Fréttatíminn - 18.03.2017, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 18.03.2017, Blaðsíða 30
30 | FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 18. MARS 2017 Samtímahönnun í Norræna húsinu 13.3 - 31.3. 2017 www.norraenahusid.is Opin alla daga frá 11-17 Viðskiptavinir fagna kærkominni nýjung. Sambíóin upp á þeirri kærkomnu nýjung í vikunni að bjóða við- skiptavinum sínum upp á ókeypis dömubindi, en uppátækið hefur að sjálfsögðu vakið mjög jákvæð viðbrögð. Stöndum með dömu- bindum hefur verið komið upp á öllum salernum kvikmyndahús- anna og verða bindin til taks fyrir alla þá sem þau þurfa. Þegar ókeypis bindin voru kynnt til sögunnar á facebook- síðu Sambíóanna á fimmtu- dag hrúguðst lækin inn og augljóst að margir sjá það sem algjöra himna- sendingu að geta bjargað sér þegar blæðingar kíkja óvænt í heimsókn í bíó. Í vikunni stóð Femínistafé- lag Háskóla Íslands einmitt fyrir svokölluðum Túrdögum þar sem tilgangurinn var að auka og bæta um- ræðuna um túr og tengd mál- efni, sem ekki veitir af. Enda konur um helm- ingur mannkyns og flestar þeirra fara á túr mánaðarlega rúma hálfa ævina eða svo. Það að fara á túr ætti því alls ekki að vera feimnismál og dömubindi jafn sjálfsagður staðalbúnaður og klósettpappír á almenningssalern- um. | slr Ókeypis dömubindi í Sambíóunum Stöndum með dömubindum hefur verið komið fyrir á öllum salernum. Tveir leikarar, sem líka eru gamlir vinir, fjalla um dásamlegt tilgangsleysi lífsins í leikhúsgjörningi í Tjarnarbíói. „Við Árni Pétur fórum tveir saman til Tenerife og byrjuðum að gera allskonar gjörninga og uppákom- ur á ströndinni og víðar. Þannig byrjaði þessi sýning,“ segir leik- stjórinn Rúnar Guðbrandsson sem frumsýndi í vikunni leikverk- ið Endastöð – Upphaf í Tjarnar- bíói. Verkið skrifaði hann ásamt aðalleikaranum og góðvini sín- um, Árna Pétri Guðjónssyni, til að fagna afmæli leikhópsins Lab Loka, sem þeir félagar stofnuðu fyrir 25 árum. Verkið fjallar um lífshlaupið og hið guðdómlega til- gangsleysi tilverunnar og við sögu koma ekki minni viðfangsefni en upphafið, ástin og dauðinn. Til að miðla sögu sinni nota þeir félagar efni úr heimsbókmenntunum og sígildum kvikmyndum í bland við sínar eigin upplifanir og tengja þetta allt saman í mósaíkfrásögn. Sýningin verður þó aldrei alveg eins. Frumsýningin endaði til dæmis með því að líkamar þeirra voru étnir, og það gerist kannski ekki aftur. „Þetta er eiginlega frekar svið- listaviðburður en hefðbundin leiksýning,“ segir Rúnar. „Við stöndum á tímamótum og erum að líta til baka og horfa fram á við. Við notum vídeó, myndlist, tón- list, hljóðverk, dans og hreyfilist. Við leyfum okkur að brjóta upp öll lögmál og vinnureglur og bregð- um á leik og leyfum hlutunum að gerast,“ segir Rúnar sem vonast til að tímamótin verði upphafið að einhverju nýju. „Þessi sýning er ekkert búin. Það verða uppákom- ur út árið, þetta er allt partur af einhverju ferli.“ En af hverju ætti fólk að mæta? „Af því að þetta er hörkuupp- lifun. Rússíbani í klukkutíma og af nógu að taka. Ferðalag milli himnaríkis og helvítis og allt þar á milli. Mér sýndist á viðbrögðunum á frumsýningunni í gær að fólk væri að upplifa þetta ansi sterkt og að hver og einn geti túlkað þetta út frá sjálfum sér. Við erum bara að spegla okkur í stóru spurn- ingunum með aðferðum listar- innar.“ | hh Rúnar Guðbrandsson og Árni Pétur Guðjónsson spegla sig í stóru spurn- ingunum með öllum tiltækum ráðum í Tjarnarbíói.Rússíbani í klukkutíma Vildi kynnast sjálfri sér betur Guðrún Sigríðardóttir Kommata er alltaf kölluð Rúrí. Mamma hennar er íslensk og pabbi hennar grískur. Hún ólst því upp í Grikklandi, nálægt fjallinu Parnassos sem að sögn Rúríar er þekkt fyrir hæfileikaríkar konur úr grískri goðafræði. Rúrí lærði stjórnmálafræði við grískan há- skóla og ákvað 12 ára að verða sendiherra, eða þegar hún kom fyrst til Íslands. Við fyrstu komu til Íslands fann hún strax mikla tengingu við krakkana á Íslandi, en hún var að eigin sögn mikil strákastelpa. „Ég lék bara við stráka og spilaði fótbolta en stelpurnar í Grikklandi voru ekki þannig. Og allt í einu fattaði ég, vá ég er líka íslensk.“ Rúrí flutti svo til Íslands árið 2013, einungis fimm dögum eftir að hún kláraði síðasta próf- ið í BA náminu. „Ég vildi prófa að búa á Íslandi og vildi kynnast sjálfri mér betur.“ Rúrí er frá Íslandi og Grikklandi. Mynd | Georg Leite Ljósmyndarinn Georg Leite vinnur nú að ljósmyndabók þar sem hann myndar blandaða Íslendinga með annað foreldrið íslenskt og hitt erlent. Georg, sem hefur búið á Íslandi í 19 ár, vonast með þessu að sér takist að sýna fjölbreytileika Íslendinga. Bryndís Silja Pálmadóttir bryndís@frettataiminn Ég er alltaf að fá spurn-ingar um hvaðan ég sé og það er ekkert mál því ég er frá Brasilíu. En ég fór að velta fyrir mér hvernig þetta sé fyrir fólk sem á heima í sínu eigin landi en er samt alltaf að fá spurningar um hvaðan það komi,“ segir Georg sem ætlar að mynda 60 einstaklinga fyrir bók- ina, sem kemur líklega út í sumar. „Allir sem eru í bókinni eru hálf ís- lenskir og eiga mömmu eða pabba frá öðrum löndum. Ég er að reyna að finna út hver reynsla þeirra er og leita að fólki sem er utan þessarar íslensku steríótýpu.“ Georg er nú þegar búinn að mynda 45 einstaklinga frá 24 mismunandi löndum, þar á með- al Tansaníu, Marokkó, Líbanon, Kólumbíu, Brasilíu, og víðar. Hann tekur líka stutt viðtöl við fólkið um reynslu þess af íslensku samfélagi og leitast eftir að finna út hvort því finnist stundum eins og litið sé á það eins og útlendinga í eigin landi. Bókin, sem kemur út í sum- ar, mun líklega hljóta nafnið The New Face of Iceland, þó Georg sé ekki enn búinn að taka endanlega ákvörðun um nafngiftina. Að sögn hans eru nær allir sem hann talaði við aldir upp á Íslandi þó örfáir hafi flutt til landsins síð- ar meir. „Það er líka eitthvað sem ég er að skrifa um, hvernig þessi menning hefur áhrif á íslenskt samfélag. Hvað þetta fólk og upp- runi þess kemur með til Íslands sem er jákvætt.“ Georg hefur búið hér á landi frá því árið 1998. Hann fór þó heim til Brasilíu árið 2012 og lagði stund á ljósmyndun. Georg á dóttur með íslenskri konu og segist hann því sjálfur taka eftir því hvernig sjálfs- mynd dóttur hans breytist vegna hugmynda annarra um uppruna hennar. „Dóttir mín sagði alltaf að hún væri íslensk þegar hún var spurð, en svo tók ég eftir því að hún er farin að segjast vera hálf íslensk og hálf brasilísk og ég fór að pæla í af hverju. Þá sagðist hún ekki nenna að útskýra þetta alltaf fyrir fólki sem væri að spyrja hana.“ Að sögn Georgs hefur fólkið sem hann hefur myndað þó ólík tengsl við hitt landið. Sumir hafa jafn- vel ekki komið þangað en flestir virðast þó tengja sterkt við bæði löndin. „Ég tók viðtal við stelpu sem hafði aldrei farið til föður- landsins og þegar ég spurði hana út í tengslin við landið sagðist hún ekki hafa nein. Svo fór hún heim og talaði við mömmu sína. Hún hringdi svo í mig tveimur vikum seinna og sagðist vera búin að vera með þessa spurningu í hausnum í tvær vikur og sagðist víst hafa tengingu þangað. Hún hefði áhrif á hvernig hún hagaði sér og hugs- aði.“ Georg segist sjá fyrir sér að með bókinni fari fólk að horfa á þetta fólk, sem lítur öðruvísi út, með meiri virðingu. Það sé truflandi að passa ekki inn í boxið í eigin heimalandi. „Það að fólk líti alltaf á þig sem útlending, sem þú ert ekki. Íslendingar geta líka verið öðruvísi.“ Íslendingar geta líka verið öðruvísi Allir sem eru í bókinni eru hálf ís- lenskir og eiga mömmu eða pabba frá öðrum löndum, segir Georg Leite um ljósmyndabókina sem væntanleg er. Mynd | Hari

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.