Dagsbrún - 01.06.1893, Qupperneq 2

Dagsbrún - 01.06.1893, Qupperneq 2
■82— segja, að þið hafið að miklu leiti lifað upp á þeirra ábyrgð. En einlægt hefir stefnan verið sú, að búa ykkur uniiir þenna dag, und- ir þessa stund, er ykkur væri sleppt sjálfráðum út í lífið. Nú eig- ið þið, að fara að reyna það. Xú eijþð þið, að fara að standa á ykkar eigin fótuin. Ef að þið vilduð spyrja þá, sem eldri eru en þið, þá sem búnir eru að reyna mæðu og mótköst lífsins, ef að þið vilduð spyrja gamla manninn eða gömlu konuna einhverja, hvort þeim finnist það nú vera satt, að þetta spor ykkar væri þýðingarmikið.; þá mundu þau fljótt svara : „Gættu þín barn í Guðs nafni, er þú tekur að þér ábýrgð þinna eigin verka ; gleymdu því aldrei, er þú hefir einusinni gengist undir það loforð, því svo sannarlega sem Guð er tii á himnum uppi, þá verður reikningsskapar af þér krafist; verk- in fylgja þér, verkin dæma þig bæði hér og síðar.“ Mörg eru tár- in, möi'g eru andvörpin, sem þau optlega kosta vei'kin, sem vér fremjum og orðin, sem vór tölum. Optlega óskum vér þess árum saman, að vér hefðum ekki gjört hitt eður þetta, en töluð orð og unnin verk verða ekki aptur tekin, þótt yfir þau megi bæta, en sú bót kostar optlega bæði blóð og tár, og opt er það svo, að fyrir manna sjómím er ómögulegt, alls ómögulegt að bæta upp hið illa, sem maðui' hefir gjört. Allt til þessa hefir líf ykkar verið undir- búningstími undir þessa stund. Foreldrar og vinir hafa verið að reyna, að búa ykkur undir liana, hafa verið að fræða ykkur um það, er ykkur reið mest á að vita, liafa verið að útbúa handa ykkur leið- arstein svo að þið sæjuð veginn, sem þið eigið að ganga. Þau hafa frætt ykkur um himnaföðu rinn og veginn til lians, um guðsríki ’í ykkur sjálfum, um Krist og réttlætið og kærleikann. Hversu hafið þið nú veitt þýí athygli ? Hvernig ætlið þið nú að nota þessa fræðslu? Eða ætlið þið, að nú sé nóg búið að læra, nú byrji tími starfsins og framkvæmdanna, gleðinnar og skemmtananna ? Ef þið hafið ætlað það, þá er illa farið. Ef þið ætlið, að þið séuð búin að fræðast nóg um réttlætið og kærleikann og skyldur ykkar við Guð og rnenn, þá væri sannarlega betra, að þið stæðuð ekki hér á þess- ari stundu. Það sem af er, það er að eins undirbúningur, alla vkkar æfi eigi þið að læra, að tigna Guð og elskr. mennina, alla jrkkar æfi eigið þið að verja því, eða framkvæma það í lífinn, sem þið lærið ; alla ykkar æfi eigið þið, að reyna að fullkomna ykkur í öllu góðu ; alla ykkar æfi eigið þið, að stríða við hið ófullkomna eðli í yklcur sjálfum, við bresti yltkar og spillingu; og þetta stríð heldur áfram meðan æfin endist, aldrei verður hlé á því, aldrei megið þið ge’fa ■o-Pp þessa'baráttu. Þó að þið kannske sigrið um stund, þá megið

x

Dagsbrún

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/1272

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.