Víkurfréttir - 02.06.2016, Side 20
20 fimmtudagur 2. júní 2016VÍKURFRÉTTIR
Keflvíkingar unnu mikilvægan sigur
á grönnum sínum úr Grindavík í 1.
deild karla í fótbolta í dag. Leikur-
inn fór fram í Bítlabænum og unnu
heimamenn 2-0 sigur með mörkum
frá Magnúsi Þóri Matthíassyni og
Sigurbergi Elissyni.
Það er hægt að tala um óskabyrjun
Keflvíkinga en að sama skapi um mar-
tröð fyrir Grindvíkinga. Gestirnir
færðu Keflvíkingum þá mark á silfur-
fati þegar Hlynur Hlöðversson mark-
vörður þeirra sendi aukaspyrnu beint
fyrir fætur Magnúsar Matthíassonar
sem skoraði auðveldlega í autt markið
strax á 2. mínútu. Klaufalegt hjá
Grindvíkingum sem þó voru sterkari
aðilinn framan af leik. Þeir héldu bolt-
anum vel en komust lítið áleiðis gegn
vel skipulagðri vörn Keflvíkinga sem
lágu aftarlega á vellinum og sóttu hratt
þegar færi gafst.
„Þeir gerðu bara engin mistök í dag.
Það skilur á milli þar sem við gerum
tvö mjög afdrifarík mistök í leiknum.
Það er eitthvað sem við verðum að
læra af. Við gerum okkar hluti ágæt-
lega en það er lítið sem við getum gert
í þessu. Við vorum ekki alveg nógu
beittir og stundum slitnir í varnar-
leiknum. Þannig að það eru nokkrir
litlir hlutir sem við þurfum að vinna í
á æfingasvæðinu,“ sagði Gunnar Þor-
steinsson, miðjumaður Grindvíkinga,
í leikslok.
„Það vantaði kannski smiðshöggið
í sókninni, þessa síðustu sendingu.
Það var mikið um pústra í leiknum en
það er við því að búast enda er þetta
Grindavík-Keflavík,“ bætir hann við.
Grindvíkingar höfðu verið á mikilli
siglingu og unnið þrjá fyrstu leiki sína
í 1. deild auk þess að vera komnir í 16
liða úrslit bikarkeppninnar. „Lið sem
ætlar sér að gera eitthvað þarf að koma
sterkt til baka þegar það lendir í mót-
læti, við munum bara halda áfram.“
Það var ekki mikið um hættuleg færi
í fyrri hálfleik og liðin voru að fikra
sig áfram. Sóknarleikur beggja liða
var ekkert sérstaklega beittur og því
má auðveldlega tala um miðjumoð.
Í síðari hálfleik breyttist ekki mikið í
leiknum. Grindvíkingar fengu mikið
af hornspyrnum og nokkrum auka-
spyrnum sem nýttust ekki nægilega
vel.
Það var svo á 66. mínútu sem Kefl-
víkingar fengu aðra gjöf frá Grindvík-
ingum. Þá var Magnús Matthíasson á
leið út úr teig Grindvíkinga eftir horn-
spyrnu, þegar Hlynur markvörður
virðist fella hann. Dómarinn benti á
punktinn og vítaspyrna niðurstaðan.
Sigurbergur Elisson steig upp og sendi
boltann rakleiðis í netið. Keflvíkingar
því komnir í kjörstöðu og á brattan að
sækja fyrir Grindvíkinga. Talsverður
hiti færðist í leikinn eftir seinna
markið en menn héldu þó haus. Kefl-
víkingar lönduðu sigrinum og eru því
enn ósigraðir í 1. deildinni.
Miðjumaðurinn Jónas Guðni Sæv-
arsson í Keflavíkurliðinu var maður
leiksins að margra mati enda kom ekki
margt framhjá honum á miðjunni.
„Þetta var mjög svo gott. Sérstaklega
það að halda hreinu og ég var hriklega
ánægður með hvað við vorum agaðir
og með fókus allan leikinn.“ Kefl-
víkingar voru ekki að standa undir
væntingum að margra mati áður en
kom að leiknum gegn Grindavík. „Ég
veit ekki hvort þetta var léttir. Mér
fannst ekki vera komin einhver pressa
á okkur. Það er bara gott að vinna og
að halda hreinu,“ sagði jaxlinn Jónas
og bætti við. „Ég er í rauninni bara
mjög sáttur við hvernig þetta hefur
byrjað. Ég meina, við erum ekki búnir
að tapa leik. Við erum að finna takt-
inn og hvernig okkur líður best. Þegar
við erum þéttir og beitum skyndi-
sóknum þá erum við mjög öflugir. Ég
geri mér þó grein fyrir að við munum
stjórna fullt af leikjum í sumar. Þegar
við erum með boltann þá opnumst
við dálítið en við erum að vinna í því
að vera þéttari og skynsamari þegar
við missum boltann.“ Jónas virðist í
fantaformi svona í upphafi sumars.
Hann skoraði í sínum fyrsta heima-
leik eftir langa útlegð erlendis og í
Vesturbænum. „Það þarf bara að láta
vita að maður sé kominn heim, það
er bara þannig. Það var mjög ljúft.
Ég hef aldrei verið betri. Ég er bara
eins og rauðvínið, verð bara betri með
aldrinum,“ segir Jónas sem er 33 ára.
Svarið var svo stutt og laggott þegar
Jónas var spurður út í það hvort hann
yrði mættur í Keflavíkurbúning í Pepsi
deildina næsta sumar. „Já“
Grindvíkingar sem voru með fullt hús
stiga fyrir leikinn fóru niður í 2. sæti
með ósigrinum og hafa níu stig. Kefl-
víkingar eru nú aðeins einu stigi á eftir
þeim gulklæddu í 3. sæti með átta stig.
Keflvíkingar sækja KA-menn heim á
laugardaginn á Akureyri en að margra
mati fara þar tvö sterkustu lið 1.
deildarinnar. Grindvíkingar fá Leikni
R. í heimsókn í kvöld, fimmtudag,
en oft hefur verið talað um að þessi
tvö lið muni veita hinum ofangreindu
hvað mesta samkeppni í baráttunni
um sæti í Pepsi deildinni.
Gjafmildi Grindvíkinga
færði Keflvíkingum
sigur í Suðurnesjaslag
●● Grindvíkingar●af●toppnum●
●● Stigi●munar●á●Suðurnesjaliðunum
Eftir mikinn baráttuleik þá var það
draumamark frá hinni 16 ára gömlu
Anitu Lind Daníelsdóttur sem tryggði
Keflvíkingum sigur gegn grönnum
sínum frá Grindavík þegar liðin áttust
við í 1. deild kvenna. Niðurstaðan varð
1-0 en markið kom í uppbótartíma
þar sem Anita lét vaða af löngu færi og
boltinn small í slánni og inn. Rosaleg
negla í samskeytin sem markvörður
Grindvíkinga réði ekkert við. „Þetta
var geðveikt. Ég er að fara grenja
hérna, sko,“ sagði markaskorarinn og
hló í viðtali við Víkurfréttir nokkrum
augnablikum eftir markið magnaða.
„Ég hugsaði bara um að klára þetta,
hitta rammann. Þetta er drauma-
mark og gaman að skora svona,“ bætti
Anita við. Keflvíkingum hefur ekki
gengið mjög vel gegn grönnum sínum
undanfarin tímabil.
„Við höfum ekki náð að vinna þetta
lið sem þær eru með núna. Þetta er
allt annað lið en á undirbúningstíma-
bilinu og ég er rosalega ánægð með
þennan sigur. Þessi sigur hafði heldur
betur mikla þýðingu fyrir okkur.
Þetta var erfiður leikur enda eru þær
drullugóðar. Við erum þó með góða
hlaupagetu og erum duglegar, það
skilar okkur sigrum.“ Keflavíkur-
konur hafa byrjað mótið vel og hafa
ekki ennþá tapað leik. „Þessi byrjun
okkar er fín. Ég var pínu stressuð fyrir
þennan leik enda gegn Grindavík, en
maður þarf að halda kúlinu,“ sagði
unglingalandsliðsmaðurinn Anita
sem er ein af mörgum efnilegum
stelpum í liði Keflvíkinga.
Í fyrri hálfleik var jafnræði með lið-
unum en heimakonur í Keflavík voru
ívið sprækari. Taflið snerist svo við í
síðari hálfleik og Grindvíkingar réðu
ferðinni og áttu fleiri færi. Þær voru
nokkrum sinnum nærri því að skora
en Sarah Magdalene Story í marki
Keflvíkinga átti frábæran dag og varði
oft og tíðum meistaralega. Grind-
víkingar náðu næstum að komast
framhjá henni en skot sem rataði yfir
hana hafnaði í slánni og Keflvíkingar
sluppu með skrekkinn.
Þegar allt virtist svo stefna í jafntefli
fengu Keflvíkingar skyndisókn á 93.
mínútu. Anita Lind vann þá boltann
á eigin vallarhelmingi og tók á mik-
inn sprett. Þegar hún var við það að
nálgast vítateiginn þá lét hún vaða
með sínum öfluga vinstri fæti. Boltinn
sveif fallega og hafnaði eins og áður
segir í samskeytunum. Sannkallað
draumamark og Keflvíkingar ærðust
af fögnuði. Keflvíkingar hafa nú unnið
báða leiki sína og eru í efsta sæti B-
riðils 1. deildar.
Guðmundur Valur Sigurðsson, þjálf-
ari Grindvíkinga, var skiljanlega ekki
sáttur í leikslok. „Mér fannst við vera
mun sterkari í seinni hálfleik og áttum
fullt af tækifærum til þess að klára en
nýttum það ekki og fengum þetta því
bara beint í andlitið, sem er súrt. Þetta
var frábært skot hjá henni.“ Grind-
víkingar höfðu unnið 9-0 sigur í fyrsta
leik Íslandsmótsins en Keflvíkingar
komu þeim gulklæddu aftur á jörð-
ina. „Ég held að þetta séu bara tvö
ágætis lið. Mér finnst við hefðum átt
að hirða sigurinn en svona er fótbolt-
inn. Við höldum ótrauðar áfram en
þetta drepur okkur ekki. Við stefnum
ótrauðar á að vera að berjast um sæti
í efstu deild. Það eru óvenju margar
stelpur sem eru að æfa og spila með
meistaraflokki Grindavíkur. Kvenna-
boltinn er í toppmálum þar eins og
undanfarin ár.“
Suðurnesjaliðin leika bæði á útivelli
í kvöld, fimmtudag. Grindvíkingar
heimsækja Hauka á meðan Keflvík-
ingar leika gegn Aftureldingu.
●● Ungt●Keflavíkurlið●byrjar●af●krafti
Undramark í blálokin réði úrslitum í grannaslagnum
Draumamark Anitu og afdrifarík
mistök í tvöföldum Suðurnesjaslag
■ Það var óneitanlega sérstakt að Keflavík og Grindavík mættust í 1. deild, bæði karla og kvenna, núna með tveggja daga millibili á Nettóvellinum í Reykjanesbæ. Leikir milli þessara Suðurnesjarisa
í fótboltanum eru alltaf fjörugir og baráttan alltaf örlítið meiri en í öðrum leikjum. Að þessu sinni voru það Keflvíkingar sem komu sigurreifir úr báðum viðureignum. Karlalið Keflavíkur hafði 2-0
sigur að þessu sinni þar sem stór mistök Grindvíkinga reyndust dýrkeypt. Kvennaleikurinn var stál í stál þar sem úrslitin réðust með sannkölluðu draumamarki hinnar 16 ára Anitu Lindar Daní-
elsdóttur í blálokin.
Barátta í teignum. Það er alltaf sérstök stemmning í leikjum Keflvíkinga og Grindvíkinga.
Ekkert gefið eftir um baráttuna um boltan.