Dagsbrún - 01.06.1893, Qupperneq 10
•90—
hrútlöm'b. 4. h. Móses 29, 13. viðsmjörs lækjum'!—Hvað heimt-
ar Drottinn annað af þér en að
gjöra rétt, ústunda kærleika og
framganga í lítillæti fyrir þín-
um Guði. Mikka 6, 6—8.
Þegar aptur í nýja Testam. kemur verður hugmyndin enn
göfugri og Kristur segir: Guð er andi og þeir, sem tilbiðja hann,eiga
að tilbiðja hann í anda og sannleika ; hann kallar Guð: Föður vorn
sem sé á hirnnum, o. s. frv.
Þá er það og athugavert, að trúin á annað Ííf kemur eigi
fyrir í fyrri lielmingi gamla Testam. I Prédikara Salómons segir:
,,að hinir dauðu viti ekkert og þeir eiga engin laun framar.“ (Orðskv.
9, 5.) og ,,það, sem fram kemur við mannanna börn, það kemur og
fram við fónaðinn, hvorttveggja hefir sömu forlög; eins og fénaður-
inn deyr, þannig deyr og maðurinn og allt heíir eins anda; ogmað-
urinn hefir enga yfirburði yfir fénaðinn, því það er allt hógómi.“
(Orðskv. 3, 4.)
Þegar loks ódauðleikahugmyndin kemur fram, þá er trúin
mjög myrk og óljós og ber þó þess að gæta, að fyrst og fremst
Egyptar og svo Persar höfðu sterka trú á ódauðleika sálarinnar, og
í herleiðingunni 600—536 f. Kr. hefir ódauðleikahugmynd Gyðinga
fengið nýtt lífsafl lijá Persum, ef hún eigi algjörlega er þaðan kom-
in; í nýja Testam. er hún orðin almenn og skín út úr hverri opnu
þess.
Þá er trúin á djöful ug helvíti. Um þá trú er það að segja,
að hún finnst hvergi í þeim bókum ritningarinnar, sem ritaðar hafa
verið fyrir herleiðinguna, eða þann tíma, er Gyðingar komu úr henni,
um 536 f. Kr. Eru því aliar líkur til, að Gyðingar hafi haft kenn-
ingar þessar frá Persum, sem þeir voru hjá um þenna nærfelt 70 ára
tíma, er þeir voru þar eystra. Sjáum vér þar hvernig kenningar
þær og hugmyndir, er trúna snerta smátt og smátt eru að breytast.
Yanaloga er breytingiu til hins betra, en þó eigi ætíð, eins og sjá
má á þessu, því þetta er apturför í hugmynd þjóðarinnar um Guð.
Hver sem því fer að lesa bókmenntasögu eða einhverja sögu þjóð-
anna, er nær yfir ein 1000 ár, tælir sjálfan sig stórlega, ef hann býst
við, að finna þar hinar sömu kenningar hinar ^ömu hugmyndir frá
upphafi til enda. Eptir hlutarins eðli er það ómögulegt og óhugs—
andi, að finna þar hinar sömu hugmyndir um Guð og manninn, liið
daglega líf og hið ókomna (tempora mutantur nosque mutamur in
iUis, tímarnir breytast og vér breytumst með þeim.) Það væri rétt