Dagsbrún - 01.06.1893, Blaðsíða 6
—86—
því við, að vondu verkin og vondu hugsanimar eður hinir vondu
andar, sem stundum grípa oss, dragi okkur einlægt neðar og neðar
og heimti hlífðarlaust endurgjald fyrir öll vor fólsku og glópsku-
verk. Endurgjaldið, hegningin kemur yfir oss, þar á er enginn
minnsti efi, og að hún er sár og bitur, sem hruna kvalir, það getr-
um vér því betur séð, ssm vér optlega grátum brennandi tárum yfir
illsku vorri hér, þar sem vor eigin ófullkomnun og synd dregur þó
alla beiskjuna úr þessari tilfinningu. En aðalstefnan er einlægt upp
á við, gegnuni hörmung og þraut, gegnum gleði eða tár, fyrir sjálfs
afneitun og sigur yfir vorri eigin ófullkomnun.
Kæru börn ! hingað, að þessum merkjasteini hafa nú foreldr-
ar og aðrir vinir fylgt ykkur á lífsleið ykkar; með viðkvæmum
hjörtum skilja þeir nú við ykkur, árna ykkur nú allra heilla, og
biðja af lijarta hinn alvalda föður og skapara liimins og jarðar, að
vera með ykkur á loiðinni, að halda hendi sinni yfir ykkur, að
gæða anda ykkar öllum góðum og göfugum hugsunum. Gangið
frani kæru börn í elskunni og traustinu til hans, og hafið það ætíð
hugfast, að hans alskyggna auga sér hvert eitt verk yKkar, hverja
eina huldustu hugsun ykkar, gangið ætíð fram svo í líferni ykkar,
sem þið gengjuð frammi fyrir Guði. Takið Jesúm Krist ykkur til
fyrirmyndar. Leitið Guðs í bæninni, talið við liann eins og þá
börn tala við elskaða foreldra, liugsið sí og æ til þess, að þið eruð
lians börn, að ekkert getur slitið ykkur frá honum, ef þið leitið
lians í anda og sannleika, ef þið vinnið hans verk með því, að iðka
kærleikann og efla sannleikann. Hlúið sem mest að guðsríkinu í
ykkur sjálfum.
Nú kveðjum vér ykkur og óskum ykkur til heilla á lífsleið-
inni. Guð á himninunr annist ykkur og gæti ykkar. Hann leiði
og styrki oss alla og láti oss alla sjá leiðina til sín. Fylgjum Kristi
svo finnum vér Guð. I Jesú nafni. Amen.