Fréttatíminn - 18.03.2017, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 18.03.2017, Blaðsíða 4
4 | FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 18. MARS 2017 Orkuveita Reykjavíkur Bæjarhálsi 1 • 110 Reykjavík Fax 516 630 • Sími 516 6100 www.or.is/um/utbod Útboð Orkuveita Reykjavíkur Bæjarhálsi 1 • 110 Reykjavík Fax 516 630 • Sími 516 6100 www.or.is/um/utbod Útboð Orkuveita Reykjavíkur sef. óskar eftir tilboðum í: HÖNNUN OG EFTIRLIT Á ÞÖKUM OG HVOLFRÝMI Orkuveita Reykjavíkur sef., óskar eftir tilboðum í útboðsverkefnið: Hönnun og eftirlit á þökum og hvolfrými að Bæjarhálsi 1. Útboðsverkefninu er nánar lýst í útboðsgögnum „ORH-2017-05 útgefnum í mars 2017“ Útboðsgögn verður hægt að sækja án greiðslu á vefsíðu Orkuveitu Reykjavíkur frá og með þriðjudeginum 14. mars á https://www.or.is/fjarmal/ utbod#page-7016 Tilboð verða opnuð hjá Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík, þriðjudaginn 28. mars 2017 kl.11:00. ORH-2017-05 11.03.2017 Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Dómsmál „Upphaflega var ég full- ur af reiði og hatri, núna finnst mér lögreglumennirnir sem komu svona fram við mig vera aumkunarverðir menn,“ segir Guðmundur R. Guð- laugsson sem sat saklaus í 11 daga í gæsluvarðhaldi og einangrun á lög- reglustöðinni við Hverfisgötu í apríl 2010. Hæstiréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða honum tvær millj- ónir í skaðabætur, enda hafi vistun- in verið vanvirðandi, valdið andleg- um þjáningum og leitt til alvarlegs álitshnekkis. Þá hafi lögreglan brot- ið á honum með saknæmum hætti þegar hann var settur tvívegis í handjárn þótt ekkert benti til þess að hann myndi sýna mótþróa. Guðmundur er fráskilinn fað- Guðmundur R. Guðlaugsson missti vinnuna og heilsuna í kjölfar þess að vera haldið í einangrun í 11 daga í 6 fer- metra fangaklefa og bendlaður opinberlega við fíkniefnamisferli. Mynd | Hari Skilaði skömminni aftur til lögreglunnar „Þetta var ekkert annað en ofbeldi,“ segir Guðmundur R. Guðlaugsson en honum voru dæmdar 2 milljónir í skaðabætur í Hæstarétti í gær vegna ólögmætrar handtöku og gæsluvarðhalds. „Ég gat ekki gert að því að ég glotti þegar ég sá einn þessara manna leiddan fyrir héraðsdóm vegna spillingarmála.“ ir þriggja drengja. Sá í miðið hafði átt erfitt frá barnsaldri vegna of- virkni og leiddist seinna út í mis- notkun fíkniefna. Sonurinn hafði þó haldið sig frá vandræðum um nokkurt skeið þegar lögreglumenn börðu upp á heima hjá föður hans eitt kvöldið: „Ég man að ég hugsaði, hvaða bölvuðu vandræði er strák- urinn núna búinn að koma sér í.“ Handtakan kom honum algerlega í opna skjöldu. Hann fékk heldur aldrei að sjá nein gögn fyrr en fimm vikum eftir handtökuna. Mér var síðan hent inn í sex fer- metra grænmálaðan kassa, sem er byggður þannig að það er hægt að smúla hann eins og skipsdekk.“ Guðmundur lýsti því fyrir dómi hvernig það hefði verið að vera samfellt í einangrun í ellefu daga á lögreglustöðinni við Hverfisgötu, í gluggalausum klefa, þar sem ljós logaði allan sólarhringinn og hávaði barst að utan frá ölvuðu fólki sem var verið að færa í fangageymslur. „Ég fór aldrei út undir bert loft allan þennan tíma, en ég fékk að reykja nokkrum sinnum á dag, á þröngum gangi. Ég vissi varla mun á nóttu eða degi, nema vegna hávaðans sem barst inn á næturnar, Það var öskr- andi eða grátandi fólk sem lamdi og sparkaði í hurðir. Þá hrökk ég upp ef ég hafði náð að festa svefn á ann- að borð.“ Hann segir að margir fanga- verðirnir hafi örugglega verið ágætis fólk sem hafi reynt að gera sitt besta. „En það er enginn sem talar við þig. Ég sat þarna meira og minna einn, í grænmáluðum klefa, á steinsteypt- um bedda með fimm millimetra gúmmídýnu og einfalt teppi til að breiða yfir mig. Ég reyndi bara að anda rólega inn og út og hugsa ekki neitt. Þegar ég fékk matinn þurfti ég að borða hann á beddanum eða sitja á gólfinu, oft var honum bara rennt inn til mín á bakka. Öll sam- skipti voru í lágmarki. Þetta voru skelfilegar aðstæður og í raun ekk- ert annað en pyntingar.“ Samkvæmt dómi Hæstarétt- ar hefði einungis verið heimilt að halda honum í sólarhring við þess- ar aðstæður. Þá hefði lögreglan get- að gengið úr skugga um það með einföldu forprófi að hann væri ekki flæktur í málið. Honum hafi því ver- ið haldið föngnum í átta daga að ósekju, Þetta sé algerlega óverjandi og vafi leiki á því hvort yfirhöfuð sé heimilt að vista gæsluvarðhalds- fanga við þær aðstæður sem séu á Hverfisgötu. Guðmundur segist hafa spurt lög- reglumennina hvað eftir annað, af hverju þeir væru að halda sér í fang- elsi, en þeir hafi svarað. „Þú hlýtur að vita það sjálfur.“ Blöðin skrifuðu um gæsluvarð- haldið og kókaínmál sem feðgarnir áttu að vera flæktir í og nafngreindi þá báða. „Sonur minn var 23 ára, hann er ekki með milljarða veltu í eiturlyfjabransanum. Þetta var orðið súrrealískt,“ segir Guðmund- ur. Lögreglan náði ekki í soninn og hélt föðurnum inni til að ná til hans. Þeir spurðu mig aldrei út í nein fíkni- efnaviðskipti enda var ég greinilega aldrei grunaður um nein tengsl við málið.” Guðmundur, sem í dag er um sextugt, var í góðu starfi sem fram- leiðslustjóri en í kjölfar málsins gerði hann hinsvegar starfslokasamn- ing. Þáverandi yfirmaður hans bar fyrir dómi að ástæðan hafi verið handtaka og gæsluvarðhaldi vegna gruns um fíkniefnamisferli. Tveim- ur mánuðum síðan felldi lögreglan málið gegn honum niður. „Það blasti við mér allt önnur ver- öld þegar ég kom úr fangelsinu, ég var atvinnulaus, hræddur við fólk og fullur af skömm. Ég gat ekki horfst í augu við nágrannana og hélt mig meira eða minna út af fyrir mig, þar til ég neyddist til að flytja í íbúð á vegum félagsþjónustunnar af fjár- hagsástæðum.“ Guðmundur verið frá vinnu síðan þetta gerðist og glímt við alvarlega andlega vanlíðan. „Smám saman varð ég alvarlega kvíðinn og þung- lyndur. Í dag er ég greindur með alvarlega áfallastreituröskun og geng til sálfræðings tvisvar í viku.“ Guðmundur segir að aldrei verði hægt að bæta sér það sem fór úr- skeiðis. Hæstiréttur hafi auk þess ekki fallist á að bæta honum upp töpuð vinnulaun. „Það er hins- vegar gott að vinna málið og skila skömminni til þessara lögreglu- manna sem fóru svona að ráði sínu. Þeir misnotuðu stöðu sína og beittu mig ofbeldi í langan tíma án þess að ég gæti varist. Það er viðurkennt með dómi að þeir fóru fram gegn mér með ólögmætum og saknæm- um hætti. Það er talsverður sigur.“ „Þegar ég fékk matinn þurfti ég að borða hann á beddanum eða sitja á gólfinu, oft var honum bara rennt inn til mín á bakka. Öll samskipti voru í lágmarki. Þetta voru skelfilegar aðstæður og í raun ekkert annað en pyntingar.“ Verkalýðsmál Verkalýðsfélög í Svíþjóð hafa þrýst á Ikea um árabil vegna vinnuaðbúnaðar vörubílstjóra hjá undirverktök- um fyrirtækisins. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Verkalýðsfélög í Svíþjóð hafa kvartað og gagnrýnt húsgagna- fyrirtækið Ikea í mörg ár út af vinnuaðstæðum og lágum launum flutningabílstjóra sem vinna fyrir Ikea. Íslenska flutningafyrirtækið Samskip er eitt af flutningafyrir- tækjunum sem keyra vörur fyrir Ikea, ásamt DHL og Bring, og bein- ist gagnrýnin meðal annars að þessum fyrirtækjum. Þetta kemur fram í sænska blaðinu Dagens Ny- heter. Samskip er eitt stærsta fyr- irtæki Íslands og er með meira en 90 milljarða tekjur. Haft er eftir Magnus Falk, hjá verkalýðsfélagi vörubílstjóra í Sví- þjóð, að tveggja ára tilraunir fé- lagsins til að fá Ikea til að reyna að bæta vinnuaðstöðu vörubíl- stjóranna, sem margir koma frá fátækum löndum í Austur-Evrópu eins og Rúmeníu, hafi engum ár- angri skilað. Eins og greint var frá í fjölmiðlum í byrjun mars hefur stærsta verkalýðsfélag Hollands kært Samskip fyrir að greiða flutn- ingabílstjórum laun sem eru langt undir löglegum lágmarkslaunum. Í máli Magnus Falk kemur fram að skýringar Ikea séu meðal annars á þá leið að erfiðlega geti gengið fyrir fyrirtækið að vita hvernig vinnuaðstæður séu hjá undirverk- tökum eins og Samskipum sem ráðnir eru til verka. „Ikea ræður flutningsfyrirtæki sem vinnur svo með undirverktökum. Við höfum dæmi um keðjur af undirverktök- um þar sem eru 10 aðilar. Það er alveg ljóst að Ikea getur ekki haft eftirlit með hverjum aðila, jafnvel þó Ikea borgi hátt verð fyrir þjón- ustuna þá er ekki mikið eftir þegar peningarnir hafa farið í gegnum 7 til 8 undirverktaka.“ Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Samskipa, segist ekki vita til þess að Ikea hafi verið í sambandi við Samskip út af gagnrýni verkalýðs- félaganna. Hann segir að Ikea hafi gert innri úttekt á starfsemi Sam- skipa áður en samið var við fyr- irtækið. „Ikea er með sína innri verkferla til að tryggja að þeirra undirverktakar, meðal annars við, uppfylli þeirra kröfur. Við erum með vottorð frá Ikea um að við stöndumst slíkar kröfur frá þeim.“ Flutningafyrirtækið Samskip, sem er í eigu Ólafs Ólafssonar, er eitt af þeim fyrirtækjum sem talið er að hafi greitt flutningabílstjórum hjá fyrirtækinu allt of lág laun. Fyrirtækið hefur verið kært í Hollandi. Hafa kvartað undan Samskipum í mörg ár Myndir af ræningja Lög regl an hef ur birt mynd ir af mann in um sem rændi apó tek á Bílds höfða skömmu fyr ir klukk- an 10 í fyrra dag. Maðurinn sem var vopnaður hnífi huldi andlit sitt með klút. Hann komst undan með eitthvað af lyfjum, aðallega rítalíni og converta en enga peninga. Maðurinn hljóp í átt að Höfða- hverfinu. Hann er talinn vera um 170 sm á hæð og grannvaxinn. Hann var klæddur í rauða peysu, gallabuxur og með húfu. Þá var hann með svartan bakpoka. Þeir sem geta veitt upplýsingar um málið, eða telja sig hafa séð til ferða mannsins, eru beðnir um að hringja strax í lögreglu í síma 112. Lögregla Ræninginn komst undan á flótta.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.