Fréttatíminn - 18.03.2017, Blaðsíða 6
6 | FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 18. MARS 2017
Fiskeldi Á sama tíma og Svíar
banna opið sjókvíaeldi hefja
Íslendingar stórtækan rekstur í
laxeldi með opnum sjókvíum.
Ingi F. Vilhjálmsson
ingi@frettatiminn.is
Svíar hafa bannað fiskeldi í opn-
um sjókvíum á þremur stöðum
meðfram strandlengjunni Höga
Kusten í Austur-Svíþjóð vegna
slæmra umhverfisáhrifa slíks eld-
is. Þetta er niðurstaða dómstóls
í Svíþjóð sem sérhæfir sig í um-
hverfismálum. Dómstóllinn telur
ólíklegt að slíkt eldi sé umhverfi-
svænsta leiðin til að rækta fisk og
telur ólíklegt að sjórinn geti brot-
ið niður þau efni sem berast út í
hann í slíku fiskeldi. Ekki er hægt
að áfrýja niðurstöðunni og þurfa
fyrirtækin sem stunda fiskeldi á
svæðinu að hætta starfsemi sinni
innan þriggja ára.
Í viðtali við sænska ríkisútvarp-
ið segir eigandi eins fiskeldisfyr-
irtækisins á svæðinu, Roger Edl-
und, að niðurstaðan þýði líklega
endalok heillar atvinnugreinar
og eru fiskeldismenn í landinu
mjög áhyggjufullir út af niður-
stöðu dómsins. Fiskeldi á landi er
miklu dýrara en opið sjókvíaeldi
og því hefur slíkt eldi ekki náð
útbreiðslu í Svíþjóð. Dómurinn er
talinn bera með sér endalok alls
sjókvíaeldis í Svíþjóð.
Á sama tíma og Svíar munu
hætta sjókvíaeldi eru Íslendingar
að auka sjókvíaeldi verulega og
stefna á að tífalda framleiðslu sína
á eldislaxi á næstu árum. Fyrir-
tæki eins og Arnarlax, Arctic Sea
Farm, Hraðfrystihúsið Gunnvör
í Hnífsdal og Fiske ldi Austfjarða
eru þar á meðal. Mest af eldinu
er ráðgert á Vestfjörðum, í Ísa-
fjarðardjúpi og í Suðurfjörðunum,
við Bíldudal og Patreksfjörð þar
sem fyrir er umtalsvert fiskeldi.
Svíar banna fiskeldi í opnum sjókvíum
Svíar munu hætta sjóakvíaeldi vegna umhverfisáhrifa þess en fyrirtæki eins og
Arnarlax, sem Víkingur Gunnarsson stýrir, stórauka fiskeldi sitt í sjókvíum á Íslandi.
„Ætlum að hamra á því
að þetta sé hreinlega
villa í lögunum“
Um hvað snýst málið?
Alþingi samþykkti aftur-
virkar breytingar á almanna-
tryggingalögum sem fela í sér
skerðingu á fimm milljarða
réttindum sem ellilífeyris-
þegar öðluðust í janúar og
febrúar. Almennt virðist sátt
um að réttindin hafi verið mis-
tök en ekki ætlun löggjafans.
Velferðarráðuneytið ákvað
í kjölfarið að Alþingi skyldi
samþykkja afturvirk lög sem
afnámu réttinn. Almennt er
ekki talið réttmætt að sam-
þykkja afturvirk lög þótt ekki
sé lagt blátt bann við slíku hér
á landi. Hugsanlegt er að hér
hafi skapast bótaskylda á ríkið
vegna málsins. Leyndarhyggja
ráðuneytis og þings í málinu
er merki um að vitneskja sé
um þá bótaskyldu hjá stjórn-
völdum.
Almannatryggingar Velferð-
arráðuneytið sendi þau boð til
Alþingis og Tryggingastofnunar
að „hamra“ ætti á því að mistök
væru ástæða aukinna réttinda í
lögum um almannatryggingar
sem tóku gildi um áramót.
Atli Þór Fanndal
ritstjorn@frettatiminn.is
Þetta kemur fram í tölvupóst-
samskiptum milli staðgengils
skrifstofustjóra velferðarráðu-
neytisins og framkvæmdastjóra
réttarsviðs Tryggingastofnunar
ríkisins sem Fréttatíminn fékk af-
hent. Breytingar á lögum um al-
mannatryggingar tóku gildi um
síðustu áramót og samkvæmt laga-
bókstaf tryggja þau öldruðum 2.5
milljarða réttindi umfram það sem
virðist hafa verið ætlunin. Gríðarleg
áhersla var lögð á það innan ráðu-
neytisins og Tryggingastofnunar að
fela flest spor málsins enda líklegt
að skapast hafi bótaskylda vegna
mistakanna.
Tryggingastofnun gerði ráðu-
neytinu vart um málið í lok janú-
ar. Í kjölfarið ákvað velferðarráðu-
neytið að velferðarnefnd Alþingis
skyldi setja afturvirk lög þar sem
réttindin yrðu afnumin. Það kom í
hlut Nichole Leigh Mosty, formanns
velferðarnefndar, að tala fyrir mál-
inu þrátt fyrir að ljóst sé á gögnum
málsins að ráðuneytið og þar af
leiðandi ráðherra stýrðu öllum við-
brögðum vegna málsins.
Tryggingastofnun og velferð-
arráðuneytið ákváðu, þrátt fyr-
ir að þeim væri ljóst að slíkt væri
ekki í samræmi við lagabókstaf,
að greiða út miðað við eigin túlk-
un á vilja löggjafans. Ný lög voru
ekki samþykkt fyrr en í lok febr-
úar. Tryggingastofnun hóf ekki
greiðslur á muninum á þeim tíma
og fékk þau fyrirmæli frá ráðu-
neytinu að gera ráð fyrir að greiða
marsmánuð „með sama hætti“ og
hingað til hefði tíðkast. Í samskipt-
um Fréttatímans við ráðuneytið og
Þrátt fyrir að ráðu-
neytið hafi ráðið
ferðinni í málinu sá
Þorsteinn Víglunds-
son félags- og jafn-
réttismálaráðherrra
ekki ástæðu til að
mæla sjálfur fyrir
málinu.
Nichole Leigh
Mosty, formaður
velferðarnefndar,
var framsögumaður
frumvarpsins. Hún
viðurkenndi í umræð-
um þingsins að hún
skildi ekki málið.
Tryggingastofnun kemur ítrekað
fram að þau telji enga ákvörðun
hafa verið tekna um að fylgja ekki
lagabókstaf. Á þeim forsendum
gerði Tryggingastofnun upphaflega
tilraun til að hafna beiðni um afrit
af gögnum málsins.
„Stelpurnar eru að vekja athygli
mína á 3. mgr. 16. gr. [laga um Al-
mannatryggingar] hvað telst ekki til
tekna! Þar eru greiðslur úr skyldu-
bundnum atvinnutengdum lífeyr-
issjóði taldar upp. Þú mættir gjarn-
an kíkja á þetta og hafa samband,“
segir í pósti framkvæmdastjóra
réttarsviðs Tryggingastofnunar til
ráðuneytisins. Í kjölfarið óskaði
ráðuneytið eftir því að kostnað-
ur við villuna yrði reiknaður af
Tryggingastofnun í laumi. „Ekk-
ert endilega segja [starfsmannin-
um] hvers vegna,“ segir í pósti til
Tryggingastofnunar. Þá sendi ráðu-
neytið fyrirmæli á Tryggingastofn-
un að ræða málið aðeins við Sigríði
Lillý Baldursdóttur, forstjóra stofn-
unarinnar, og engan annan.
Starfsmaður Tryggingastofnun-
ar lýsir því í samskiptum við ráðu-
neytið að hún hafi kosið að senda
ekki póst til þess aðila sem fenginn
var til að reikna út kostnað vegna
villunnar til þess að skilja ekki eft-
ir gögn um málið. „Bað hann auk
þess að handreikna en ekki setja af
stað keyrslur og varð því að fara að-
eins yfir þetta með honum. Fór yfir
hversu viðkvæmt þetta væri,“ segir í
póstsamskiptum frá þriðja febrúar.
Fréttatíminn óskaði afrits af fjölda
samskipta sem áttu sér stað vegna
málsins. Út frá svörum ráðuneyt-
isins og stofnunarinnar virðist sá
háttur hafa verið hafður á að skilja
eftir sem minnsta gagnaslóð. Engin
gögn er að finna um samskipti inn-
an Tryggingastofnunar enda lögð
áhersla á að nota ekki skriflegar
leiðir til að vinna úr málinu.
Fulltrúar ráðuneytisins funduðu
með velferðarnefnd að morgni 6.
febrúar. Meðal gagna sem þá voru
lögð fram voru grófir útreikningar
og samanburður á gildandi lögum
við þá meiningu sem ráðuneytið
taldi að ætti að vera. Ríkislögmað-
ur lét velferðarráðuneytinu í té lög-
fræðiálit vegna málsins um miðjan
febrúar. Álitið er ekki að finna með-
al framlagðra gagna velferðarnefnd-
ar. Nefndarmenn fengu að sjá skjal-
ið gegn þröngum skilyrðum enda
talið að álitið gæti orðið leiðarvís-
ir fyrir þá sem leita vilja réttar síns
með málssókn.
Veitur ohf.
Bæjarhálsi 1 • 110 Reykjavík
Sími 516 6000 • veitur.is
Veitur ohf. • Bæjarhálsi 1 • 110 Reykjavík
516 6000 • veitur.is
Útboð
Veitur ohf.
Bæjarhálsi 1 • 110 Reykjavík
Sími 516 6000 • veitur.is
Veitur ohf. • Bæjarhálsi 1 • 110 Reykjavík
516 6000 • veitur.is
Útboð
Veitur ohf., Míla hf., og Gagnaveita Reykjavíkur ehf.,
óska eftir tilboðum í útboðsverkefnið:
Verkið felst í endurnýjun á fráveitu og vatnsveitu og
nýlögn fjarskiptalagna Mílu og GR í Skúlagötu í Borgar-
byggð, frá Helgugötu að Egilsgötu. Dýpka skal núverandi
fráveitulögn og mun nýja lögnin liggja að hluta í sömu
legu og núverandi lögn. Einnig verða lagðar heimlagnir
fráveitu og fjarskiptalagnir Mílu og GR að húsum við
Helgugötu 1 og 3, auk þess sem fjarskiptalagnir Mílu og
GR verða lagðar að Skúlagötu 21 og 23.
Útboðsgögn er hægt að sækja án greiðslu frá og með
þriðj deginum 21.03.2017 á vefsíðu Orkuveitunnar
https://www.or.is/fjarmal/utbod#page-7016
Útboðsverkefninu er nánar lýst í útboðsgögnum
„VEV-2017-09, Skúlagata Borgarbyggð endurnýjun
vatns og fráveitu ásamt lagningu ljósleiðara, útgefnum í
mars 2017“
Tilboð verða opnuð hjá Veitum ohf., Bæjarhálsi 1,
110 Reykjavík, þriðjudaginn 04.04.2017 kl. 10.30.
VEV-2017-09 18.03.2017
SKÚLAGATA BORGARBYGGÐ
ENDURNÝJUN VATNS OG FRÁVEITU
ÁSAMT LAGNINGU LJÓSLEIÐARA
Miðasala
á id.is
Íslenski dansflokkurinn Í SAMSTARFI
VIÐ Borgarleikhúsið
Sýningardagar
23. og 29. mars
og
2. og 9. apríl