Fréttatíminn - 11.02.2017, Page 38

Fréttatíminn - 11.02.2017, Page 38
FÆÐUBÓT með skynsemina að vopni KOSTIR: ○ Fæðubótarefni geta vissulega hjálpað til við að byggja upp og stækka vöðva. þarna kemur mysuprótein til dæmis sterkt inn. ○ Sum þeirra geta hjálpað til við fitubrennslu eins og til dæmis þau sem innihalda koffín og ákveðnar amínósýrur. ○ Oft geta þau gefið aukna orku fyrir og eftir æfingar og aukið blóð- flæði. ○ Yfirleitt er góð næring í fæðubótarefnum ásamt virkum efnum sem getur hjálpað til, sér í lagi þegar verið er að taka mataræðið í gegn og einhversstaðar mögulega pottur brotinn. GALLAR: ○ Sum efni í fæðubótarefnum geta valdið truflunum í meltingavegi. Þau geta valdið niðurgangi og uppþembu og þau sem eru viðkvæm fyrir mjólkurpróteinum gætu upplifað óþægindi. ○ Bæði kreatín og koffín eru örvandi efni sem oft eru notuð í fæðubót- arefni, ekki síst fitubrennsluefni. Þau geta hins vegar orsakað óeirð og valdið erfiðleikum við svefn. Passa skal að taka efni með þessum inni- haldsefnum ekki þegar líða tekur á daginn og sumir þola alls ekki inntöku þeirra yfirleitt. Auk þess getur þessi blanda, kreatín og koffín, valdið ofþornun. ○ Sum algeng efni, sér í lagi kreatín, geta valdið nýrnaskemmdum í miklum mæli. Sumt fólk er útsettara fyrir nýranabilun en annað svo best er að fara var- lega. Fæðubótarefni geta verið mikill akkur fyrir þau sem stunda að jafnaði öfluga líkamsrækt. En að mörgu er þó að huga og heillavænlegast er að nota þessi efni skynsamlega. Passa skal að velja aldrei fæðubótarefni sem henta ekki þínum líkama eða þeim stað sem þú ert á hverju sinni. Hér eru nokkrir kostir og gallar þess að nota fæðubótarefni. SAGAPRO Við tíðum þvaglátum „Hér áður voru klósettferðir hjá mér mjög tíðar. Ég prófaði síðan að taka SagaPro og hef nú tekið daglega í töluverðan tíma. Þetta er í góðu lagi núna!“ Hjálmar Sveinsson, 67 ára verkefnastjóri SAGA MEMO Fyrir heilbrigt minni „Ég byrjaði að taka SagaMemo af því það er unnið úr jurtum og öll mín orka og minni hefur batnað til muna. Þvílík snilld!“ Berglind Hanna Ólafsdóttir, 57 ára sjúkraliði SAGAVITA Gegn vetrarpestum Í þau 10 ár sem ég hef tekið SagaVita þá hef ég ekki misst úr dag í vinnu vegna veikinda.“ Sævar Hjaltason, 51 árs forstöðumaðurSÆKTU STYRK Í ÍSLENSKA NÁTTÚRU SagaMedica framleiðir náttúruvörur úr íslenskri hvönn en ætihvönn hefur um aldir verið talin afar mikilvirk lækningajurt. Vörurnar frá SagaMedica eru fáanlegar í flestum apótekum, heilsu- og matvöruverslunum. LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 20172 HEILSA Útgefandi: Morgundagur ehf. Ábyrgðarmaður: Valdimar Birgisson. Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík • Sími: 531 3300

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.