Víkurfréttir - 02.06.2016, Side 26
26 fimmtudagur 2. júní 2016VÍKURFRÉTTIR
Guðmundur Bjarni Sigurðsson eig-
andi Kosmos & Kaos gagnrýnir vinnu-
brögð og ákvörðun Reykjanesbæjar
varðandi hönnun nýs upplýsingave-
fjar í aðsendri grein á vef Víkurfrétta
28. maí síðastliðinn í grein, sem ber
heitið, „Eitthvað annað
– áburðarverksmiðja
nei takk“. Í greininni
segir Guðmundur:
„Við vitum hver staða
Reykjanesbæjar er og
hún gefur fullt tilefni
til hagkvæmni í rekstri.
Veflausnir eru hluti
af þeirri hagkvæmni.
Verkkaupi leggur út dá-
góða fjárhæð fyrir verkinu en ef vel er
að verki staði hlýst ákveðin rekstrarleg
hagkvæmni af góðum lausnum. Og
hvað sparast með þeim gjörningi að
flytja veflausnirnar til Eyjafjarðar?
Ef litið er á stóra samhengið þarf að
muna ansi miklu á tilboðum til að
það borgi sig að færa þessi viðskipti úr
heimabyggð.“
Allir gátu framkvæmt verkið og því
var lægstbjóðandi valinn
Fyrr á þessu ári gerði Reykjanesbæjar
verðkönnun hjá sex hugbúnaðar-
fyrirtækjum, fimm tóku þátt. Það
voru Advania, Dacoda, Hugsmiðjan,
Kosmos & Kaos og Stefna hug-
búnaðarhús. Eftir vandlega skoðun
og ígrundun var ákveðið að ganga til
samstarfs við Stefnu. Tilboð Stefnu
hugbúnaðarhúss var lægst, næstlægsta
tilboð átti Dacoda, þriðja lægsta til-
boð átti Hugsmiðjan, fjórða lægsta til-
boðið átti Kosmos & Kaos og fimmta
lægsta tilboð átti Advania. Þar sem
nokkrir aðilar óskuðu trúnaðar á til-
boðum sínum, þá eru verð ekki upp-
gefin, enda var óskað eftir trúnaði í
útboðsgögnum og má færa rök fyrir
því að það gangi í báðar áttir.
Fyrirtækið Sjá ehf. sá um óháða ráð-
gjöf varðandi kröfulýsingu/útboðs-
lýsingu ásamt því að sjá um útboðið
sjálft og samskipti við bjóðendur. Á
heimasíðu þess; www.sja.is, segir m.a.;
„Fyrirtækið hefur verið leiðandi á
sviði rannsókna og úttekta á notenda-
hegðun og aðgengismálum á vefnum
og er það fyrsta sinnar tegundar á Ís-
landi. Sjá hefur sérhæft sig í að prófa
vefi og viðmót með notendum í því
skyni að kasta ljósi á notendavanda-
mál svo fyrirtæki geti betur bætt úr
þeim.“
Við mat við val á samstarfsaðila
segir í útboðsgögnum:
„2.3 Mat við val á samstarfsaðila
Við mat á bjóðanda er eftirfarandi lagt
til grundvallar, athugið að röð atriða
endurspeglar ekki vægi við mat:
1. Þjónusta bjóðanda
2. Verð
3. Starfsmenn sem koma að verkinu
og reynsla þeirra
4. Verk- og tímaáætlun bjóðanda
5. Leyfis og uppfærslumál bjóðanda
6. Viðmót kerfis; bakendi og fram-
endi.
7. Fjöldi vefsíðna í kerfinu á Íslandi
8. Fjöldi nýrra notenda sl. 2 ár
Áskilin er réttur til að taka hvaða
tilboði sem er eða hafna öllum.“
Mat umsjónaraðila verðkönnunar-
innar þ.e. Sjá ehf., var það að allir
aðilar gætu framkvæmt verkið, en
jafnframt var lægstbjóðandi sterkur á
fleiri sviðum en verðinu s.s. þjónustu,
verk- og tímaáætlun, viðmóti, fjölda
vefja/nýrra notanda og því var niður-
staðan að lægstbjóðandi var valinn.
Tvö lægstu tilboðin voru í samræmi
við kostnaðaráætlun, en önnur mun
hærri og má í því sambandi nefna að
tilboð Kosmos & Kaos var rúm 80%
yfir kostnaðaráætlun.
Svanhildur Eiríksdóttir
verkefnastjóri upplýsinga- og kynn-
ingarmála hjá Reykjanesbæ
Það vita það kannski ekki allir en í
Reykjanesbæ er blómstrandi upp-
lýsingatæknigeiri. Ég fór á stúfana
fyrir ekki svo löngu og vildi halda
tækni- og hönnunarhitting hérna á
svæðinu. Það kom mér strax á óvart
hversu mörg stöndug fyrirtæki eru
staðsett hér, fannst
eins og ég ætti að vita
þetta verandi hluti af
hópnum. Það eru ótal
hönnunar f yr ir tæki
á svæðinu að hanna
ótal hluti. Tæknifyrir-
tækin (forritun ýmis
konar) eru ekki færri.
Ég get í fljótu bragði
talið upp fjögur fyrir-
tæki á Suðurnesjum
sem hanna, forrita og viðhalda vefjum
fyrir stærri og minni fyrirtæki hérna
á svæðinu, út um allt land og allan
heim. Þá eru ekki talin með þau
fyrirtæki sem koma að sérhæfðari
lausnum. Og það er mikið að gera hjá
öllum. Gleymum heldur ekki þeim
fjölmörgu sem búsettir eru hér en
sækja vinnu á höfuðborgarsvæðinu:
Hérna búa margir grafískir hönnuðir,
vefhönnuðir, forritarar, vefforitarar,
verkefnastjórar og stjórnendur í upp-
lýsingatæknistörfum. Hér er sem sagt
alvöru upplýsingatæknigeiri.
Hjá Kosmos & Kaos var aldrei spurn-
ing um annað en að hafa höfuðstöðvar
fyrirtækisins í Reykjanesbæ. Það
vantaði sárlega eitthvað móralskt gott
hingað á þeim tíma (árið 2010) og við
kappkostuðum við hafa eins mikla
starfsemi hér og mögulegt var. Versla
heima, tala svæðið upp við hvert tæki-
færi, ráða fólk af svæðinu til starfa eða
flytja það hingað.
Fyrir skemmstu ákvað Reykjanesbær,
stærsta sveitarfélagið á svæðinu, að
færa alla vinnu við sína vefi úr heima-
byggð og norður í Eyjafjörð. Tvö fyrir-
tæki í Reykjanesbæ hafa um árabil
byggt upp og þjónustað veflausnir
sveitarfélagsins. Norðan heiða er nú
unnið að því afrita sjö ára gamlar
hönnunaráherslur þessara heima-
fyrirtækja fyrir nýja vefi. Við reyndar
stöndum hvorki né föllum með við-
skiptum okkar við sveitarfélagið, en
hvað er verið að pæla?
Við vitum hver staða Reykjanes-
bæjar er og hún gefur fullt tilefni til
hagkvæmni í rekstri. Veflausnir eru
hluti af þeirri hagkvæmni. Verkkaupi
leggur út dágóða fjárhæð fyrir verkinu
en ef vel er að verki staði hlýst ákveð-
in rekstrarleg hagkvæmni af góðum
lausnum. Og hvað sparast með þeim
gjörningi að flytja veflausnirnar til
Eyjafjarðar? Ef litið er á stóra sam-
hengið þarf að muna ansi miklu á til-
boðum til að það borgi sig að færa
þessi viðskipti úr heimabyggð.
Hönnunar- og UT (upplýsingatækni)
fyrirtækin á Suðurnesjum borga sína
skatta og skyldur hér. Fyrirtæki í sama
geira í Eyjafirðinum borga sitt til sam-
félagsins þar.
Í ljósi þess að UT geirinn er sá hraðast
vaxandi í heiminum er óhætt að líta á
stuðning við uppbyggingu hönnunar-
og UT fyrirtækja á landsbyggðinni
sem fjárfestingu. Fjárfestingu í fjöl-
breytni í atvinnusköpun, í þekkingu,
í búsetu, í nýsköpun og fleiru. Fjár-
festingu gegn spekileka.
Reykjanesbær hefur nú stigið stórt
skref í að fjárfesta ekki í þessari þróun
í sinni heimabyggð.
Reyndar er staðan þannig að aðeins fá
fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á
Suðurnesjum kaupa sínar upplýsinga-
tæknilausnir í heimabyggð, þrátt fyrir
gríðarlega sterkan og vel samkeppnis-
hæfan markað hér. Á sama tíma er
kappkostað við að fá fólk til að versla
heima.
Talað er fjálglega um þörf fyrir upp-
byggingu þekkingarsamfélags á
Suðurnesjum, aukna fjölbreytni í at-
vinnustarfssemi og svo framvegis, en
eins og flestir vita hefur Reykjanesbær
meðal annars farið flatt á því að setja
öll sín egg í eina körfu. Hvar liggur
svo stuðningur Reykjanesbæjar við
fjölbreytta atvinnustarfsemi? Hann
sést kannski einna best í eftirgjöf op-
inberra gjalda og greiðslufrestunum
þeirra vegna mengandi „áburðarverk-
smiðja” í Helguvík.
Fyrir nokkru sat ég fund með ungu
fólki af Suðurnesjum þar sem þau voru
spurð að því við hvað þau vildu starfa
í framtíðinni. Í þessum flotta hópi var
fólk sem gekk um með drauma um að
verða læknar, lögfræðingar, forritarar,
hagfræðingar, hjúkrunarfræðingar
o.fl. Ekkert þeirra, ekki eitt, talaði um
að það ætti sér þann draum að vinna í
„áburðarverksmiðjunum” í Helguvík.
Reykjanesbær hefur nú stigið stórt
skref í átt að einhæfara atvinnulífi
fyrir ungt fólk með stóra drauma.
Þetta unga fólk mun, ef fram heldur
sem horfir, þurfa að sækja vinnu í
Reykjavík eða, guð hjálpi okkur, flytja
norður í Eyjafjörð. Akureyri er samt
fallegur bær, ekki misskilja mig.
Guðmundur Bjarni Sigurðsson
Frumkvöðull, vefhönnuður og
eigandi Kosmos & Kaos í Reykja-
nesbæ, sem aldrei hefur farið fram
á afslátt á opinberum gjöldum
til sinnar heimabyggðar.
#Eitthvað annað #áburðarverksmiðja nei takk
Guðmundur Bjarni Sigurðsson skrifar
Guðmundur
Bjarni
Sigurðsson
Svanhildur
Eiríksdóttir
Heimildarmyndin Maðurinn sem
minnkaði Vistsporið sitt verður sýnd
í Andrew´s Theater á fimmtudag í
næstu viku, 9. júní, klukkan 17:00.
Fyrirtækið Bros bræður framleiddi
myndina en það er í eigu bræðranna
Sigurðar E. og
Magnúsar B.
Jóhannessona
úr Keflavík.
Sigurður er í
aðalhlutverki
í myndinni og
fjallar hún um
baráttu hans við
að lifa sjálfbæru
lífi í ósjálfbæru
s a m f é l a g i . Í
myndinni er fylgst með honum reyna
eftir fremsta megni að ná neyslu sinni
inn fyrir mörk sjálfbærni eins og þau
eru skilgreind af aðferðafræði Vist-
sporsmælinga. Baráttan knýr hann
til að svara spurningum um alla
sína hegðun, eins og til dæmis um
það hvað hann borðar, hvernig hann
ferðast, hvernig hann býr, hvað hann
kaupir inn, hvaða þjónustu hann notar
og hvernig hann skilar frá sér sorpinu
sem neysla hans veldur. Í ferlinu lærir
Sigurður að fátt í íslensku samfélagi
styður slíka baráttu og hann finnur
fljótt að það er hægara sagt en gert
að ná neyslunni inn fyrir sjálfbærni-
mörkin.
Myndin er létt og skemmtileg og var
t e k i n u p p í
anda Dogme
95 stílsins, þar
s e m á h e r s l a
er lögð á að
koma sögunni
til skila án þess
að láta tæknina
k æ f a v e r k -
efnið. Myndin
verður sýnd í
samstarfi við
sveitarfélögin á Suðurnesjum. Allir
eru velkomnir og frítt er inn. Að
sýningu lokinni verða pallborðsum-
ræður um málefni myndarinnar og
vistsporið. Í pallborði verða Berglind
Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri
SSS, Hjálmar Árnason, framkvæmda-
stjóri Keilis. Sigurður Jóhannesson,
einn framleiðenda myndarinnar og
doktorsnemi í umhverfisfræði við HÍ,
verður einnig í pallborðinu, ásamt
fulltrúa frá Isavia.
Heimildarmynd um Vistsporið
sýnd í Andrews Theatre
Hagræðing í rekstri Reykjanesbæjar
Svanhildur Eiríksdóttir svarar Guðmundi Bjarna Sigurðssyni hjá Kosmos & Kaos
Opinn dagur
í Kirkjugörðum Keflavíkur
Þriðjudaginn 14. júní kl. 16:00 - 18:00.
Kirkjugarðurinn við Aðalgötu
og Hólmsbergsgarður.
Boðið upp á kaffi og kleinur.
Gott tækifæri fyrir aðstandendur að snyrta leiði
eftir veturinn og ræða við starfsfólk garðana.
Kirkjugarðanefnd.
STOFNFUNDUR
VINÁTTUFÉLAGS BALDURS KE
Stofnundur vináttufélags Baldurs KE 97 verður haldinn í Víkinni, Krossmóa 4,
4. hæð, á sjómannadaginn 5. júní kl. 13:00.
Meðal hlutverka félagsins verður að tryggja varðveislu skipsins sem sýningargrips
á Byggðasafni Reykjanesbæjar og að standa vörð um sögu þess og útgerðar á
Suðurnesjum.
Undirbúningsnefndin.
ERU SKATTAMÁLIN
Í ÓLAGI?
Bókhald
Þarftu hjálp við að koma bókhaldinu í réttan farveg.
Tek að mér almenna bókhaldsþjónustu
fyrir fyrirtæki og einstaklinga með rekstur.
Allar frekari upplýsingar gefnar í síma 869-2112
eða á kefbokhald@gmail.com.
ANNA KARÍN JÓNSDÓTTIR
VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR - VIÐURKENNDUR BÓKARI