birkir
Freyr Sigurðsson skoruðu fyrir
Sandgerðinga í leiknum. Sand-
gerðingar hafa tapað öllum þremur
leikjum sínum í deildinni og hafa
fengið á sig þrjú mörk, að meðaltali,
í leik.
Stefan Alexander Ljubicic mun á næstunni yfir-
gefa æskuslóðirnar í Keflavík og halda til Brighton
á Englandi. Þar hefur hann samið við lið Brighton
Hove Albion sem leikur í næst efstu deild Englands.
Stefan er aðeins 16 ára en hann hefur leikið með
yngri landsliðum Íslands og æft með meistaraflokki
Keflavíkur undanfarin tvö ár. Hann lék þrjá leiki í
Pepsi-deildinni í fyrra og hefur verið í hópnum í
byrjun tímabils í 1. deildinni.
Eftir frábæra frammistöðu með 17 ára liði Íslands
þar sem Stefan á að baki átta leiki, þá fór hann að
vekja athygli liða á Bretlandseyjum. Fyrir utan Brig-
hton fór Stefan á reynslu til skoska stórliðsins Celtic
og enska liðsins Norwich. „Mér leist best á Brighton.
Þeir eru með nýja akademíu og hugsa vel um mann
innan vallar sem utan. Mér leið vel þar,“ segir Stefan
sem heldur utan eftir mánuð. „Þetta verður bara
ævintýri, vona ég. Það verður erfitt en ég elska fót-
bolta mest í heiminum og stefni á að ná langt,“ segir
framherjinn ungi sem verður 17 ára í október. „Eng-
land finnst mér vera hjarta fótboltans. Það vilja allir
leikmenn koma til Englands,“ bætir hann við.
Stefan fór á reynslu hjá Brighton þar sem leikið
var gegn sterku unglingaliði Chelsea þar sem Kefl-
víkingurinn skoraði mark og lék afar vel. Strax eftir
þann leik var honum boðið að koma til liðsins.
Brighton er spennandi borg að sögn Stefans, en hún
er á Suður Englandi í um 20 til 30 mínútna fjar-
lægð frá London. Áður en ákvörðun var tekin þá
ráðfærði Stefan sig við nokkra aðila. Hann ræddi
meðal annars við Keflvíkinginn Samúel Kára Frið-
jónsson sem leikið hefur með Reading á Englandi
frá unglingsaldri. „Hann sagði mér að þetta geti
verið erfitt þar sem maður er fjarri vinum og fjöl-
skyldu. Þetta getur líka verið magnað. Maður verður
leiður á einhverjum tímapunkti. Maður þarf bara að
vera sterkur og njóta.“ Lið Brighton var nálægt því
að komast upp í úrvalsdeild nú í vor en það féll úr
keppni í útsláttarkeppni á síðustu stundu.
Var efnilegur í körfubolta
Stefan var góður í körfuboltanum á sínum tíma en
hætti fyrir rúmlega tveimur árum. Hann ætlaði sér
þó alltaf að velja fótboltann sem hann segir hafa
verið rétta ákvörðun. Hann er hávaxinn svona
miðað við fótboltamann, enda 193 cm á hæð. Hann
gnæfir orðið yfir fjölskylduna sína. „Þetta er frekar
furðulegt. Ég veit ekki hvaðan þetta kemur, það er
enginn stór í fjölskyldunni.“ Stefan á ekki langt að
sækja fótboltahæfileikana en hann er sonur Zoran
Ljubicic sem gerði það gott sem leikmaður og síðar
þjálfari hjá Keflavík. Nú er Stefan framherji en
hann getur einnig leikið í holunni svokölluðu fyrir
aftan framherjana. Áður fyrr lék hann á miðjunni
í varnarsinnuðu hlutverki. „Pabbi færði mig framar
og kenndi mér stöðuna. Það gekk vel og ég fór að
skora mörk. Ég á honum margt að þakka. Hann
og Haukur þjálfari hafa kennt mér mikið og þakka
ég þeim óendanlega fyrir.“ Stefan er sjálfur metn-
aðarfullur og hefur lagt hart að sér til þess að verða
góður leikmaður. „Ég æfi eitthvað á hverjum degi.
Ef það er ekki æfing þá fer ég bara út í fótbolta eða
fer niður á völl og fer að skjóta. Það er leyndarmálið,
aukaæfingar.“
Bojan eldri bróðir Stefans er leikmaður í meistara-
flokki Keflavíkur eins og Stefan. Það kemst því lítið
annað að en fótbolti á heimilinu. „Fótbolti er það
eina sem er í sjónvarpinu og við erum alltaf að tala
um fótbolta heima,“ segir Stefan að lokum.
ENGLAND ER
HJARTA
FÓTBOLTANS
● Hinn 16 ára Stefan Ljubicic úr Keflavík
samdi við 1. deildarlið Brighton
Aðspurður um fyrirmynd í fótbolt-
anum þá nefnir Stefan Svíann Zlatan
Ibrahimovic. Hann er einmitt stór
framherji sem býr yfir mikilli tækni,
þannig að Stefan er frekar líkur Sví-
anum sterka á velli.
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir
fagnaði um helgina Evrópu-
meistaratitli í Crossfit annað árið
í röð. Njarðvíkingurinn Sara átti í
harðri keppni við löndu sína An-
nie Mist Þórisdóttir en að lokum
stóð Sara uppi sem sigurvegari.
Hún leiddi allt mótið og vann að
lokum tíu stiga sigur, hlaut 650 stig á meðan
Annie hlaut 640 stig.
Sara sigraði tvær greinar, varð tvisvar í öðru
sæti og í því þriðja, en í einni grein hafnaði hún
í fimmta sæti.
Um hundrað félagar Söru úr Crossfit Suðurnes
komu saman í Sporthúsinu á Ásbrú til þess að
fylgjast með henni í lokagreinunum. Gríðarleg
fagnaðarlæti brutust út þegar ljóst var að Sara
hefði sigrað. Fjölskylda Söru og aðrir Suður-
nesjamenn fjölmenntu einnig til Madrid til þess
að hvetja hana til dáða.
Ragnheiður Sara Evrópumeistari annað árið í röð
● Fer á heimsleikana í Los Angeles í sumar
Rúmlega 100 æfingafélagar Söru hjá Crossfit Suðurnes mættu í Sporthúsið til þess að fylgjast með sinni konu.