Fréttatíminn - 18.03.2017, Blaðsíða 19

Fréttatíminn - 18.03.2017, Blaðsíða 19
| 19FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 18. MARS 2017 Austurríki Slóvenía Króatía Serbía Rúmenía Úkraína Slóvakía Í þjóðbraut flóttamanna Ungverjaland liggur í þjóðbraut flóttamanna sem koma í gegnum Tyrkland í gegnum Grikkland, Makedóníu og Serbíu eða í gegnum Tyrkland, Búlgaríu og Rúmeníu á leið til Austurríkis og Þýskalands eða annarra landa VesturEvrópu. Þótt flóttamennirnir mæti andstöðu á þeim löndum sem þeir stefna til er andúðin í þeim löndum sem þeir þurfa að fara um enn meiri. Og líklega allra mest í Ungverjalandi. Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, er nú á sínu þriðja kjörtímabili þannig verið sýnilegur í ungversk- um stjórnmálum frá því fyrir fall kommúnismans. Árið 1989, aðeins 26 ára gamall, öðlaðist hann nokkr- ar vinsældir þegar hann kallaði eftir því, í minningarræðu um Imre Nagy, leiðtoga ungversku byltingarinnar 1956, að sovéski heraflinn í landinu hyrfi á braut frá Ungverjalandi og gengið yrði til kosninga. Hafandi áratug fyrr verið ritari ungliðahreyf- ingar kommúnista í gagnfræðaskóla má segja að Orbán hafi sýnt bita- stæðan skilning á því hvaðan vind- ar blása: í þingkosningunum 1998 var Fidesz, þá hægrisinnaður mark- aðsumbótaflokkur, orðinn stærsti flokkur landsins. Fótskriða til hægri En Fidesz snýst ekki lengur um markaðsumbætur. Í smábænum Túsnad í Transylvaníu-héraði Rúm- eníu hefur verið haldin dagskrá frá árinu 1990, sem nefnist Opni sum- arháskólinn. Orbán hefur lagt í vana sinn að flytja þar nokkurs konar stefnuræður en vettvangurinn gef- ur honum færi á að koma víðar við en í daglegum erli stjórnmálanna, og beita þjálfun sinni á sviði stjórnmálaheimspeki. Þar kynnir hann þær hugmynd- ir sem liggja stefnu hans til grundvallar. Samkoman er ut- andyra, óformleg og afslöpp- uð, og Orbán talar þar að mestu blaðlaust. Ræðuna sem Orbán flutti í Túsnad eftir hinn stóra kosn- ingasigur 2014 hóf hann á að segja stórviðburðinn sem ungversk stjórnmál ættu nú að taka mið af ekki lengur vera fall kommúnismans kringum 1990 – því breytingaskeiði væri lokið. Hinn nýi útgangspunkt- ur væri efnahagskreppan 2008. Sá atburður marki jafn stór, sögu- leg skil og heimsstyrjaldir tutt- ugustu aldar, en kosningasigrar hans sjálfs marki skil sem séu sam- bærileg við fall múrsins. Orbán hef- ur ítrekað vísað til kosningaúrslit- anna 2010 sem byltingar. Í ræðunni sagði hann Singapúr, Kína, Indland, Tyrkland og Rússland skína skært meðal ríkja heims, þrátt fyr- ir að vera „ekki vestræn, ekki frjálslynd og jafnvel ekki með Heimilispakka Símans Lifðu þig inn í Sjónvarp Símans Premium 13.500 kr./mán. Línugjald ekki innifalið. Verð frá 2.600 kr./mán. Pantaðu Heimilispakkann á siminn.is eða í síma 800 7000 Heimilispakkinn Sjónvarp Símans Premium 11 erlendar sjónvarpsstöðvar Sjónvarp Símans Appið Sjónvarpsþjónusta Símans Netið 250 GBEndalaus heimasími Spotify Premium TV IS T 10 33 6 Horfðu á allar þáttaraðirnar af Dexter þegar þér hentar. Yfir 6.000 klukkustundir af heilum þáttaröðum. Svona á sjónvarp að vera. Veitur ohf. Bæjarhálsi 1 • 110 Reykjavík Sími 516 6000 • veitur.is Veitur ohf. • Bæjarhálsi 1 • 110 Reykjavík 516 6000 • veitur.is Útboð Veitur ohf. Bæjarhálsi 1 • 110 Reykjavík Sími 516 6000 • veitur.is Veitur ohf. • Bæjarhálsi 1 • 110 Reykjavík 516 6000 • veitur.is ÚtboðVeitur ohf. óska eftir tilboðum í útboðsverkefnið: Verkið felst í byggingu dælustöðvar við Hnoðraholtsbraut 2 í Garðabæ, skammt frá Reykjanesbraut. Um er að ræða steinsteypt niðurgrafið mannvirki með aðgengi frá einni hlið, þ.e. frá Hnoðraholtsbraut. Ofan á þakplötu kemur jarðvegur með grasi á yfirborði. Stöðin skiptist í dælusal, dreifistöð rafmagns, rafbúnaðarherbergi og snyrtingu. Í dælusal kemur 6,3 tonna brúkrani. Framan við húsið verður malbikað plan með snjóbræðslu. Útboðsverkið innifelur raf-, vatns- og frárennslislagnir fyrir dælustöðina ásamt loftræsikerfi. Einnig er hluti af útboðsverkinu að leggja DN700/ø900 foreinangraða stálpípu í PE plastkápu að og frá dælustöð að núverandi hituveituæð, Suðuræð. Dælustöðin verður byggð inn í jarðvegsmön sem nú er vestan Reykjanesbrautar. Útboðsverkinu er nánar lýst í útboðsgögnum „VEV-2017-07- Vetrarbraut dælustöð útgefnum af Vei- tum ohf., í mars 2017“ Útboðsgögnin verður hægt að sækja án greiðslu á vefsíðu Orkuveitu Reykjavíkur frá og með miðviku- deginum 15. mars á https://www.or.is/fjarmal/ut- bod#page-7016 Tilboð verða opnuð hjá Veitum ohf., Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík, þriðjudaginn 4. apríl 2017 kl. 11:00 VEV-2017-07 11.03.2017 VETRARBRAUT DÆLUSTÖÐ

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.