Fréttatíminn - 07.04.2017, Side 20

Fréttatíminn - 07.04.2017, Side 20
20 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2017 Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Félagsbústaðir keyptu fasteignina Seljahlíð í Breiðholti fyrir skömmu en það er kjarni hjúkr-unar- og þjónustuíbúða fyrir aldraða. Í kjölfarið var íbúum hússins tilkynnt að húsaleigan yrði hækkuð í samræmi við önnur úr- ræði Félagsbústaða. Leigan standi í stað næsta árið en eftir það taki hún að hækka í þrepum um allt að hundrað prósent. Íbúum var sagt að þeir fengju flestir húsnæðisbætur á móti, svo hver og einn íbúi myndi í raun ekki borga hærra verð. Kerfinu yrði bara breytt. Óvíst er þó hve margir eigi rétt á húsnæðisbótum. Íbúar tóku þessum tíðindum mis- jafnlega og hafa meðal annars lýst óánægju sinni í fjölmiðlum. Þeir segja að fyrirhugaðar hækkanir komi illa við íbúana. Breytingarn- ar skapi óþægilega óvissu og hafi valdið sumum miklum kvíða. Fé- lagsbústaðir benda hinsvegar á að gæta verði jafnræðis í leiguverði, það sé erfitt að réttlæta að leigan sé ódýrari í Seljahlíð en öðrum úrræð- um Féalgsbústaða. Stattu nú upp Fréttatíminn hefur flutt fréttir af Seljahlíð að undanförnu og var á staðnum þegar forsprakkar Félags- bústaða heimsóttu íbúðakjarnann í vikunni. Gamli og nýi tíminn mætt- ust í mötuneyti Seljahlíðar þar sem málin voru rædd í þaula. Birgir Ottóson, forstöðumað- ur Félagsbústaða, og Auðun Freyr Ingvarsson framkvæmdastjóri höfðu boðað komu sína í hádeginu. Þeir sögðust ekki vera komnir til að halda formlegan fund, heldur eingöngu til að borða og spjalla við þá sem vildu. Úr varð að þeir sett- ust niður afsíðis með blaðamanni og Margréti, forstöðukonu hússins, og útskýrðu í hverju fyrirhugaðar breytingar fælust. Þar til aðstand- andi bankaði upp á og sagði að fjöl- margir íbúar sætu í matsalnum og biðu eftir að rætt yrði við þá. Úr varð að Margrét Ósvaldsdótt- ir, forstöðukona Seljahlíðar, til- kynnti í þéttsetnum matsalnum að forsprakkar Félagsbústaða væru komnir til að sitja fyrir svörum. Auðun Freyr tók til máls og hóf að útskýra hvað Félagsbústaðir væru, að þeir ættu margskonar hús- næði í borginni þar á meðal sam- býli, búsetuúrræði fyrir fatlaða og eldri borgara. „Stattu nú upp og segðu hvað þú heitir,“ kallaði Ingibjörg S. Finn- bogadóttir hátt yfir salinn. Ingibjörg er í húsráði Seljahlíð- ar og hefur gagnrýnt fyrirhugaðar hækkanir á húsaleigu. „Já, ég heiti Auðun Freyr og er uppalinn í Árbænum,“ sagði hann og reis á fætur. „Ég hef verið hjá Fé- lagsbústöðum í þrjú ár.“ Hann hélt áfram að útskýra hver tilgangur og markmið Félagsbústaða væri og að batteríið sé ekki rekið í hagnaðar- skyni. „Er ekki til hátalari hérna? Það heyrist ekkert í manninum,“ kallar Ingibjörg. Forstöðukonan útskýrði að íbú- um hafi hingað til þótt verra að heyra þegar talað væri í hljóðnema. Byggt sem elliheimili Auðun hélt áfram að segja frá Fé- lagsbústöðum og að þeir hygðust lyfta grettistaki í viðhaldi hússins og stefndu meðal annars á að taka garðinn umhverfis húsið í gegn. Hækkun húsaleigunnar skýrist af því að jafnræði verði að ríkja með- al leigjenda. „Hjá Félagsbústöðum er leiguverðskerfi sem tekur mið af flatarmáli og fasteignamati. Leiga í öðrum þjónustuíbúðum Félagsbú- staða er mun hærri og til að vera sanngjarnir verðum að hækka leig- una í Seljahlíð.“ „En þessar íbúðir eru öðruvísi en annarstaðar hjá ykkur. Ég hef skoðað íbúðirnar á öðrum stöðum. Það er til dæmis ekki útskot fyrir rúm hjá okkur eins og er hjá hinum. Við sofum bara í því sem á að heita eldhús. Ég er með lögin hérna hjá mér og þar stendur þetta skýrum stöfum.“ Ingibjörg stóð upp og rétti Auðuni blaðabunka sem hann sagð- ist ætla að líta á síðar. Nokkrir íbúar vilja meina að með kaupum Félagsbústaða á húsnæð- inu og því að nú eigi íbúar skyndi- lega rétt á húsnæðisbótum, sé ver- ið að reyna að láta herbergin sem íbúar hússins leigi, hljóma eins og fullbúnar íbúðir. „En þetta eru bara herbergi. Það er engin eldunaraðstaða. Það eru pínulítil helluborð og brunakerf- ið fer bara í gang ef maður reynir að steikja pönnukökur. Þetta hús var byggt sem elliheimili en ekki íbúðir. Ég kom hingað í Seljahlíð fyrir rúmu ári og hafði þá skoðað aðrar íbúðir á vegum borgarinn- ar. Ég spurði sérstaklega að því hversvegna leigan hér væri lægri en annarstaðar og þá var það vegna þess að íbúðirnar hér uppfylltu ekki skilyrði fyrir húsnæðisbótum,“ seg- ir Sigrún Símonardóttir. Ingibjörg segist hafa sótt um húsaleigubætur fyrir tveimur árum en ekki fengið. Vildu heilbrigt samtal Auðun getur ekki svarað því hversvegna Ingibjörg hafi fengið synjun á því en nú viti hann ekki betur en að íbúar eigi rétt á bótum. Það sé ekki hans að verja eða svara fyrir þessa hluta kerfisins, þeir séu einfaldlega ekki á hans könnu. „En þetta er kerfið sem hefur verið kos- ið hér í þessu landi.“ Margrét forstöðukona sagði Íbúar Seljahlíðar mættu Félagsbústöðum með hörðu Kergja og óvissa hefur verið meðal íbúa Seljahlíðar eftir að tilkynnt var að Félagsbústaðir hefðu keypt húsið og leigan myndi hækka verulega. Félagsbústaðir benda á að margir fái húsnæðisbætur á móti og muni varla finna fyrir hækkununum. Þeir hyggjast hinsvegar taka húsnæðið í gegn og segja enga skerðingu á þjónustu fyrirhugaða. Fréttatíminn fylgdist með því þegar aldraðir íbúar mættu fulltrúum Félagsbústaða til að ræða breytingar sem mörgum þykir erfitt að skilja og sætta sig við. Ingibjörg S. Finnbogadóttir er í húsráði Seljahlíðar og er ósátt við breytingarnar sem eru framundan. Hún mætti fulltrúum Félagsbústaða með mikilli hörku í vikunni. Hér er hún ásamt öðrum íbúum hússins í matsalnum í Seljahlíð. Myndir | Hari „Stattu nú upp og segðu hvað þú heitir,“ kallaði Ingibjörg S.Finnbogadótt- ir hátt yfir salinn. LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS FERMINGARTILBOÐ RÚMFÖT 7.990-9.990 KR 40-70% AFSLÁTTUR Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500 Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504 Sængur, koddar, rúm, sófar, lampar, stólar, púðar, sloppar, borð og margt fleira.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.