Fréttatíminn - 11.02.2017, Side 46
Farið á staðinn sem þið
borðuðuð fyrst saman á. Að
vísu eru töluverðar líkur á því
að hann sé ekki þar lengur, sé
sambandið eldra en tvævetur.
En finnið einhvern stað sem þið
deilið minningu um og rifjið upp
þegar nýjabrumið var í algleym-
ingi. Ó, nýjabrumið!
Gerðu eitthvað sem þú hefur
aldrei gert áður - þarf ekki
að vera merkilegt en þarf að
koma á óvart. Hefurðu aldrei
skipt um á rúminu að fyrra
bragði? Hefurðu aldrei boðið
maka þínum upp á heilnudd?
Hefurðu aldrei eldað þriggja
rétta máltíð? Hefurðu aldrei
vaknað eldsnemma og farið í
bakarí og verið búin/n að hella
upp á þegar makinn vaknar.
Oft er fegurðina að finna í litlu
hlutunum.
Farið saman í kvöldsund. Það er
ekkert notalegra en að láta líða
úr sér í pottinum og fara svo
í einn lítinn með dýfu á eftir.
Beint heim í ból, endurnærð á
líkama og sál. Þetta er ódýr og
hversdagsleg rómantík. Tékkið
á kvöldopnun sundlauganna á
sundlaugar.is.
Opnið rauðvíns- eða rótarbjórs-
flösku þegar börnin, séu þau í
dæminu, eru sofnuð og spilið
Skrafl. Það kemur á óvart hvað
það kyndir undir ástinni að
leika sér með orð og stafi. Próf-
ið bara.
Komdu ástinni rækilega á
óvart, farðu inn á dohop.com
og finndu ódýrasta fargjaldið
til Parísar um helgina. Pantaðu
Ef þið geymið hátíðarhöldin
þar til um helgina, farið þá út
að dansa. Dansið saman inn í
nóttina eins þið séuð bara tvö/
tveir/tvær í heiminum.
Farið í norðurljósatúr. Já, svona
túristaferð! Ef norðurljósaspá-
in er góð, það er. Þó að þessar
ferðir séu vissulega miðaðar út
frá ferðamönnunum þá er alltaf
gott að upplifa það að vera
gestur í eigin landi. Svo hafa
norðurljós einstaklega dáleið-
andi áhrif og jafnvel frygðar-
aukandi. Fullkomið stefnumót!
Ástinni fagnað á
fjölbreyttan hátt
Valentínusardagurinn er framundan og þá er ekki úr vegi að fagna
ástinni enda er hún ekki sjálfsögð. Hér eru nokkrar misdramatískar
leiðir til þess að fagna þessum degi sem sumir elska að hata.
hótel á booking.com og skellið
ykkur til ástarborgarinnar
miklu, labbið meðfram Signu,
takið selfie í Effielturninum og
kíkið á Monu Lisu. Eða notið
tímann og borðið allan þann
dásamlega mat sem hægt er að
fá á mörkuðum, verslunum og
veitingastöðum í París. Munið
eftir Tripadvisor og Yelp til að
lenda ekki í túristagildrum.
LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 201710 ÁSTIN
Ómetanlegt dekur
í amstri dagsins
Notaleg snyrtistofa í 101
Unnið í samstarfi við Kosmetik
Kosmetik við Garðastræti 2 er lítil og persónulega snyrtistofa sem býður upp á allsherjar snyrtimeð-
ferðir. Það eru þær Kristín og Jó-
hanna sem hafa staðið vaktina á
þessari notalegu snyrtistofu sem
hefur verið starfandi í tæp tvö ár.
Á þessum tíma hefur Kosmetik
eignast fjölda fastakúnna, ekki
síst meðal Vesturbæinga og
þeirra sem starfa í miðbænum -
enda afar þægilegt að geta skot-
ist í hádeginu eða eftir vinnu í
dálítið dekur.
100% lífrænar snyrtivörur
Kosmetik notar Janssen
Cosmetics sem er þýskt gæða-
merki og flokkast raunar sem
„cosmeceuticals“ sem þýðir að
vörurnar hafa meiri virkni en
venjulegar húð- og snyrtivör-
ur. „Þær eru þróaðar af læknum
og snyrtifræðingum og eru mjög
náttúrulegar og umhverfisvænar.
Innan merkisins eru fjölbreyttar
línur, til að mynda veganvottuð
lína og 100% lífræn lína. Við erum
ótrúlegar ánægðar með þessar
vörur, bæði vegna virkninnar og
ekki síður vegna þess að þær eru
lausar við aukaefni og skaða ekki
umhverfi okkar,“ segir Kristín.
Fagleg ráðgjöf
Kristín og Jóhanna eru með á
nótunum hvað varðar það nýjasta
í bransanum og leggja áherslu á
að veita faglega ráðgjöf. „Það er
svo ótrúlega mikið úrval af snyrti-
vörum til í dag og til dæmis mjög
margar vefsíður sem eru að selja
alls kyns snyrtivörur. Samkvæmt
auglýsingum þá henta allar vörum
öllum en það er samt ekki þannig,
við erum með mismunandi húð
og bregðumst mismunandi við
ólíkum vörum. Við erum búnar
að mennta okkur í þessu og ein-
blínum á að veita persónulega
ráðgjöf,“ segir Kristín og bendir
á að þær fari á öll námskeið sem
bjóðast til þess að viðhalda þekk-
ingu sinni og fylgjast með nýjustu
straumum og stefnum.
Ómetanlegt að dekra við sig
Að dekra við sjálfa/n sig er líklega
vanmetið og segist Kristín skynja
hvernig streitan líður úr fólki
þegar það leggst á bekkinn hjá
henni. „Maður finnur hvað fólki
finnst þetta gott fyrir sálina, að
koma á hlutlausan stað og gera
eitthvað fyrir sjálft sig. Þetta er
ómetanlegt í hröðu samfélagi, að
hugsa um andlegu hliðina með því
að láta eftir sér smá dekur,“ segir
Kristín og minnir á gjafabréfin
sem eru ákaflega sniðug handa
þeim sem allt eiga.
Virkar á Facebook
Kosmetik býður alltaf upp á til-
boð mánaðarins sem Kristín og
Jóhanna setja bæði inn á vef-
síðu snyrtistofunnar og Face-
book en þar eru þær afar virkar.
„Við hvetjum alla til þess að fylgja
okkur þar, við notum Facebook
mjög mikið til þess að sýna hvað
við erum að gera, setjum inn til-
boð, nýjungar og fróðleik. Einnig
er hægt að panta tíma þar, ungu
stelpurnar nýta sér það mikið og
okkur finnst það bara frábært,“
segir Kristín en einnig er hægt að
panta tíma í síma 5717995
eða gegnum tölvupóstinn
kosmetik@kosmetik.is.
Kristín Bergmann er
snyrtifræðingur og
annar eigandi Kosmetik
við Garðastræti.
Myndir | Hari
Janssen Cosmetics
vörurnar eru bæði
umhverfisvænar og
náttúrulegar.
Kosmetik er notaleg og
persónuleg stofa í 101.