Fréttatíminn - 11.02.2017, Side 4
Bjarni Benediktsson
biðst afsökunar fyrir
hönd ríkisins í kjölfar
svartrar skýrslu um
Kópavogshælið.
Sólarferðir frá kr.
48.950
m/afslætti
Allt að
25.000 kr.
afsláttur á mann
í febrúar
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ð
ir
ás
ki
lja
s
ér
ré
tt
t
il
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
. a
ð
v
er
ð
g
et
ur
b
re
ys
t
án
fy
rir
va
ra
.
Valdar
brottfarir
Sumardagar
Stóriðja Aðeins einn lífeyrissjóð-
ur hefur staðfest fjárfestingu
í kísilmálmverksðju Thorsil á
Reykjanesi. Lífeyrissjóður starfs-
manna ríkisins tekur ekki þátt.
Framkvæmdastjóri Thorsil segir
það vonbrigði að fleiri lífeyrissjóð-
ir taki ekki þátt. Fleiri erlendir
aðilar koma að fjárfestingunni í
stað íslenskra fyrirtækja og sjóða.
Ingi F. Vilhjálmsson
ingi@frettatiminn.is
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkis-
ins mun ekki fjárfesta í kísilmálm-
verksmiðju Thorsil í Helguvík á
Reykjanesi. Þetta kemur fram í
svari til Fréttatímans frá fram-
kvæmdastjóra sjóðsins, Hauki Haf-
steinssyni, þar sem hann var spurð-
ur um málið. „LSR hefur um nokkurt
skeið verið að meta hugsanlega að-
komu að Thorsil. Stjórn sjóðsins hef-
ur nú tekið ákvörðun um að hætta
þeirri athugun. Sjóðurinn mun því
ekki fjárfesta í verkefninu að svo
stöddu.“ Kísilmálmverksmiðjan fékk
endurnýjað starfsleyfi frá Umhverfis-
stofnun í vikunni.
Fjármögnunin á kísilmálmsverk-
smiðjunni hefur dregist um marga
mánuði en upphaflega stóð til að
henni yrði lokið síðastlðið sumar.
Þetta gekk ekki eftir. Svo var greint
frá því í haust að ljúka ætti fjármögn-
uninni þá en af því varð ekki held-
ur. Verksmiðjan mun kosta um 34
milljarða króna og geta framleitt 54
þúsund tonn af kísilmálmi árlega.
Meðal hluthafa í verksmiðjunni eru
John Fenger, Eyþór Arnaralds, Einar
Sveinsson, Þorsteinn Már Baldvins-
son, Guðmundur Steinar Jónsson í
Sjólaskipum og Andri Sveinsson.
Fjárfestingin var kynnt fyrir flest-
um stóru lífeyrissjóðum landsins en
hingað til hefur einungis einn sjóður,
Almenni lífeyrissjóðurinn, gefið það
út að hann ætli að fjárfesta í verkefn-
inu. Þá voru Lífeyrissjóður verslun-
armanna og Frjálsi lífeyrissjóðurinn
að skoða fjárfestingu í verksmiðju
Thorsil. Í svari frá Arnaldi Lofts-
syni, framkvæmdastjóra Frjálsa líf-
eyrissjóðsins, kemur fram að sjóð-
urinn hafi ekki tekið ákvörðun um
að fjárfesta í Thorsil. Arnaldur nefnir
ekki hvort sjóðurinn hafi endanlega
slegið hugmyndina út af borðinu eða
ekki. „Sjóðurinn hefur ekki fjárfest í
Thorsil eða tekið ákvörðun um slíkt,“
segir hann.
Hákon Björnsson, f ram-
kvæmdastjóri Thorsil, segir að vissu-
lega séu það vonbrigði að fleiri líf-
eyrissjóðir hafi ekki viljað fjárfesta
í verkefninu. „Það var metnaður
okkar og stefna að reyna að hafa
þetta sem mest íslenska fjárfesta og
sjóði. Við töldum að þetta væri ver-
kefni með góða ávöxtun og gott fjár-
festingartækifæri fyrir lífeyrissjóði.
Þetta þýðir hins vegar að hlutur
erlendra aðila í þessu verður bara
stærri.“
Aðspurður um hver staðan sé á
fjármögnun verksmiðjunnar segir
Hákon að hún sé langt komin. Hákon
vill hins vegar ekki nefna dagsetn-
ingu um hvenær fjármögnuninni
ljúki. Hann segir að dráttur á útgáfu
starfsleyfis og aðrar slíkar aðstæður
hafi dregið fjármögnun verksmiðj-
unnar á langinn. „Það hafa hlutir
komið upp - þá er ég til dæmis að tala
um starfsleyfið - sem hafa gert það
að verkum að við höfum ekki getað
klárað þetta. En nú er það komið og
þá getum við farið að ljúka málum.“
Hákon segist aðspurður ekki vilja
gefa upp nöfn erlendra fjárfesta sem
ætla að koma að byggingu verksmiðj-
unnar. Hann segir að engir nýir, ís-
lenskir fjárfestar hafi komið að ver-
kefninu.
Thorsil í óvissu vegna
tregðu lífeyrissjóða
Heilbrigðismál Óttarr Proppé
heilbrigðisráðherra er tvístígandi
þegar kemur að áfengisfrumvarpi
sem til stendur að leggja fyrir
Alþingi en hann setur fyrirvara við
að ríkið sjái um sölu áfengis. Hann
vill helst sjá málamyndun þegar
kemur að frumvarpinu en gæta
þurfi að lýðheilusjónar miðum.
Valur Grettisson
valur@frettatiminn.is
„Ég hef ekki myndað mér
skýra afstöðu, já eða nei,
svona fyrirfram, það er að
segja áður en frumvarpið fær
þinglega meðferð, en ég set
fyrirvara við að auka aðgengi
að áfengi sem mér finnst
ekki í takt við þær stefnur
sem hafa verið uppi hingað
til varðandi lýðheilsusjónar-
mið,“ segir Óttar um frumvarp-
ið sem er flutt af þingmönnum
Pírata, Sjálfstæðisflokksins, Við-
reisnar og Bjartrar framtíðar, en
Óttarr er formaður Bjartrar framtíð-
ar.
Óttarr segist opinn fyrir útfærslum
varðandi frumvarpið, „Því ég er ekki
heldur harður á því að ríkið eigi endi-
lega að hafa einkarétt á áfengissölu,“
útskýrir hann.
„Mér finnst mikilvægt að meta
þetta út frá lýðheilsusjónarmiðum,“
segir hann og áréttar að frumvarp-
ið eigi eftir að fá þinglega meðferð,
og þar breytast frumvörp oft til
hins betra að mati Óttars.
Frumvarpið miðar að því að
gefa smásölu á áfengi frjálsa.
Það þýðir að leyfilegt verði að
selja áfengi í matvöruversl-
unum. Landlæknir hefur sett
sig einarðlega upp á móti frum-
varpinu og því ljóst að það nýt-
ur ekki mikils stuðnings innan
heilbrigðisstéttarinnar.
Óttarr tvístígandi varðandi
áfengisfrumvarp
Heilbrigðisráðherrann er tví-
stígandi varðandi áfengisfrum-
varp en segist ekki hugnast
aukið aðgengi að áfengi.
Fjölmiðlar „Þetta gengur svo vel að við erum farin að
velta fyrir okkur næstu skrefum,“ segir Gunnar Smári
Egilsson, útgefandi Fréttatímans og hvatamaður að
stofnun Frjálsrar fjölmiðlunar, félags til stuðnings
frjálsrar og óháðrar blaðamennsku. Í gærkvöldi
höfðu tæplega 500 manns skráð sig í félagið og lagt til
þess misháar upphæðir.
„Það er magnað hversu margt fólk er tilbúið að styðja
frjálsa fjölmiðla þótt það fái í sjálfu sér ekkert persónu-
lega heldur gefi í raun öllum með sér. Trú manns á
samfélagið eflist,“ segir Gunnar Smári.
Þegar hefur safnast fé sem mun efla ritstjórn Frétta-
tímans mikið á næstu mánuðum. Að sögn Gunnars
Smára eru næstu skref að efla umfjöllun um tiltek-
in málefni; til dæmis umhverfismál, menntamál og
kjarabaráttu. „Þrátt fyrir að fjölmiðlaefni hafi aukist að
magni með tilkomu Internetsins hefur veiking stóru
miðlanna dregið úr dýpri umfjöllun um einstaka efn-
isþætti. Vegna góðra viðbragða við almennri söfnun
félaga í Frjálsa fjölmiðlun veltum við því fyrir okkur
hvort hægt sé að efla umfjöllun um tiltekna málaflokka
með samskonar hætti, með því að leita eftir stuðningi
til þess hjá almenningi,“ segir Gunnar Smári.
Formlegur stofndagur Frjálsrar fjölmiðlunar hefur
ekki verið settur, en reikna má með að hann verði
um mánaðamótin. Félagsgjöld verða ekki innheimt
fyrr en eftir að félagið hefur verið stofnað. Á stofn-
fundinum verður kosið 36 manna fulltrúarráð, fram-
kvæmdastjórn og formaður og stofnsamþykktir lagðar
undir atkvæði.
Á heimasíðu Frjálsrar fjölmiðlunar, www.frjalsfjolmidlun.is,
er hægt að skrá sig sem stofnfélaga samtakanna. Félagsgjöld
eru andvirði kaffibolla eða það sem félagar kjósa að leggja til
verkefnsins.
Stofnfélagar
orðnir fimm
hundruð
Sjómannaverkfall Alls hafa 1600
einstaklingar tilgreint sjómanna-
verkfallið sem skýringarástæðu
umsóknar um atvinnuleysis-
bætur en kostnaður vegna þessa
nemur rúmlega þrjú hundruð
milljónum króna fyrir skattgreið-
endur. Þetta er meðal þess sem
kemur fram í samantekt Starfs-
greinasambands Íslands.
Í samantektinni segir að fisk-
vinnslufyrirtæki hafi ýmist farið
þá leið að bera við hráefnisskorti
þannig að fólk fari á kauptryggingu,
sem er í raun strípuð dagvinnulaun
um 260 þúsund krónur í mánuði,
eða borið fyrir sig svokallað ham-
faraákvæði, en þannig geta fyrir-
tæki sett starfsfólk beint á atvinnu-
leysisbætur.
Alls eru um eitt þúsund starfs-
menn á kauptryggingu en atvinnu-
leysistryggingasjóður greiðir hluta
hennar beint til fyrirtækja sam-
kvæmt ákveðnum reiknireglum.
2.300 fiskvinnslustarfsmenn eru
ýmist á kauptryggingu eða á at-
vinnuleysisbótum vegna verkfalls
sjómanna. Fiskvinnslufólk á Íslandi
er á milli 3-4.000 manns.
Starfsgreinasambandið hefur
mótmælt því að fiskvinnslufólk
sé sett á atvinnuleysisbætur, en
samanreiknaður kostnaður fyrir
almenning vegna þessara aðgerða
fyrir mánuðina janúar og desember
eru 312 milljónir króna. Það eru þá
byrðar sem skattgreiðendur axla í
verkfallinu með beinum hætti.
Starfsgreinasambandið segist
ekki láta reyna á samningana fyr-
ir dómstólum þar sem ekki sé mik-
il von um sigur. Þau svör fengust
hinsvegar að til standi að endur-
skoða hið umdeilda hamfaraákvæði
í næstu samningum og girða fyrir
svona uppsagnir í verkfalli. Þá má
benda á að skrifstofufólk og yfir-
menn sömu fyrirtækja halda sínum
störfum, ólíkt fiskverkafólkinu. | vg
Fiskverkafólki sagt upp en ekki skrifstofufólki Fiskverkafólk var sett á atvinnu leysisbætur, á meðan skrifstofufólk og yfirmenn
halda sínum störfum.
Bjarni biðst afsökunar
„Fyrir hönd ríkisstjórnarinnar bið
ég ykkur afsökunar á þeirri ómann-
úðlegu meðferð og margháttuðu
vanrækslu sem börn bjuggu við
á Kópavogshælinu,” segir Bjarni
Benediktsson forsætisráðherra en
ríkisstjórnin ræddi nýja skýrslu um
Kópavogshælið og Efri Brú, á fundi
sínum í morgun. Afsökunarbeiðni
Bjarna nær einnig til alls fatlaðs
fólks, barna og fullorðinna, sem
hefur verið vistað á stofnunum hér
á landi og sætt þar ofbeldi eða illri
meðferð.
Hann segir að sár reynsla verði
aldrei bætt að fullu, en á grund-
velli laga um sanngirnisbætur verði
unnið að því að bæta þeim sem
urðu fyrir ofbeldi eða illri meðferð
þann skaða sem af því hefur hlotist,
að því marki sem það er unnt.
Formaður Þroskahjálpar kallaði
eftir því í gær að allir fatlaðir sem
hefðu verið vistaðir sem börn á slík-
um stofnunum ættu rétt á sanngirn-
isbótum, enda yrði það viðurkennt
að þau hefðu sætt illri meðferð, ekki
bara á Kópavogshælinu heldur fleiri
slíkum stofnunum. | þká
Forsvarsmenn Thorsil, Hákon Björnsson og Eyþór Arnalds, undirrituðu raforkusamning við Landsvirkjun vegna verk-
smiðju fyrirtækisins í fyrra og sjást þeir hér ásamt Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar, og Jóni Sveinssyni yfirlög-
fræðingi. Íslenskir lífeyrissjóðir hafa hins vegar ekki viljað fjárfesta í verkefninu fyrir utan einn.
Sannleiksskýrsla
4 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 11. febrúar 2017