Dagsbrún - 01.06.1893, Qupperneq 14

Dagsbrún - 01.06.1893, Qupperneq 14
—94— samblimdun súr ev klettarnír og fjöllin mynduðust a£ Þetta oxy- gen sameinaðist og hydrogen hinu mikla og myndaði ,,vötuin“ í sög- unni, eigi þó í þeirri mynd, sem sögu höfundurinn hugsaði sér þau í upphafi, því að lengi fram eptir voru þau öll í gufumynd í hin- um ofsalega hita hins unga hnattar. Engum manni er unnt, að gjöra sér hugmynd um hin voðu- legu öfl er hristu hina gufuþrungnu jörð, á meðan efuin voru að blandast saman. Ef efnafræðíngur blandar saman oxygen og liydro- gen til þess að framleiða fáeina dropa af vatni, þá lýstur efnum þeim saman með svo mikluni gný, að verkstofan hristist. En hví- líkir voðalivellir liafa það eigí verið, er efni þessi blönduðust sam- an og framleiddu höfin á jörðinni. Og þó kunna umbrotin að hafa verið enn þá ógurlegri við ýmsar aðrar efnasamsteypur. Vér þurf- um eigi annað, en að líta á sólina eins og hún er nú, til þess að fá hugmynd um þau ógnaveðnr, er af þessum og þvílíkum orsökum ganga yfir hnettina í myndun þeirra. A sólinni sjást blettir, er stjörnufræðingarnir segja oss, að séu gryfjur, * hver fyrir sig miklu meiri ummáls, en jörðin, en eru ýmist grafnar út eða sléttað yfir þær, á fáum dögum. I ofsaveðrunum, sem mynda þessar lautir, geta menn séð efni sólarinnar stundum sendast hundrað þúsund mílur út í geyminn með meiri en hundrað mílna ferð á sekúndunni og með svo miklu afli, að það færi fjórar ferðir í kringum jörð vora, áður en það næmi staðar. Fellibyljir á jörðinni fara sjaldan meira, en hundrað mílur á klukkustundinni, en vísindamennirnir segja oss, að byljirnir í ljóshafi (chromosphere) sólar fari stundum með svo mikl- um hraða, sem fellibylur færi á hálfri mínútu frá Laurence-fljóti og suður að Mexico-flóa. Höfundur liinnar gömlu sköpunarsögu hefir máske haft hafvindana í huga, er hann sagði: „og andi Guðs svam yfir vötnunum“, en hversu miklu máttugri anda sjáum vér eigi hreif- ast á þessu ógna djúpi sköpunarinnar. Eptir því, sem jarðarhnötturinn kólnaði og drógst saman,þétt- ist gufan og varð að rennandi efui, en hið innra var jörðin sjóðandi haf af bráðnum efnum; en snúningur hnattarins þandi jörðina út um miðjuna og heldur hún því lagi enn. Samdrátturinn og kæl- ingin hélt áfram, hin fljótandi efni hörðnuðu, og af kuldanum varð jörðin fö3t og þétt á yfirborðinu, og þó enn þóttari innst við mið- depilinn fyrir þrýstinguna, að því, er margir jarðfræðingar ætla. En jafnframt því, að jörðin þéttist þannig, ltom nýtt aðdráttarafl til sögunnar, er framleiddi enn undravorðari sköpun. Þvngdarlögmál- ið réði hnattmyndun heimanna, efna-samdrátturinn blandaði saman

x

Dagsbrún

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/1272

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.