Dagsbrún - 01.06.1893, Side 15

Dagsbrún - 01.06.1893, Side 15
—95— ‘smáögnunum, en J>etta hið nýja samdráttarafl raðaði hinum ýmsu íögnum saman með aðdáanlegri samræmi og fegurð og myndaði lirystallana. Til þess að get-a séð þessa miklu Jcrystalla-sköpun í allri sinni fegurð og fjölbreytni, þá þurfum vér eigi annað, en að skoða hin- ar elstu grjóttegundir. Yér getum meira að segja séð hana, ef vér tökum hnefafylli vora af sandi. Þar í sjáum vér, kvarts-gimstein- ana ýmist alveg gagnsæja eða þá með liinni smágjörðustu blöndun hins rósrauða og fjólubláa litar. Eru þeir enn þá undrafagrir, þó að sjórinn hafi velkt þá í sandinum um þúsundir ára. Getur steina- fræðingurinn' rakið spor þessarar gömlu krystallasköpunar, sem er svo ljómandi fögur, en leyndardóm hennar getur hann aldrei ráðið. Iivað sem vísindamaðurinn segir, þá mun skáldið ætíð sjá verknað hins guðdómlega anda fegurðarinnar, er hann leggur á jörðina þetta granit-stólpagólf mílum saman á þykkt, eða, er hann lítur hina undra- verðu fjölbreytni og skraut litanna og kristallamjmdanna, svo reglu- degt, en þó svo leyndardómsfullt. 011 þessi sköjiun lieldur einlægt áfram. Frumefnin eru dag- 'lega að blandast aptur og aptur og framleiða önnur efni. I hvert skipti sem vér kveikum eld. og í hvert skipti sem vér drögum and- ann blandast oxygen (súrefni) við earbon (kolefni) og myndar car- bonic acid (kolsýru) sem er eitt aðalefnið í samsetningu kalkstein- anna og marmarans. I hvert skipti, sem vér kveikjum á lampa, þá blandast súrefni loptsins saman við vatnsefni (hydrogen) olíunnar, og framleiðir í sameiningu vatnið, er stundum sést safnast samau á lampaglösum .í smágjörvu gufulíki. I sumarskúrunum sjáum vér vatnsgufuna þétta-st saman og mynda regndropana, er stundum hardna við kuldann og verða að hagli. A hverjum frostpolli sjáum vér krystallagólf yfir vatninu. .1 hverri frostiós á gluggarúðunni, í hverju snjókorni vetrarins sjáum vér skapara 'heimanna raða ögnun- um saman og mynda úr þeim undurfagra heild. Ætíð og allstaðar ■ er hinn sKapandi andi sí-staifandi að blöndun efna og myndun kr}rst- alla. ----- (Framhald næst.) Sem svar rpp á svívirðingar-áhlaup Jónasar Stefánssonar á mig í Lögherg 31. mai 1893 vil ég benda mönnum á framanprentaða fermingar- rœðu. Af henni geta menn séð, hvort ég sé sá djöfull í mannsinynd, sem grein Jónasar bendir á. Þar og í „Dagsbrún“ geta menn séð. hvort ég fer í felur með skoðanir mínar. , Eœðan er íjarri því að vera lúþersk, og . svo mun „Dagsbrún,, þykja. Ég hefi lengi búist við því, og bjóst við

x

Dagsbrún

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/1272

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.