Fréttatíminn - 18.03.2017, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 18.03.2017, Blaðsíða 38
Það hefur verið leiðar-ljós keppninnar frá upphafi að hvetja börn og unglinga um allt land til að taka þátt í al- hliða íþróttaupplifun. Skólahreysti snýst ekki bara um að sigra eða vera bestur heldur að þroska and- legt og líkamlegt atgervi samhliða því að ef la félagsleg samskipti kennara, nemenda og foreldra,“ segja hjónin Andrés Guðmundsson og Lára B. Helgadóttir, stofnendur Skólahreysti. Skólahreysti er nú haldin í þrett- ánda sinn en fyrsta Skólahreysti- mótið var haldið vorið 2005. Fyrsta undankeppnin í ár var haldin í íþróttahúsinu í Garðabæ í byrjun vikunnar en undankeppninni lýk- ur á Egilsstöðum í byrjun apríl. Undankeppnirnar eru tíu talsins og eru þær svæðisbundnar. Vel yfir 600 krakkar keppa fyr- ir hönd skóla sinna og nokkur þús- und krakkar eru virkir í litríkum stuðningsliðum. Fjölmargir nem- endur taka þátt í valáföngum um Skólahreysti en um 70 skólar bjóða upp á slíka áfanga. 115 grunnskólar af öllu landinu taka þátt í ár. Þættir um undankeppnina verða sýndir á RÚV í mars og apríl. Úr- slitakeppni þeirra tólf skóla sem ná bestum árangri verður í Laugar- dalshöll miðvikudaginn 26. apríl í beinni útsendingu á RÚV. Eins og þeir sem fylgst hafa með þáttum um keppnina undanfarin ár vita er Skólahreysti liðakeppni milli grunnskóla landsins. Í hverju liði eru tveir strákar og tvær stelp- ur sem öll þurfa að vera nemendur í 9. og/eða 10. bekk. Keppt er í fimm keppnisgreinum: ○ Upphífingum (strákar) ○ Armbeygjum (stelpur) ○ Dýfum (strákar) ○ Hreystigreip (stelpur) ○ Hraðaþraut (strákar og stelpur) Keppendur skipta á milli sín keppnisgreinum. Annar strák- urinn spreytir sig á upphífing- um og dýfum meðan hinn keppir í hraðaþrautinni. Hjá stelpunum er hið sama uppi á teningnum: Önnur stúlkan keppir í armbeygj- um og hreystigreip, en hin tekur þátt í hraðaþrautinni. Tveir skólar keppa samtímis í hverri þraut fyrir utan hreystigreip, en þar takast á fimm til átta skólar í einu. Í hraða- þrautinni fer stelpan fyrst af stað og þegar hún lýkur hringnum má strákurinn fara af stað í sinn hring. Samanlagður tími þeirra er keppn- istími liðsins. LÆKNA R MÆLA MEÐ HUSK! NÁTTÚRULYF Á SÉRLYFJASKRÁ Náttúrulegar trefjar sem halda meltingunni í góðu formi ehb@ebridde.is, www.ebridde.is HUSK fæst í apótekum, heilsubúðum og Fjarðarkaupum Grísk jógúrt Ofurfæða! Stútfull af góðri fitu og próteini Lífrænar mjólkurvörur www.biobu.is Morgunmatur: Grísk jógúrt, múslí, sletta af agave Eftirréttur: Grísk jógúrt, kakó, agave chia fræ Köld sósa: Grísk jógúrt, handfylli rifin gúrka, 2 hvítlauksrif, salt og pipar Yfir 600 krakkar keppa í Skólahreysti Skólahreysti – hreystikeppni grunnskólanna – hófst í byrjun vikunnar. Keppnin er nú haldin í þrettánda sinn og taka 115 skólar af öllu landinu þátt. Fyrsta undankeppnin í Skólahreysti 2017 fór fram í íþróttahúsinu í Garðabæ á þriðjudag. Myndir | Hari Meðal þeirra greina sem keppt er í í Skólahreysti er hreystigreip. Yfir 600 krakkar keppa í Skólahreysti og nokkur þúsund krakkar eru virkir í lit- ríkum stuðningsliðum. Góður svefn – aukin vellíðan Það verður aldrei lögð nógu mikill áhersla á það að fá góðan svefn og hvíld. Við þurfum mismikinn svefn eftir því á hvað aldursskeiði við erum. Svefninn endurnær- ir og gefur okkur kraft til þess að takast á við þau verkefni sem við þurfum að fást við dagsdag- lega. Við veltum því sjaldnast fyrir okkur að meðalmaðurinn eyðir um það bil þriðjungi ævi sinnar sof- andi. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur og það er ekki fyrr en við glímum við svefnleysi sem við gerum okkur grein fyrir mikilvægi svefnsins og því hversu mikil áhrif hann hefur á okk- ar andlegu og líkamlegu heilsu. Áhyggjur, streita og kvíði hafa slæm áhrif á svefn þinn, reyndu því að forðast þá þætti eins og þú mögulega getur. Hér eru nokk- ur góð ráð til þess að öðlast betri svefn: Komdu reglu á svefninn, ekki fara of seint að sofa og reyndu að vakna á sama tíma á hverjum degi. Hreyfðu þig reglulega – þú öðlast betri svefn ef þú ferð líkamlega þreyttur að sofa. Ekki borða rétt fyrir svefninn, forðastu notkun á örvandi efnum eins og koffíni. Einfaldaðu svefnherbergið eins og kostur er, forðastu að hafa sjónvarp eða önnur rafmagnstæki í svefnherberginu. Búðu til svefnvænt umhverfi. Hitastig, lýsing og hljóð geta haft áhrif á svefninn og mikilvægt er að þessir þættir séu sem ákjósanlegastir. Íhuga ætti meðferð hjá sérfræðingi ef svefnvandi er langvarandi. Sérfræðiráðgjöf getur aðstoðað fólk við að greina vandann og leita úrlausna við honum. 2 LAUGARDAGUR 18. MARS 2017HEILSA

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.