Dagsbrún - 01.06.1893, Síða 5
■85—
Lögvítringiml: „Elska skaltu drottinn Guð þinn af öllu hjarta og
af allri sálu þinni og af öllu hugskoti þínu. Þetta er hið fyrsta og æðsta
hoðorð, og þessu líkt er hitt; elska skaltu náungann eins og sjálf-
an þig, í þessum tveimur boðorðum er innifalið allt lögmálið og
spámennirnir." Kristur var svo fráhverfur hinni gömlu hókstafs og
lielgisiðadýrkun Gyðinga, að hann breytti og endurbætti eitt og
annað í Móseslögum. Eylgið Kristi kæru börn og takið ykkur
hann til fyrirmyndar og eptirdæmis. Minnist þess hvernig hann
sagði, að þið ættuð að breyta við aðra: „Allt sem þér þér viljið að
mennirnir gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“ Ef þið fylgið
því í lífi ykkar, þá gjörið þið öðrum eigi órétt, þá særið þið eigi
annara lijörtu, þá haldið þið eigi lýginni á lopti, þá spillið þið eigi
friðinum meðal nágranna ykkar eður vina, þá getið þið lifað í friði,
eindrægni og bróðurlegum kæl'leika við aðra, að minnsta kosti vitið
þið það þá með sjálfum ykkur, að þið eruð eigi völd að því, þótt
illa eður aflaga fari.
Og umfram allt verðið þið að hugsa til þess og muna vel
eptir því, að hafa aldrei, að búa ykkur aldrei til lágar eður óvirðu-
legar hugmyndir um Guð. TJtrýmið úr hjörtum ykkar öllum lág-
um hugmyndum um Guð, látið aldrei niðurlægjandi orð um liimna-
föðurinn koma í huga eða á varir ykkar. Það hefir merKur maður
sagt, að hann þyrfti eigi annað, en að þekkja hugmyndir manns
eins um Guð, þá þokkti hann einnig þenna hinn sama mann. Það
er engin hætta á því, að þið hafið nokkurn tíma of háar eða veg-
legar hugmyndir um skaparann. Hann er allt hið besta, veglegasta, há-
leitasta, hreinasta, réttlátasta og kærleiksfyllsta, sem þið getið hugs-
að ykkur. Og því hærri og veglegri hugmyndir, sem þið hafið um
hann, því lóttara verður ykkur að nálgast hann, eins og þið liins-
vegar eigið örðugra og örðugra með það og fjarlægist hann einlægt
meii' og meir, eptir því, sem þið hugsið ykkur hann ófullkomnari.
Hefjið ykkur því til hans, svo hátt sem þið getið, í kærleikanum,
dygðunum, sannleikanum og þekkingunni, einlægt getið þið lialdið
áfram að fullkomnast um eilífar tíðir; ykkur kernur eigi til liugar,
engum okkar kemur til hugar, hvað oss muni fyrirbúið að lokum,
en að það sé óendanlega miklu hærra og veglegra enn almennt hefir
verið ætlað hingað til, það er mín trú. Lífið er ekki úti við dauð-
ann; það stekkur eng inn yfir í eilífa sælu eða eilífar kvalir við
dauða sinn. Það væri á móti öllu viti og skynsemi. En áfram ein-
lægt hærra og hærra er leiðin, sem liggur fyrir oss. Ég vona menn
ætli nú ekki að ég sé að halda fram eilífri útskúfun, þótt ég bæti