Fréttatíminn - 18.03.2017, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 18.03.2017, Blaðsíða 34
Jónas Guðmundsson sér um slysavarnamál hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Þegar hann er spurður hvað ferða- langar þurfa að leggja áherslu á áður en lagt er í ferðalag að vetrar- lagi segir Jónas: „Það eru í sjálfu sér nokkur atriði sem mér dettur í hug. Í fyrsta lagi þá er það að fólk skili inn ferðaá- ætlunum hjá okkur og það er hægt að gera í gegnum vefsíðuna. Þú get- ur stillt það þannig að það sé hægt að fylgjast með þér hvenær þú ert að koma til baka á ákveðnum tíma, ef þú ert til dæmis að ferðast einn. Svo er það líka þannig að ef þú set- ur inn ferðaáætlun þá færðu sendar allar viðvaranir eins og til að mynda veðuraðvaranir, þá færðu það sent með sms-skilaboðum. Annað sem mig langar að nefna sem er nýtt hjá okkur og við höfum verið að vinna í samstarfi við Ortovox. Við vorum að setja upp nú fyrir stuttu tvö fyrstu skiltin hérlendis, en þetta hefur gef- ið mjög góða raun erlendis. Þetta eru skilti með snjóflóðaýlismóttak- ara. Við erum búinn að setja upp svona skilti í Hlíðarfjalli og við Kaldbak. Svo erum við að setja upp svona skilti í Landmannalaugum og það stendur líka til að setja svona upp í Bláfjöllum og Skálafelli.“ Það er greinilega margt fróðlegt og skemmtilegt að gerast hjá Lands- björg. En fyrir hvern er síðan www. safetravel.is aðallega hugsuð? „Síðan er náttúrlega á íslensku, ensku, frönsku og er að detta inn hjá okkur á þýsku. Það er stærri hluti erlenda ferðamanna sem not- ar síðuna. En það er nú bara þannig að erlendir ferðamenn eru orðnir í meirihluta af þeim sem eru að ferð- ast um landið. En Íslendingar nota síðuna líka,“ segir Jónas. En hvað finnst Jónasi, hefur starf- semi ykkar breyst mikið undanfar- in ár með auknum straumi erlendra ferðamanna? „Já og nei. Á tímabilinu 2010 -2013 var útköllum svolítið að fjölga. Við höfum hins vegar lagst í gríðarlega mikla vinnu með atvinnuvegaráðu- neytinu, Ferðamálastofu, Samtök- um ferðaþjónustunnar og f leiri hagsmunaaðilum til að vinna að forvörnum. Í dag er því svo kom- ið að atvikum er ekkert að fjölga í samræmi við aukinn straum ferða- manna. Þau eru hins vegar of mörg, við erum að liðsinna 7-10 þúsund ferðamönnum á ári. Þeirri tölu þurf- um við að reyna að ná niður eins og okkur er hægt og rólega að tak- ast með auknum forvörnum. Það er nú líka þannig að flest atvik gagn- vart ferðamönnum eru minni, taka skemmri tíma og þarfnast minni mannskapar. Aðgerðir þar sem Ís- lendingar koma við sögu eru yfir- leitt stærri í sniðum og umfangs- meiri,“ segir Jónas. Hvað gerum við gert betur þegar kem- ur að öryggismálum? „Við höfum verið að gera ansi margt gott. Vakinn gæðakerfi ferðaþjón- Hvetjum fólk til að skila inn ferðaáætlun Hálendisferðir í sérflokki Mountaineers of Iceland er leiðandi ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í jeppa-, trukka- og vélsleðaferðum á Langjökli. Fyrirtækið hefur verið starfrækt síðan árið 1996. Unnið í samstarfi við Mountaineers of Iceland Fyrirtækið býður upp á dags-ferðir fyrir bæði hópa og einstaklinga ásamt því að taka að sér skipulagningu og framkvæmd á lengri ferðum. Mountaineers of Iceland tók ný- verið við Vakanum sem er gæða og umhverfisstaðall aðila í ferða- þjónustu. Auk þess fékk fyrirtækið nýverið viðurkenningu frá Credit Info fyrir að vera framúrskarandi fyrirtæki en þetta er í þriðja árið í röð sem fyrirtækið hlýtur þá viðurkenningu. Sandra Dögg Björgvinsdóttir er markaðsfulltrúi hjá Mountaineers of Iceland. Þegar hún er spurð um hverjar séu vinsælustu ferðirnar sem þau bjóða upp á segir Sandra: „Vinsælustu ferðirnar okkar eru The Pearl Tour sem er leiðsögð ferð í súper jeppa þar sem farið er á Geysi, Gullfoss og Þingvelli og klukkutíma sleðaferð. Önnur ferð sem hefur notið mikilla vinsælda hjá okkur er Hot Spring and Cool Glaci- er, það er súper jeppaferð þar sem stoppað er í Secret Lagoon á Flúðum, klukku- tíma sleðaferð á Langjökli og há- degismatur innifalinn. Þriðja ferðin sem mig langar til þess að nefna er Snowmobile Into the Glacier. Sleða- ferð vestanmegin við jökulinn og klukkutíma ferð um íshellinn (Into the Glacier). Að lokum verð ég að nefna Meet us at Gullfoss. Þá mætir fólk á Gullfoss og er keyrt þaðan á stórum trukk upp á sleðasvæði þar sem farið er í klukkutíma sleðaferð. Sú ferð er tilvalin fyrir þá sem eru búnir að fara Gullna hringinn og langar einfaldlega bara að koma á sleða.“ En hvernig skyldi sumarið líta út með bókanir ? „Það er nóg að gera hjá okkur allan ársins hring og er sumarið engin undantekning. Á sumrin erum við oftar en ekki að taka á móti mjög stórum hópum og það eru margar bókanir komnar og fleiri eru að detta inn núna fyrir sumarið og þá bæði stórir hópar sem og einstaklingsbókanir,“ segir Sandra. Eru þetta aðallega erlendir ferða- menn sem eru að sækja í ferðirnar ykkar? „Það eru fyrst og fremst erlendir ferðamenn sem eru að sækja í ferðirnar okkar, en alltaf einhverjir Íslendingar. Við sjáum mikla aukn- ingu á fjöldanum hjá okkur í ár mið- að við fyrstu tvo mánuðina 2016. Þannig það er aukning á milli ára og það væri skemmtilegt ef við myndum fá fleiri Íslendinga til okkar. Því ferðirnar okkar eru alls ekki bara fyrir erlenda ferðamann, þetta eru líka skemmtilegar ferðir fyrir Íslendinga,“ segir Sandra. Eruð þið með ferðir á fleiri staði en Langjökul ? „Við erum með nokkrar skipulagð- ar súper jeppaferðir og þá skoðum við hina ýmsu staði á Suðurlandinu. Síðan bjóðum við upp á sérsniðnar ferðir og þá setur sölufólkið okkar saman frábærar ferðir að óskum viðskiptavinarins,“ segir Sandra. Eruð þið eitthvað að nýta ykkur Into the Glacier ? „Já, við erum með samstarfs- ferðir með Into the Glacier. Við erum með eina Súper jeppaferð (Lava & Ice Into the Glacier) þar sem við tökum meðal annars Borgarfjörðinn og förum svo í íshellinn. Síðan erum við með nokkrar samstarfsferðir þar sem farið er á sleða og Íshellir- inn skoðaður í miðri sleðaferðinni,“ segir Sandra. Glæsilegur hópur sem tekur á móti þér og skipuleggur ferðir að þínum óskum. Slysavarnafélagið Landsbjörg rekur vefsíðuna www.safetravel.is en síðan fór í loftið árið 2010. Vefsíðan hefur það að leiðarljósi að auka öryggi ferðamanna á Íslandi. Jónas Guðmundsson sér um slysavarna- mál hjá Landsbjörgu, hann vill sjá stjórn- völd fara í uppbyggingu á vegakerfi landsins. ustunnar er dæmi um verkefni sem hefur heppnast mjög vel og er gott tæki líka. Það sem mér finnst helst vanta upp á núna eru ferðamanna- staðirnir sjálfir. En það erum við núna að sjá með nýrri ríkisstjórn að það eru jákvæð teikn á lofti og framkvæmdir í gangi víða við fjöl- farna ferðamannastaði. Sú hola sem þarf helst að fylla núna er sam- göngukerfið, sem mér finnst okk- ar vera okkar erfiðasti hjallur. Við þyrftum að fara í uppbyggingastarf á samgöngukerfinu okkar og eyða um 5 milljörðum á ári næstu 5 árin til þess að geta farið í nauðsynlegar endurbætur,“ segir Jónas. Allar frekari upplýsingar er að finna á síðunni www.safetravel.is Slysavarnarfélagið Lands- björg liðsinnir um 7-10 þúsund ferðamönnum á ári hverju. Myndir | SigÓSig 2 LAUGARDAGUR 18. MARS 2017VETRARFJÖR Útgefandi: Morgundagur ehf. Ábyrgðarmaður: Valdimar Birgisson. Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík • Sími: 531 3300

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.