Fréttatíminn - 11.02.2017, Síða 14

Fréttatíminn - 11.02.2017, Síða 14
GASTROPUB SÆTA SVÍNIÐ // Hafnarstræti 1–3 / Sími 555 2900 / saetasvinid.is VALENTÍNUSAR DAGUR 6.900 kr. Aðeins framreitt fyrir allt borðið. 14. FEBRÚAR FORDRYKKUR – GLAS AF CODORNÍU CAVA HROSSA "CARPACCIO", döðlur, rucola-mayo, stökkir jarðskokkar, parmesan OFNBAKAÐIR HUMARHALAR, hvítlaukssmjör, humar-mayo, maís-chilisalsa NAUTALUND, steiktir ostrusveppir, möndlukartöflur, gulrætur, nautadjús, bernaisefroða Tveir eftirréttir SÚKKULAÐIKAKA "NEMISIS" bökuð á 90°C MÍNÍ KLEINUR, Dulce de Leche-karamella, kanill, sítróna 5 SVÍNSLEGAGIRNILEGIRRÉTTIR 14 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 11. febrúar 2017 talaði við frænku mína. Ég var búin að ímynda mér að það yrði svo hræðilægt.“ Viðbrögð móður Sunnu voru hins vegar ekki eins og hún hafði vonast eftir. „Mamma sagði það í raun beint út að hún ætlaði ekki að standa með mér. Og ég man að ég hugsaði hvað ég væri heimsk. Hvernig gat ég trúað því í öll þessi ár að hún væri með mér í liði. Hún ákvað svo að hringja í fjöl- skyldumeðlimi og vara þá við að ég væri að fara að ljúga þessu. Ég fékk því fullt af símtölum þar sem ég var spurð út í þetta, sem var mjög óþægilegt.“ Móðirin tók afstöðu gerandans Sunna ólst upp í sveit og móð- ir hennar bjó þar enn þegar mál- ið komst upp. „Hún ákvað að leika fórnarlambið í sveitinni og ég var geðveiki krakkinn sem laug. Ég ákvað að taka ekki þátt í þessu leik- riti. Ég hringdi ekki í fólk og reyndi að fá það til að trúa mér eða fór í sveitina og var með vesen. Það sem ég gerði hins vegar var að fá hana til að viðurkenna þetta. Á tímabili var ég nefnilega farin að hugsa hvort ég væri orðin geðveik. Hvort ég hefði kannski verið að ímynda mér þetta. Hvort þetta hefði ekki gerst. Ég var farin að trúa því sem þau sögðu um mig.“ En Sunna fékk móður sína ekki bara til að viðurkenna að misnotk- unin hefði átt sér stað, og að hún hefði vitað af því, heldur tók hún samtalið upp til að hafa eitthvað í höndunum sem styrkti mál henn- ar. „Ég var með símann inni á mér þegar ég fór að hitta hana og hr- ingdi í frænku mína sem var með upptökutæki í símanum. Ég man að hún bað mig um að geyma töskuna úti á palli, eins og hana hafi grun- að að ég væri með upptökutæki. Svo spurði hún mig þegar líða fór á samtalið hvort ég væri að taka upp, sem ég var auðvitað gera. En hún viðurkenndi þetta allt saman og ég sá þá fyrir mér að fólk gæti hætt að velta þessu fyrir sér. Það vissi hvað væri satt og ósatt. En þegar mamma komst að því að ég hefði tekið sam- talið upp þá sagðist hún hafa þóst trúa mér til að ég myndi ekki átta mig á hvað ég væri lasin. Þá gafst ég upp. Ég nennti ekki að eyða tíma í að sannfæra fólk um að trúa mér.“ Ráðvillt og „stalkaði“ karlmenn Eftir þetta tóku við nokkur erfið ár í lífi Sunnu. Það voru svo margir sem tóku afstöðu með móður henn- ar og manninum hennar þannig hún missti samband við stærstan hluta fjölskyldunnar. „Þau vildu hafa þetta svona, fórna mér frekar en þessum manni. Ég ólst upp hjá mömmu og öllum systkinum mín- um og allt í einu var þetta fólk farið. Svo komu jól og páskar og ég vissi ekkert hvar ég átti að vera. Í kjölfarið byrjaði ég að vera „sækó“ gellan. Ég varð algjör stal- ker í sambandi við karlmenn. Ég þráði einhverja virðingu og vildi sýna fólkinu mínu að það væri ein- hver sem vildi mig. Ég hugsaði með mér að ef ég myndi giftast einhverj- um manni þá kannski sæju þau að ég væri ekki jafn slæm og þau héldu og áttuðu sig á því að þau væru að missa að einhverju. Ég var á þeim stað.“ Ef einhver karlmaður sýndi henni áhuga þá varð hún alltaf sannfærð um að hún fengi engan betri, þó að hún væri ekki endilega hrifin af honum. Það var nóg að hann liti vel út á pappír. „Ég var týpan sem hringdi þúsund sinnum þegar ég var drukkin. Ég þráði svo innilega einhverja nánd og fannst ég ekki geta lifað af án þess að vera með karlmanni. Ég vildi að karlmaður bjargaði mér.“ Sunna var mjög þunglynd á þess- um tíma, brotin og ráðvillt. Hana vantaði bjargvætt, karlmann í líf sitt svo allt yrði betra. „Ég var þannig í mörg ár og var með mörgum strák- um. Þetta urðu samt aldrei alvöru sambönd. Við rétt svo náðum deit- -tímabili og svo byrjaði ég að vera „sækó“ gellan. Þannig að sam- böndin dóu alltaf í fæðingu. Ég man hvað þetta var óþægilegt og ég var að leita að sambandi á svo röngum forsendum.“ Hætti að deita Fyrir þremur árum tók Sunna hins vegar erfiða ákvörðun. Hún ákvað að hætta að eltast við karlmenn og einbeita sér hundrað prósent að sjálfri sér. „Þá var ég búin að fá að- stoð hjá Drekaslóð og var að reyna að vinna í mér. Reyna að komast út úr þessum erfiðleikum. Ég man eft- ir að hafa setið á fundi í Drekaslóð og mér leið eins og ég væri unga- barn í fullorðnum líkama. Ég vissi ekkert hver ég var og fannst ég svo eftir á. Ég hafði svo lengi ver- ið í einhverjum hlutverkum, eins og fólk gerir oft þegar það verður fyrir ofbeldi. Ef einhver hefði spurt mig hvort mér þætti mjólk eða vatn betra þá hefði ég ekki geta svarað því. Ég þurfti að finna út hver ég var og byrja upp á nýtt.“ Sunna er fegin að hafa ekki verið í sambandi þegar hún var í þessari sjálfsvinnu, hún telur að þá hefði verið erfiðara fyrir hana að finna út hver hún var. „Ég lofaði sjálfri mér því að ég myndi ekki deita neinn eða fara í samband fyrr en ég væri nógu and- lega og fjárhagslega vel stæð til að geta gengið í burtu ef þess þyrfti. Ég vildi líka geta horft til baka og litið á líf mitt áður en ég fór í samband og þótt það frábært, en ekki að ég væri þunglynd og að sambandið hefði bjargaði mér. Ég vildi vita að ég gæti átt gott líf, einstæð með barn.“ Svo leið tíminn og Sunna fann að hún var mjög ánægð ein með dóttur sinni. Hún þurfti ekki karlmann til að líða vel. „Um leið og ég komst yfir þráhyggjuna fyrir því að vera í sambandi, fór ég að spá í hvað væri mér og stelpunni minni fyrir bestu, án þess að blanda karlmanni inn í dæmið, þá varð allt svo auðvelt. Ég sé það núna bara fyrir mér sem vesen að vera í sambandi. Maður þarf alltaf að gera málamiðlanir, gefa af sér og maður fær ekki alltaf það sem maður vill. Ég er bara ekki tilbúin í það,“ segir Sunna og skellir uppúr. „Ég vil bara geta haft hlutina eftir mínu höfði og gert það sem mig langar að gera,“ bætir hún við. „Ástin sem ég ber til dóttur minn- ar og ófædda barnsins er svo hrein ást. Ég þarf ekkert frá þeim. En hrifning mín af karlmanni verður til því hann er svona og hinsegin af því að hann kemur svona fram og gerir þetta og hitt. Börnin mín geta ekkert gert til að ég hætti að elska þau. Ég vil miklu frekar eyða tíma í það heldur en að deita karlmenn. Ég fullyrði ekki að ég fari aldrei í samband en ég hef ekki áhuga á því núna.“ Mæðgunum hefur liðið vel tveim- ur saman en eru tilbúnar að bæta öðrum einstaklingi í fjölskylduna. Dóttir Sunnu er meira að segja búin að suða um systkini í dágóðan tíma. Nú er draumur þeirra beggja er að rætast. „Hún veit alveg hvernig barnið verður til og hvað er í gangi.“ Sunnu finnst mikilvægt að dóttir hennar sé meðvituð um mismun- andi fjölskyldugerðir og að það sé ekki nauðsynlegt að allir fari sömu leiðina. Hugsar hvað hún fékk í staðinn Í dag er Sunna ekki í sambandi við neinn í fjölskyldunni sinni nema eina systur og frænku. Hún tók meðvitaða ákvörðun um að vera ekki í sambandi við fólk sem hún veit ekki hvar stendur gagnvart henni. „Ég vil bara hafa fólk í kringum mig sem ég veit að er hundrað pró- sent þar fyrir mig og veit hvað er rétt og rangt. Mér finnst mjög leiðinlegt að hafa misst sambandið við þetta fólk en þetta var það besta sem ég gat gert. Í dag skilgreini ég fólk ekki sem fjöl- skyldu, vini eða eitthvað annað. Ég lít ekki svo á að ég þurfi að vera í sambandi við fólk af því að það er tengt mér fjölskylduböndum. Mér finnst skipta meira máli hvernig manneskja viðkomandi er, hvort það ríki traust á milli okkar og hvort þetta sé manneskja sem ég vil hafa í lífi mínu. Ég fjarlægði titlana af fólki og skildi manneskjurnar eftir. Vinir mínir eru bara fjölskyldan mín. Ég hugsa ekki um hvað ég missti held- ur en hvað ég fékk í staðinn,“ seg- ir Sunna. Hún er rík af góðu fólki og hefur bakland ef hún þarf á því að halda. „Mér finnst rosalega gott að vera sjálfstæð. Það stressar mig bara ef ég er of bundin einhverj- um.“ Sunna býður þeim sem hafa áhuga á að fylgjast með ferlinu og meðgöngunni að fylgja sér á snapchat: sunnabaxter. Dóttir Sunnu veit hvernig barnið verður til og er spennt fyrir að eignast systkini. Ég þráði einhverja virðingu og vildi sýna fólkinu mínu að það væri einhver sem vildi mig. Ég hugsaði með mér að ef ég myndi giftast einhverjum manni þá kannski sæju þau að ég væri ekki jafn slæm og þau héldut og átt- uðu sig á því að þau væru að missa að einhverju. Ég var á þeim stað.“

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.