Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.06.2016, Síða 38

Víkurfréttir - 02.06.2016, Síða 38
SJÓARINN SÍKÁTI www.sjoarinnsikati.is Ratleikurinn er auðveldur og skemmtilegur útivistar- leikur, sem stendur frá upphafi Sjóarans síkáta fram að Jónsmessu. Leitað er að spjöldum á stöðum sem merkt- ir eru á ratleikskortið eða vísað á þá. Í Grindavík eru margar söguminjar. Ratleikurinn vísar á nokkra slíka staði. Fróðleikurinn byggir á tilgátum en stuðst er við sagnir, örnefnalýsingar og munnmæli fólks í Grindavík. Gangið vel um minjar og nálæga staði. Höfundur að ratleik er Sigrún Jónsd. Franklín. Bókstafi og tölustafi á hverjum stað þarf að færa inn á lausnarblaðið og skila því í Kvikuna, Hafnargötu 12a, Grinda- vík ekki síðar en 24. júní. Dregið verður úr réttum lausnum og það tilkynnt í Jónsmessugöngunni á Þorbirni 25. júní. á Þorbirni 21. júní. Veglegir vinningar í boði. 1. Fjölskylduárskort í Bláa lónið. 2. Fjölskylduárskort í Bláa lónið. 3. Gjafakort í Nettó að upphæð 25.000 kr. Ef spjöld finnast ekki eða hafa verið færð úr stað, vinsam- legast látið vita með því að hringja í Kvikuna, sími 420 1190. Tyrkjaránið í Grindavík 1627, þegar 12 Íslendingum, þar af helmingur Grindvíkingar og þremur Dönum var rænt í Grindavík, auk áhafnar á kaupfari utan við víkina. Eftir at- burðinn urðu Grindvíkingar mjög óttaslegnir næstu aldir á eftir yfir mögulegri endurkomu ræningjanna. Afdrif Grind- víkinganna, sem rænt var, urðu með ýmsu móti. Sumir voru aðeins skamma hríð í þrældómi í Alsír. Komust til Dan- merkur 1628 og heim til Íslands með vorskipunum sama ár. Aðrir komu aldrei aftur. Sýnilegar minjar og sögur um at- burðinn eru viðfangsefni ratleiksins. 11 Söguratleikur Grindavíkur 2016 - Söguminjar Með því að raða saman bókstöfunum sem eru á hverri hinna 9 stöðva á réttan hátt kemur út nafn á verum: Nafn Heimili Bæjarfélag Sími 1. Við Víkurbraut ofan við sjóvarnagarðinn 2. Við söguskiltið við Verbraut 3. Á horni Víkurbrautar og Verbrautar 4. Móts við Vík við Verbraut 5. Við Vesturbraut 6. Skammt norðan Suðurstrandarvegar við Hraun 7. Rétt ofan við veginn gegnt Íslandsbleikju 8. Rétt við bílastæði og borholu í Eldvörpum 9. Í Sundvörðuhrauni (mosaslóð) Bókstafur Tölustafur Fróðleiksmolar Númerin eiga við viðkomandi ratleiksmerki á kortunum 1. Það var þann 20. júní 1627 að ræningjaskip kom að Grindavíkurströndum. 2. Söguskilti Járngerðarstaðahverfis sýnir vettvang Tyrkja- ránsins. 3. Þar sem blóð kristinna og heiðinna blandaðist í bardaga í Tyrkjaráninu vex upp þistill. Blóðþyrnir. 4. Tyrkir skunduðu eftir sjávargötunni heim að Járngerðarstöðum. 5. Tyrkir rændu fólki og fé úr bænum á Járngerðarstöðum. 6. Bóndasonur frá Skála flúði á Rauðku hesti sínum undan Tyrkjum. Þeir náðu í taglið á Rauðku, en hún sló aftur undan sér og setti sinn hóf fyrir brjóst hvorum Tyrkja svo þeir féllu niður dauðir og voru dysjaðir í Tyrkjadys. 7. Gíslavarða/Tyrkjavarða var hlaðin af prestinum á Stað sem lagði svo á að meðan varðan stæði, skyldu ræningjar ekki granda Grindavík. 8. Grindvíkingar höfðu ýmsa hella til að flýja í kæmu Tyrkir aftur. 9. Í Tyrkjabyrgjum í Sundvörðuhrauni er talið að fólk hafi dulist um sinn eftir að Tyrkirnir komu til Grindavíkur 1627. dagskrasjoari2016_2:dagskra2016 24.5.2016 17:11 Page 11

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.