Fréttatíminn - 11.02.2017, Qupperneq 32

Fréttatíminn - 11.02.2017, Qupperneq 32
32 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 11. febrúar 2017 Bryndís Silja Pálmadóttir bryndis@frettatiminn.is Inga Bjarnadóttir meistaranemi í listfræði hefur gefið fólki leyfi til að senda sér spurningar á netinu um líf með fötlun, til þess að berjast gegn fötlun- arfordómum. Inga svarar spurn- ingunum og birtir þær á twitter. „Ég vonast með þessu til að fötlun verði normalíseruð. Að hætt verði að líta á fatlað fólk sem sjúklinga eða grey, heldur bara venjulegt fólk. Hluti af þessu er að opna umræðuna því margir vita ekki hvernig þeir eiga að tala við fatlað fólk.“ Það kom Ingu sjálfri á óvart hve margir sendu henni spurn- ingar. „Mér finnst augu fólks vera að opnast. Fólki fannst til dæmis eðlilegt að það væri ekki aðgengi fyrir fatlaða en er núna farið að tala um það.“ Fréttatíminn fékk leyfi til þess að birta nokkur af svörum Ingu. Er dónalegt að spyrja fólk afhverju það er í hjólastól ? „Ég myndi ráðleggja að spyrja aldrei nema þekkja manneskjuna mjög, mjög vel. Og þá sérstaklega ekki „Hvað kom fyrir?“ Það getur verið þreytandi og sárt að þurfa endalaust að segja frá slysi eða sjúkdómi. Sjálfri finnst mér verst að fá viðbrögðin - yfirleitt hvað þetta sé hræðilegt og sorglegt og hvað ég er mikil hetja. Þetta er í alvöru engin tradegía í mínu lífi og þó fólk hafi fatlast vegna slyss þá er það örugglega ekki að hugsa um það alla daga, allan daginn og nennir væntanlega ekki að ræða það við ókunnuga.“ Í hvaða aðstæðum á að hjálpa fólki? Er það pirrandi að vera sífellt boðin aðstoð? „Það er fallegt að aðstoða aðra, óháð því hvort fólk sé fatlað eða ekki. Hins vegar er mikilvægast af öllu að bjóða aðstoðina fyrst og hlusta og virða ef viðkomandi segir nei. Það sem mörgum þykir þreytandi er að ófatlað fólk nálg- ast það bara til að bjóða aðstoð. Kunna ekki aðra leið til vináttu við fatlað fólk. Það er lítillækkandi. Eins er að bjóða aðstoð við mjög persónulega hluti eins og salernis ferðir að mínu mati óviðeigandi. Góð regla er að bjóða aðstoð en taka því ekki illa ef fólk afþakkar.“ Upplifir þú hindranir vegna skorts á aðgengi? „Já, aðgengisleysi er án efa eitt það erfiðasta sem ég díla við og það gerist svona tvisvar til þrisvar í mánuði. Afmæli, skemmtistaðir, heima partí, matarboð, heim- sóknir - yfirleitt alltaf óaðgengi- legt og ég fæ massa samviskubit yfir veseninu sem ég veld. Oft lélegt aðgengi og ég þarf að ganga í gegnum þvílíkt vesen og jafnvel stofna mér í hættu, eða kemst ekki og allir rosa sorrí yfir því. Ég þarf stöðugt að minna mig á að þetta sé ekki mér að kenna og hætta að taka ábyrgð. Aðgengi er að batna hægt, en vitund og samstaða al- mennings virðist vera að aukast.“ Svarar spurningum til þess að uppræta fötlunarfordóma Inga Bjarnadóttir leyfir fólki að senda á sig spurn- ingar til þess að opna umræðuna. Mynd | Hari Þó fólk hafi fatlast vegna slyss þá er það örugglega ekki að hugsa um það alla daga, allan daginn og nennir væntanlega ekki að ræða það við ókunnuga. Hinn forspái fótur skipar Trump í rassgat Bragi Páll lét á dögunum flúra á sig „Trump farðu í rassgat’’ eftir lýðræðislega kosningu um næsta húðflúr á netinu. „Forlögin virðast hlýða fætinum,“ segir Bragi Páll Sigurðarson blaða- maður sem í vikunni lét húðflúra „Trump - farðu í rassgat“ á hægri fótlegg sinn. Þetta nýja húðflúr er þó ekki eina flúrið sem prýð- ir þennan merka fót heldur hefur Bragi tvisvar áður látið flúra á fótinn álíka skipanir. „Ég fékk mér húðflúrið „Valdi komdu heim“ eft- ir að einn besti vinur minn flutti til Noregs.“ Stuttu seinna þegar málið með Hönnu Birnu var í há- marki fékk Bragi sér álíka húðflúr sem sagði „Hanna Birna segðu af þér,“ en það má segja að bæði flúr- in hafi verið forspá um það sem koma skyldi. „Fóturinn hefur ver- ið nefndur hátíðlegum nöfnum af ýmsum gárungum úti í bæ, eins og fótur sannleikans eða hinn forspái fótur,’’ segir Bragi. „Hvatinn að nýja húðflúrinu var þegar Valdi ákvað í byrjun þessa árs að flytja heim og Hanna Birna sagði af sér og hætti þing- mennsku.“ Bragi kveðst þó sjálfur hafa haft lítil áhrif á nýtt húðflúr um Trump heldur ákvað hann að leggja ákvörðunina undir lýð- ræðislega kosningu á veraldar- vefnum. Niðurstaða kosningar- innar var því skipun til Trump um að fara í rassgat. Bragi er þó ekki alveg viss með merkingu skipunar- innar og telur möguleika vera á því að Trump sé nú þegar kominn í rassgat. „Ef maður lítur á þetta bókstaflega þá þýðir þetta líklega að vera slippur og snauður, rúinn virðingu. Ég held nefnilega að það sé físískt séð ómögulegt að fara í eigið rassgat.“ | bsp Bragi er ekki viss hver merking þess að fara í rassgat er. Mynd | Hari Í BEINU FLUGI FRÁ KEFLAVÍK BÚDAPEST WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900 Ein af fallegri borgum Evrópu, hún er þekkt fyrir sínar glæsi byggingar sem margar eru á minjaskrá UNESCO, forna menningu og Spa/heilsulindir. Við bjóðum einnig uppá mjög góð heilsu/Spa hótel í Ungverjalandi allt árið, en flogið er tvisvar í viku. Ungverjar eru heimsþekktir fyrir sína heilsumenningu en upphaf hennar má rekja hundruð ár til forna. VERÐ 149.900.- per mann í 2ja manna herbergi. Innifalið: Flug, hótel með morgunmat, islenskur fararstjóri og rúta til og frá hóteli. 12. – 19. JÚNÍ ÖRFÁ SÆTI LAUS! Fermingarblað Fréttatímans þann 18.mars gt@frettatiminn.is gauti@frettatiminn.is

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.