Dagsbrún - 01.06.1893, Síða 3
þið ekki ætla, að þar með sé allt Tn'iið, því einlægt veltur lífið ií-
fram, einlægt rís upp ein alda freistinganna, þegar önnur fellur;
syndin, breiskleikinn liggur æ sem þröskuldur við fætur ykkar og
ógnar ykkur með fálli, en f hvoi't skipti, sem þið vinnið sigur,
vinnið sigur yfir ykkur sjálfum og ykkar eigin ófullkomnleika, þá
verður baráttan léttari á eptir.
Eg minntist á syndina, þið bafið verið börn og eruð það
raunar enn þá, en í því trausti fylgja nii foreldrar og vinir ykkur
hingað, að þið séuð farin að þekkja greinarmun góðs og ills. Þið
eruð farin að smakka á eplinu af skilningstrénu góðs og i'lls. Barn-
ið, óvitinn, gjörir optlega það, sem er saknæmt, það, sem er ljótt
og illt, það, sem er synd, en þó syndgar það eigi af því, að það
hefir eigi vit á, að það sé synd, sem það er að gjöra. Það hefir
eigi vit á því, að það sé að fremja neitt illt. Eplið er þekkingin,
þið hafið bragðað á því meira og minna, og eins og sagt er um
Adam og Evu, að þau færu að syndga, er þau brögðuðu á þessu
epli, eins er um ykkur, að nú, er þið hafið vit á að greina rétt frá
röngu, þá kemur ábyrgðin og þá kemur syndin, þegar brotið er á
móti betri vitund.
Nú vil ég biðja ykkur kæru börn, að vera minnug þess, er
þið hafið numið, að láta eigi úr huga falla þær áminningar og að-
varanir, sem foreldrar og vinir hafa gefið ykkur. Því að eins verða þær
ykkur til góðs, að þær hafi áhrif á líf ykkar og breytni. Optlega
hafa foreldrar ykkar heitt og innilega biðið Guð, að annast ykkur,
að leiða ykkur sér við hönd, að stýra göngu ykkai' á hinum hálu
brautum lífsins, að gæta ykkar við freistingum og falli, að líkna
ykkur og leggja eigi á ykkur harðan dóm, verið minnug þess og
gleymið eigi ást þeirra, er hefir Knúð fram beiðni þessa, en minn-
ist um leið hins, að þið sjálf með ykkar eigin verkum kallið eigi
yfii' ykkur harðan dóm, því, ef að þið gjörið það, þá ónýtið þið og
að engu gjörið aðvaranir, bænir og áminningar ástvina ykkar. Ast-
vinir ykkar og fræðendur hafa sagt ykkur frá föðurnum ;í himnum,
sem elsKaði yKKur öll börnin sín með meiri og helgari elsku, en
noKKur jarðnesk móðir getur elsicað barnið sitt. Þið eruð öll hans
synir og dætur, þið eigið að sKoða hann, sem ykkar elskulegan föð-
ur, þið eigið að líta upp til hans með lotningu og kærleika, og
þið eigið að keppa eptir, að komast sem næst honum, það ætti að
vera yiiKur jafn eðlilegt, eins og barninu unga að keppa í fang
ástkærar móður. YKKur liefir verið sagt frá Kristi. Minnist hans
og kenninga hans og lífernis hans og kærleika hans. Kristur sýnir