Fréttatíminn - 18.03.2017, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 18.03.2017, Blaðsíða 18
18 | FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 18. MARS 2017 Haukur Már Helgason ritstjorn@frettatiminn.is Í upphafi marmánaðar sam-þykkti ungverska þingið lög sem heimila yfirvöldum að halda öllum hælisleitendum í landinu í varðhaldi á meðan umsóknir þeirra eru afgreiddar. Til þess verða reistar gámabúðir. Am- nesty International hafa lýst stefn- unni sem „óforskömmuðu broti á alþjóðalögum“, sem muni hafa „hræðileg líkamleg og sálræn áhrif á konur, börn og karla sem þegar hafa orðið fyrir miklum þjáning- um“. Sama dag sór Viktor Órban, for- sætisráðherra Ungverjalands, 462 nýja landamæraverði til starfa, með stöðuheitið „landamæraveiðimenn“. Árið 2015 fór verulegur fjöldi fólks gegnum Ungverjaland á leið til Vest- ur-Evrópu. Þær ferðir voru stöðv- aðar, meðal annars með uppsetn- ingu 511 kílómetra langrar girðingar á landamærum Ungverjalands að Króatíu og Serbíu. Í september á síðasta ári töluðu samtökin Human Rights Watch um „Stríð Ungverja- lands gegn flóttafólki“. Frést hefur að landamæraverðir geri sér leik úr því að binda flóttafólk, berja það og taka svo myndir af sér með fórn- arlömbunum. Ástæða orðavals- ins voru ekki bara beinar aðgerðir stjórnvalda heldur líka málnotkun- in og yfirlýsingarnar sem fylgja að- gerðunum úr hlaði: á blaðamanna- fundi í júlí á síðasta ári kallaði Viktor Orbán, forsætisráðherra, innflytj- endur „eitur“ og sagði hvern og einn þann sem flytur milli landa „bera með sér ógn við almannaöryggi og hættu á hryðjuverkum“. Orbán Viktor Orbán, fæddur 1963, er for- maður ungverska stjórnmálaflokks- ins Fidesz (skammstöfun fyrir Fi- atal Demokraták Szövetsége eða „Samfylking ungra demókrata“) og gegnir nú embætti forsætisráð- herra Ungverjalands sitt þriðja kjör- tímabil. Áður sat hann frá árinu 1998 til ársins 2002. Nú hefur hann gegnt embættinu frá 2010, með veg- lega endurnýjað umboð frá þing- kosningum árið 2014, þegar sam- eiginlegur framboðslisti Fidesz og flokks kristilegra demókrata hlaut aukinn meirihluta þingsæta, 133 full- trúa af alls 199. Gagnrýnendur segja að Orbán eigi kosningasigurinn að nokkru leyti að þakka breytingum sem fyrri stjórn hans gerði á kosn- ingalöggjöfinni, sem gerði kjósend- um skylt að skrá sig til að nýta kosn- ingarétt sinn – þröskuldur, segja þeir, sem haldi frekar lægri stéttum utan kjörklefanna. Orbán nam lögfræði við háskól- ann í Búdapest og stjórnmálaheim- speki við Oxford háskóla. Hann tók þátt í stofnun Fidesz þegar árið 1988, sem fyrsti talsmaður hans, og hefur Stríð Ungverjalands gegn flóttafólki Í Ungverjalandi er nú stjórnvöldum heimilt að fangelsa hælisleitendur í gámabúðum á meðan umsóknir þeirra eru til afgreiðslu. Þessum föngum án afbrots er þá aðeins sleppt ef þeir falla frá umsókn um hæli og hverfa á brott, út fyrir landamæri ríkisins. Stefnan virðist fordæmalaus þar til horft er til fyrri ákvarðana sömu ríkisstjórnar, sem hefur til að mynda skipað atvinnulausum, ekki síst Rómönum landsins, að flytja í vinnubúðir eða missa að öðrum kosti rétt á bótum. Myndir | Getty með Heimilispakka Símans Lifðu þig inn í Sjónvarp Símans Premium 13.500 kr./mán. Línugjald ekki innifalið. Verð frá 2.600 kr./mán. Pantaðu Heimilispakkann á siminn.is eða í síma 800 7000 Heimilispakkinn Sjónvarp Símans Premium 11 erlendar sjónvarpsstöðvar Sjónvarp Símans Appið Sjónvarpsþjónusta Símans Netið 250 GBEndalaus heimasími Spotify Premium TV IS T 10 33 6 Horfðu á allar þáttaraðirnar af Dexter þegar þér hentar. Yfir 6.000 klukkustundir af heilum þáttaröðum. Svona á sjónvarp að vera.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.