Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.10.2007, Page 18

Víkurfréttir - 18.10.2007, Page 18
18 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 42. TÖLUBLAÐ I 28. ÁRGANGUR Tölvu skóli Suð ur nesja býður upp á byrjenda- námskeið í stafrænni ljós- mynd un nú um helg ina og er enn hægt að skrá sig. Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Ellert Grétarsson, ljós- myndari Víkurfrétta. Námskeiðið er tvíþætt og skipt- ist annars vegar í praktíska ljósmyndun og hins vegar í úrvinnslu ljósmynda í Photo- shop. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur kynnist myndavélinni sinni betur, læri að taka betri myndir og að gera meira úr þeim með réttri úrvinnslu í Photoshop, sem er snar þáttur stafrænnar ljós- myndunar. Námskeiðið hentar afar vel nýj um eig end um stærri myndavéla (DSLR) en slíkar vélar hafa verið að ryðja sér til mjög til rúms við síauk- inn áhuga almennings á ljós- myndun. Námskeiðið hefst á laugardag- inn kl. 10 í húsakynnum Tölvu- skóla Suðurnesja. Þar verður fjallað almennt um tæknilega þætti stafrænna myndavéla, helstu stillingar og áhrif þeirra á myndefnið (ljósop, hraði, dýptarskerpa o.s.frv.) Þá verður farið í praktískt at- riði ljósmyndunar, s.s. mynd- byggingu með þriðjungaregl- unni, val myndefnis og margt fleira. Eft ir hádegi verður farið í myndatökuleiðangur út í Krísuvík sem er afar fjöl- breytt til ljósmyndunar með allri sinni litadýrð á hverasvæð- unum. Félagar í Ljósopi ætla að slást með í för. Á sunnudeginum verður farið í úrvinnslu myndanna úr ferð- inni frá deginum áður. Nem- endur kynnast helstu grund- vallaraatriðum í Photoshop og gera æfingar. Nánari upplýsingar og skrán- ing er hjá Tölvuskóla Suður- nesja í síma 421 4025. Tölvuskóli Suðurnesja: Helgarnámskeið í stafrænni ljósmyndun Frá Krýsuvík. Ljósm: Ellert Grétarsson. Sandgerðisbær hefur auglýst til umsóknar styrki sem bærinn veitir ár hvert félaga- samtökum, fyrirtækjum og einstaklingum til að efla starf- semi og þjónustu, til að efla uppbyggingu á atvinnulífi, til umhverfisbreytinga og til að auðga lista- og menningarlíf bæjarbúa. Til þessa verkefnis verður varið allt að 60 milljónum króna á ár- unum 2006–2010. Mikil áhersla er lögð á að styrkja og stuðla að sjálfsprottnu starfi, framtaki einstaklinga og fyrirtækja sem stuðlar að farsælli þróun, betri lífsgæðum, fegurra umhverfi og fjölbreyttu mannlífi í bæjarfélag- inu. Ætlunin er að skapa marg- feldsisáhrif með fjármagni Sand- gerðisbæjar í framangreindum málaflokkum og á þann hátt hraða breytingum í mannlífi og atvinnumálum bæjarbúa. Verkefnið skiptist í fjóra hluta, þ.e. frumkvöðlastyrki, átak til verkefna sem er atvinnuskap- andi eða til menningarmála og viðburða og átak í flutningi eða breytingum í rekstri og/eða umhverfisbreytingum. Að síð- ustu er um að ræða 30 milljóna króna framlag til þriggja stór- verkefna á kjörtímabilinu. Til að efla þjónustu tengdri Kefla- víkurflugvelli, til að koma á fót sjávardýrasafni og til að stórefla Fræðasetrið í Sandgerði. Umsóknir þurfa að berast til bæj- arráðs fyrir 7. desember 2007 og verða afgreidd að fenginni um- sögn viðkomandi fagráðs. Um- sækjendum verða svo kynntar niðurstöður fyrir janúarlok 2008. Fyrir utan fyrrnefnd atriði er bærinn tilbúinn að bjóða frum- kvöðlum og fyrirtækjum, sem vilja hefja starfsemi í nýjum at- vinnurekstri í Sandgerði, tíma- bundna aðstoð með samningum við bæj ar sjóð um greiðslu lóða-, gatnagerða- og eða fast- eignagjalda í samræmi við um- svif starfseminnar og fjölda at- vinnutækifæra fyrir bæjarbúa á vegum umsóknaraðila. Sandgerðisbær: STYRKIR AUGLÝSTIR TIL ÚTHLUTUNAR Hilmar Freyr Brynjarsson, 6 ára Sandgerðingur, datt heldur betur í lukkupottinn þegar hann vann splunkunýtt reiðhól í Office1-leik Húsasmiðjunnar. Ef verslað var fyrir ákveðna upp- hæð gátu viðskiptavinir sett nöfn sín í lukkupott og kom nafn Hilmars upp úr honum. Þá vann Fanney Lovísa Bjarnadóttir, 6 ára úr Keflavík, gjafakort upp á fimm þúsund krónur. Vann reiðhjól í Húsasmiðjunni VF-mynd: elg

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.