Víkurfréttir - 02.06.2016, Side 32
ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ:
Kl 18:00 Kvenfélag Grindavíkur býður upp á göngu. Mæt-
ing við skiltið við Ingibjargarstíg. Boðið verður upp á kaffi,
svala og bakkelsi við minnisvarðann hennar Ingibjargar Jóns-
dóttur. Allir velkomnir, ungir sem aldnir.
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ:
Kl. 18:00 Götuhlaup Sjóarans síkáta og Ullmax 2016
Skráning: Fer fram á www.hlaup.is . Skráning opin til kl. 22.00,
þriðjudaginn, 31. maí.
Staðsetning: Lagt af stað við aðalinngang íþrótta-
miðstöðvarinnar í Grindavík.
Tímataka: Tímataka með flögu. Tölvupóstur með upp-
lýsingum um tíma er sendur til keppenda eftir hlaup og birtur á
www.hlaup.is.
Flokkaskipting: Keppt verður í flokkum karla og kvenna, 18
ára og eldri og undir 18 ára.
Verðlaun: Allir þátttakendur fá verðlaunapening og efstu sætin
fá vegleg verðlaun frá Ullmax
Hlaupleið: 5 km. Kort á heimasíðu hlaupsins
Þátttökugjald: Þátttökugjald er 1.500 kr. fyrir 18 ára og eldri.
Ókeypis fyrir yngri en 18 ára.
Annað: Grillveisla og ókeypis í sund eftir hlaupið.
Heimasíða hátíðarinnar er www.grindavik.is/sjoarinnsikati
Kl. 20:00 Pílumót Sjóarans síkáta fyrir nemendur í 8. – 10.
bekk. Mótið fer fram í Kvennó. Skráningu lýkur sama dag kl.
19:00. Skráning fer fram í síma 865 2900 hjá Gunnari Má og á
gunnar.gunnarsson@sjova.is.
Kl. 20:00 Blómakot: Kvöldstund með Kór Grindavíkur-
kirkju. Ljúf stund með tali og tónum. Ókeypis aðgangur.
Fimmtudagur 2. júní:
Kl. 06:00 – 21:00 Opnunartími Sundlaugar Grindavíkur
Kl. 10:00 – 17:00 Kvikan, auðlinda- og menningarhús –
Hafnargötgu 12A. Opið á Saltfisksýninguna,
jarðorkusýninguna og Guðbergsstofu.
Hjá Höllu: Kokteil-kvöldið endurvakið þar sem í boði verða
gómsætir kokteilar og smáréttir.
Palóma: Opið til kl. 22:00.
Stuð og stemma á ganginum.
Tilboð og læti.
10:30 Fiskur undan steini.
Leikskólabörn skreyta girðing-
una á móti verslun-
armiðstöðinni í tilefni
Sjómannadagshelgarinnar.
Kl. 12:00 – 18:00 Blómakot:
15% afsláttur af öllum luktum.
Kl. 16:00 Körfuboltamót Sjóarans síkáta við Hópsskóla.
Keppt er í tveimur aldursflokkum:
Skráning á staðnum. 3.-6. bekkur byrjar og síðan tekur 7.-10.
bekkur við.
3.-6. bekkur (litlar körfur). - 7.-10. bekkur (stórar körfur)
Reglur:
- 3 á 3. Hverfisskipt (það má koma meira en 1 lið frá hverju hverfi).
- Strákar og stelpur í sitt hvoru liði. Spilað á tvær körfur í einu.
- Hver leikur er uppí 7 körfur, „make it take it“ (ef þú skorar þá færðu
boltann aftur). Sókn dæmir villur. 4 efstu liðin í hvorum aldri komast í
undanúrslit og síðan úrslit.
Kl. 19:00 Pílumót Sjóarans
síkáta 2016 fyrir 15 ára og
eldri. Mótið fer fram í
Kvennó. Skráningu lýkur sama
dag kl. 18:00. Skráning fer fram
í síma 865-2900 hjá Gunnari
Má og á
gunnar.gunnarsson@sjova.is.
Kl. 19:00 Grindavíkur-
völlur. Grindavík og Leiknir R.
í Inkasso-deild karla í
knattspyrnu.
Kl. 21:00 Papa‘s barinn. Úrval
grindvískra trúbadora skemmta.
Kl. 21:00 Rokktónleikar í íþrót-
tamiðstöðinni. Aðgangseyrir
2.000 kr.
Alls koma fram 15 flytjendur,
sem flestir búa í, hafa búið í eða
tengjast Grindavík á einhvern hátt.
Þetta fólk kemur úr ólíkum áttum en á það sameiginlegt að
njóta þess að flytja frábæra tónlist. Hópurinn ætlar að flytja
framsækið rokk (e. Progressive Rock), sem átti sitt blómaskeið
á áttunda áratugnum. Flutt verða lög eftir hljómsveitir á borð
við Pink Floyd, Marillion, Yes og Queen, í bland við nýrra efni.
Hugmyndin kviknaði hjá Sveini Ara Guðjónsyni, Sólnýju Páls-
dóttur og syni þeirra Guðjóni eftir að þau fóru í tónlistar-
siglingu í Karabíska hafinu á síðasta ári þar sem stór hópur
tónlistarfólks víðsvegar að úr heiminum kom saman í þessum
tilgangi. Tónlistin er oft á tíðum krefjandi og óvenjuleg, en
lögin voru valin með því markmiði að hver sem er sem hefur
áhuga á tónlist geti haft gaman af. Flutt verða lög sem flestir
þekkja í bland við nokkrar „faldar perlur". Lögin eru fjölbreytt
og hópur flytjenda eftir því. Hljómsveitarstjóri er Guðjón
Sveinsson. Þeir sem koma fram eru:
Söngur: Bergur Ingólfsson, Bjarni Halldór Kristjánsson, Ellert
Jóhannsson, Helgi Jónsson, Páll Jóhannesson, Sólný I. Páls-
dóttir, Tómas Guðmundsson, Urður Bergsdóttir
Gítar: Bjarni Halldór Kristjánsson, Guðjón Sveinsson
Hljómborð: Gísli Þór Ingólfsson, Kristján Kristmannsson
Saxófónn: Kristján Kristmannsson
Þverflauta: Telma Sif Reynisdóttir
Bassi: Sveinn Ari Guðjónsson, Þorsteinn Ý. Ásgeirsson
Trommur: Einar Merlin Cortez, Hreiðar Júlíusson
Kl. 22:00 Kanturinn. Pub quiz! Það sem allir hafa verið að
bíða eftir! Flöskuborð og kaldur á Kantinum.
Föstudagur 5. júní
Söguratleikur Grindavíkur 2016 sem byggir á heimildum um
Tyrkjaránið. Tyrkjaránið í Grindavík 1627, þegar 12
Íslendingum, þar af helmingur Grindvíkingar og þremur
Dönum var rænt í Grindavík, auk áhafnar á kaupfari utan við
víkina. Sýnilegar minjar og sögur um atburðinn eru við-
fangsefni ratleiksins. Bókstafi og tölustafi á hverjum stað þarf
að færa inn á lausnarblaðið og skila því í Kvikuna ekki síðar en
24. júní. Dregið verður úr réttum lausnum og það tilkynnt í
Jónsmessugöngunni á Þorbirni 25. júní. Vinningar: Gjafabréf í
Bláa Lónið og þriggja rétta máltíð á Lava Restaurant. Sjá nánar
á bls. 11.
Kl. 06:00 – 20:00 Opnunartími Sundlaugar Grindavíkur
Kl. 10:00 – 24:00 Kvikan, auðlinda- og menningarhús –
Hafnargötgu 12A. Opið á Saltfisksýninguna,
jarðorkusýninguna og Guðbergsstofu.
Kl. 12:00-18:00 Blómakot: 15% afsláttur af kertum og
servéttum. Hlutavelta, engin 0.
Kl. 12:00 Sjómannastofan Vör: Hádegishlaðborð. Súpa, salat-
bar og fiskur dagsins.
Kl. 12:00 Kanturinn: Brakandi ljúffeng humarsúpa, klúbb
samlokur og börgerar, kaldur á Kantinum.
Kl. 13:00-17:00. VIGT Hafnargata 11. Verslun og vinnustofa
opin.
Kl. 13:00 – 22:00 „Paintball“ og „Lazertag“ á Lands-
bankatúninu. Aðgangseyrir.
18:00 Götugrill um allan bæ.
Grindavíkurbæ hefur verið skipt upp í fjögur hverfi þar sem
hvert þeirra hefur sinn lit og sitt þema. Bæjarbúar eru hvattir
til þess að skreyta göturnar í sínum litum og slá saman í götu-
grill sem liðsstjórar hverfanna sjá um að skipa.
Svona er bænum skipt upp:
Appelsínugula hverfið (bátar)
Austurvegur, Þórkötlustaðahverfi, Stamphólsvegur, Hópsbraut,
Vesturhóp, Austurhóp, Miðhóp, Suðurhóp, Norðurhóp,
Víðigerði, Efrahóp.
Bláa hverfið (krabbar)
Túngata, Víkurbraut neðan pósthúss, Marargata, Garðsvegur,
Mánagata, Verbraut, Ránargata, Kirkjustígur, Mánasund, Ves-
turbraut, Mánagerði, Hellubraut, Dalbraut, Sunnubraut, Laut.
Græna hverfið (saltfiskur)
Heiðarhraun, Víkurbraut ofan pósthúss, Hvassahraun,
Staðarvör, Staðarhraun, Norðurvör,
Borgarhraun, Suðurvör, Arnarhraun, Fornavör, Skólabraut,
Leynisbraut, Ásabraut, Leynisbrún, Hraunbraut.
Rauða hverfið (fiskar)
Skipastígur, Árnastígur, Vigdísarvelli, Glæsivellir, Ásvellir,
Sólvellir, Blómsturvellir, Iðavellir,
Höskuldarvellir, Hólavellir, Litluvellir, Selsvellir, Baðsvellir,
Efstahraun, Gerðavellir.
20:00 Litaskrúðganga úr hverfunum fjórum að
hátíðarsvæðinu við Hafnargötu. Mæting í gönguna ekki
seinna en 19:45.
Gangan leggur af stað kl. 20:00.
Appelsínugula hverfið leggur af stað frá 50+
blokkinni á gatnamótum Suðurhópsbrautar og
Stamphólsvegar (gengur niður Stamphólsveg að
kirkjunni og út á Ránargötu).
Rauða hverfið leggur af stað frá Hérastubbi
bakara (gengur Gerðavelli og suður Víkurbraut
að
Ránargötu).
Græna hverfið leggur af stað frá gatnamótum
Leynisbrautar og Staðarhrauns (gengur upp
Heiðarhraun og að Ránargötu).
Bláa hverfið leggur af stað frá Kvennó (gengur
norður Víkurbraut að Ránargötu).
Öll hverfin ganga svo niður Ránargötuna að
hátíðarsvæðinu í þessari röð:
(1)Rauðir, (2) Grænir, (3) Bláir og (4) Appelsínugulir
Kvölddagskrá: Bryggjuball á hátíðarsvæðinu við Kvikuna.
Slysavarnardeildin Þórkatla: Í sölugámi á hátíðarsvæði verð-
ur candy-flos, blöðrur og ýmislegt góðgæti til sölu, í Kvikunni
verður til sölu kaffi, heitt kakó ásamt köku og heitum vöfflum.
Leiktæki á hátíðarsvæðinu.
Sjóarinn síkáti • Dagskrá
DAGASKRÁIN ER Í
GRINDAVÍKUR-
APPINU
dagskrasjoari2016_2:dagskra2016 24.5.2016 17:10 Page 5