Fréttatíminn - 07.04.2017, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 07.04.2017, Blaðsíða 2
2 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2017 20% afsláttur Gildir út apríl Verð áður: Verð nú: Apótekið - einfalt og ó dýrt! apotekid.is 1.739 kr. 2.174 kr. Dómsmál Gunnar Jakobsson, sem hét áður Roy Svanur Shannon, er að flytja til Svíþjóðar, samkvæmt heimildum Fréttatímans. Hann var nýlega dæmdur í Héraðs- dómi Suðurlands fyrir vörslu barnakláms en slapp við refsingu vegna þess að rannsóknin tók svo langan tíma. Gunnar, sem hét áður Roy Shann- on, hlaut 18 mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Suðurlands í síðustu viku. Hann var grunaður um kyn- ferðisbrot gegn þremur börnum á Suðurlandi árið 2013 og var í kjöl- farið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Í fórum hans fundust 500 mynd- skeið og 50 þúsund ljósmyndir sem sýndu börn á kynferðislegan hátt. Hann hlaut dóm fyrir vörslu myndefnisins. Fyrir tuttugu árum var Gunnar dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir brot gegn sex telpum og dreifingu barnakláms á netinu. Í kjölfar- ið flutti hann til Noregs og breytti nafni sínu í Gunnar Jakobsson. Mikil reiði hefur blossað upp yfir því að Gunnar þurfi ekki að sitja af sér fangelsisdóminn sem hann hlaut nýverið. Fréttatíminn hefur heimildir fyrir því að nákomnir Gunnari aðstoði hann nú við flutn- inga til Svíþjóðar. | þt Barnaníðingurinn undirbýr flutning til Svíþjóðar Gunnar Jakobsson, eða Roy Shannon eins hann hét áður, hyggst flytja til Svíþjóðar. Hann þarf ekki að sitja af sér fangelsis- dóm sem hann hlaut í vikunni fyrir vörslu barnakláms. Harðneitaði að fara á hjúkrunarheimili fjarri heimahögum Aldraðir Gamall bóndi á Suður- landi varðist með kjafti og klóm þegar átti að flytja hann í sjúkrabíl á elliheimilið Hjallatún í Vík í Mýrdal. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Ásgeir Gestsson, fyrrverandi bóndi á Kaldbak í Hrunamannahreppi, brást ókvæða við þegar átti að flytja hann með sjúkrabíll frá sjúkrahúsinu á Selfossi og fara með hann á hjúkr- unarheimilið Hjallatún í Vík í Mýr- dal. Eftir nokkur átök þurfti hjúkr- unarfólkið frá að hverfa. „Pabbi er náttúrulega landsfrægur karl og heljarmenni, tveir metrar á hæð og notar skó númer 49,“ segir Ása Mar- ía Ásgeirsdóttir, dóttir hans. Hún segir að eins og staðan sé núna, sé ekkert hjúkrunarheimili nær heimil- inu en í Vík. Það hafi tekist að útvega pláss þar, með herkjum, eftir að blæddi inn á heila gamla mannsins. Hann var hinsvegar ekki á þeim bux- unum að fara og tók til sinna ráða. „Núna þegar það eru engin hjúkr- unarpláss eftir, búið að loka heimil- inu á Blesastöðum og Kumbaravogi, þá eru góð ráð dýr,“ segir dóttirin. „Pabbi, gengur við hækjur og get- ur ekki hugsað um sig sjálfur. Eftir að blæddi inn á heila hans tók það sinn toll líka. Hann er ekki fárveik- ur en hann þarf stöðuga hjúkrun. Það mátti ekki gefa honum róandi lyf fyrir flutninginn eða neyða hann til að flytja og það ræður enginn við þennan tveggja metra mann þegar hann lemur í borðið. Hann er gamall fjallkóngur og þverhaus og núna er hann bara öskureiður. Það er sárt að lenda í þessum átökum og auðvitað er það hryllilega óréttlátt að hann geti ekki fengið hjúkrun nærri heim- ili sínu. Þetta er ófremdarástand og það svíður að verða fyrir barðinu á þessari heift frá sínum eigin föður. Núna er eina ráðið að svipta hann sjálfræði en maður vill eiga góðar minningar um pabba sinn. Hann er líka örugglega einn af fáum mönn- um á jörðinni sem stendur í svona mótmælaaðgerðum um áttrætt.“ Ríflega 30 manns eru að bíða eftir hjúkrunarheimili á Selfossi og 300 í Reykjavík. Aðstandendur eru víða örvæntingarfullir að þurfa að sjá á eftir ástvinum sínum í aðrar sýsl- ur þar sem engin hjúkrunarpláss eru í grennd. Nýlega sagði Frétta- tíminn frá hjónunum Ingvari Dan- íel Eiríkssyni, sem er með Parkin- son-sjúkdóminn og hefur verið á dvalarheimili á Vík í Mýrdal frá því í nóvember en eiginkona hans, Eygló Jóna Gunnarsdóttir, býr á Selfossi. Dóttir þeirra sagði frá því að móðir- inn hennar hefði orðið strandaglóp- ur á Hellu seint um kvöld í svartasta skammdeginu þegar hún fór á putt- anum að heimsækja eiginmanninn. Ásgeir Gestsson varðist hetjulega þegar sjúkrabíll kom til að flytja hann á hjúkr- unarheimili í Vík í Mýrdal. Ása María Ásgeirsdóttir segir þetta hryllilega óréttlátt en eina ráðið sé að svipta gamla manninn sjálfræði. Lögreglumál Ragnar Jónsson hef- ur unnið í lögreglunni í 26 ár en segir tímann sem honum var falið að rannsaka barnaklám þann allra versta á starfsferli sínum. Við rannsóknir fór hann í gegnum mörg hundruð myndskeið sem höfðu djúpstæð áhrif á hann. „Barn að gráta eða kalla á hjálp, gleymist aldrei.“ Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Ragnar hefur unnið við rannsóknir í 20 ár af þeim 26 sem hann hefur starfað hjá lögreglunni. Fyrir alda- mótin var hann í deild sem fjallaði um brot gegn lífi og líkama, þar sem alvarlegustu ofbeldisbrotin voru rannsökuð. „Við sem vorum í þessari deild í byrjun höfum oft rætt það að margt sem við sáum á þessum tíma, fer aldrei frá okk- ur. Það var grátur í börnum, kall á hjálp, kall á pabba og mömmu sem maður heyrði á myndbönd- um og upptökum sem við fórum í gegnum. Barn að gráta eða kalla á hjálp, gleymist ekki. Við sáum upp- tökur af mönnum segja frá ógeðs- legum hlutum sem þeir ætluðu að gera við börn, sem þeir sögu að væru spennandi leyndarmál. Í einhverjum tilvikum voru þetta ís- lenskir menn sem við þurftum svo að yfirheyra. Við þurftum að halda fagmennskunni og hlutleysinu í spurningum og það reyndi mikið á menn.“ Hann segir að á þessum tíma hafi verið mikil fjölmiðlaumfjöll- un um kynferðisbrot, sem ýtti við fólki og í kjölfarið fylgdu margar kærur í gömlum málum. „Á sama tíma spruttu upp svokallaðar full- orðinsverslanir sem við fengum ábendingar um að seldu kynferð- islegt efni með börnum. Við fórum í húsleitir og þurftum að rannsaka mörg hundruð VHS-spólur af efni. Oftast voru þær merktar venju- Ragnar Jóns- son starfar í tæknideild lögreglunnar í dag en jafnar sig seint á því að hafa rannsakað myndefni af kyn- ferðisbrotum gegn börnum. Barnsgráturinn gleymist aldrei legu sjónvarpsefni, en ef spólað var inn í þær þá birtist manni skyndi- lega eitthvert ógeð þar sem verið var að níðast á börnum.“ Eins og fram kom í tilkynningu frá lögreglu á dögunum, vegna máls Gunnars Jakobssonar sem hlaut dóm fyrir vörslu barnakláms, þá reyna slíkar rannsóknir mikið á lögreglumenn. Bjarni kallar eftir upplýsingum Sigurður Ingi spyr hvort nýtt Borgunarmál sé í uppsiglingu. Stjórnmál/efnahagsmál Bjarni Benediktsson forsætisráðherra ætlar að kalla eftir upplýsing- um um sölu Seðlabankans á 6 prósenta hlut í Kaupþingi síðasta haust. Hluturinn hafi síðan hækkað um 4 til 5 milljarða og er það rakið til samkomulags við Deutsche Bank um að bankinn greiddi 50 milljarða til Kaupþings. Sigurður Ingi Jóhannsson spurði á Alþingi í gær hvort það væri annað Borgunarmál í uppsiglingu. Þóra Kristín Ásgeirsdótttir tka@frettatiminn.is Sig urður Ingi vildi vita hvort Seðlabank inn hefði sett fyrirvara í samn ing inn um sölu á hlutn um í Kaupþingi, til að hann myndi njóta hagnaðarins að einhverju leyti. „Ég hygg að flest ir séu minn ug ir sölu Lands bank ans á hlut í Borg un hér um árið. Ekk ert slíkt ákvæði var í sölu samn ingn um þá og rík is bank- inn varð af um tals verðum fjár- hæðum,“ sagði hann og vísaði til þess að fyrirtækið Borg un var selt af Landsbank an um án slíks ákvæð- is en verðmæti þess jókst veru lega eftir söluna. Eignasafn Seðlabanka Íslands, sem Már Guðmundsson seðla- bankastjóri veitir forstöðu, var fyrir söluna fjórði stærsti hluthafi Kaup- þings. Bandaríski vogunarsjóðurinn Tatonic Capital, sem er stærsti hlut- hafinn í Kaupþingi, keypti megnið af bréfunum. Verðmætasta eign Kaup- þings var 87 prósent eignarhlutur í Arion banka. Heildareignir Kaupþings námu ríf- lega 400 milljörðum í árslok 2016 en óvissa um endanlegar heimtur hluthafa hefur einkum verið í tengsl- um við tiltekið eignasafn félagsins – svonefndar vandræðaeignir – en á síðasta ársfjórðungi fjórfaldaðist bókfært virði þeirra og nam 80 millj- örðum. Þar munaði mestu um 50 milljarða eingreiðslu þýska bankans. Talsmaður vogunarsjóðsins hefur látið hafa eftir sér að hann hafi greitt lágt verð fyrir hlut Seðlabankans miðað við verðmæti hans. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum var hluturinn seld- ur til að fyrirbyggja hagsmunaá- rekstra við sölu ríkisins á hlutnum í Arion banka. Ekkert samkomu- lag var gert um fyrirvara enda lágu engar upplýsingar fyrir enda hefði það haft neikvæð áhrif á söluna og jafnvel gert bréfin óseljanleg.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.